Ætla enn að þrýsta á Pútín Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júní 2015 07:30 Leiðtogarnir níu brugðu sér út til að láta mynda sig. Cameron, Merkel og Obama fremst, en hinir skammt á eftir. Vísir/AFP Að venju hópuðust mótmælendur að þegar leiðtogar G7-ríkjanna komu saman í Þýskalandi í gær til tveggja daga fundarhalda. Mótmælendurnir hafa sumir hverjir verið á staðnum dögum saman. Viðbúnaður lögreglu hefur verið mikill og á laugardag kom til átaka við mótmælendur í nágrenni Elmau-kastala í Garmisch-Partenkirchen, þar sem fundirnir eru haldnir. Leiðtogar helstu iðnríkja heims hafa hist árlega síðan 1975 til að ræða heimsmálin. Í fyrstu voru þátttakendurnir sex, en fljótlega fjölgaði þeim í sjö og síðan í átta þegar Rússar bættust í hópinn árið 1997. Í fyrra fengu Rússar samt ekki að vera með vegna afskipta þeirra af Úkraínu, og þeir fengu heldur ekki að vera með nú í ár. Vladimír Pútín Rússlandsforseti kom samt töluvert við sögu á fundunum í gær, og svo verður væntanlega einnig á morgun. Leiðtogarnir eru staðráðnir í að halda áfram að þrýsta á Pútín vegna Úkraínu, með áframhaldandi refsiaðgerðum og hunsun á alþjóðavettvangi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, var einnig áberandi á fundunum þótt fjarverandi væri. Leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Japans eru sagðir hafa lagt hart að Angelu Merkel Þýskalandskanslara að finna sem allra fyrst lausn á deilunum um skuldavanda Grikklands. Merkel hafði vonast til þess að samið yrði við Grikki fyrir helgi, áður en fundarhöldin í Elmau hæfust. Ekki tókst það og nú hafa Grikkir í fyrsta sinn sleppt því að greiða afborganir af lánum sínum og óvíst er um framhaldið. Merkel er aftur á móti staðráðin í að ná því fram að í yfirlýsingu leiðtogafundarins verði ótvíræð loforð um að ríkin sjö standi við áform um að hlýnun loftslags verði ekki meiri en tvö prósent. Obama virðist ætla að skrifa undir þetta, þótt ólíklegt þyki að honum takist að sannfæra Bandaríkjaþing um þessi markmið. Obama og Merkel forðuðust síðan að ræða eitt helsta deiluefnið milli þeirra, sem eru símanjósnir Bandaríkjamanna.Hverjir eru á fundinum? Bandaríkin: Barack Obama, forseti. Bretland: David Cameron, forsætisráðherra. Frakkland: François Hollande, forseti. Ítalía: Matteo Renzi, forsætisráðherra. Japan: Shinzo Abe, forsætisráðherra. Kanada: Stephen Harper, forsætisráðherra. Þýskaland: Angela Merkel, kanslari. Evrópusambandið: Donald Tusk, forseti ESB-ráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Grikkland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Að venju hópuðust mótmælendur að þegar leiðtogar G7-ríkjanna komu saman í Þýskalandi í gær til tveggja daga fundarhalda. Mótmælendurnir hafa sumir hverjir verið á staðnum dögum saman. Viðbúnaður lögreglu hefur verið mikill og á laugardag kom til átaka við mótmælendur í nágrenni Elmau-kastala í Garmisch-Partenkirchen, þar sem fundirnir eru haldnir. Leiðtogar helstu iðnríkja heims hafa hist árlega síðan 1975 til að ræða heimsmálin. Í fyrstu voru þátttakendurnir sex, en fljótlega fjölgaði þeim í sjö og síðan í átta þegar Rússar bættust í hópinn árið 1997. Í fyrra fengu Rússar samt ekki að vera með vegna afskipta þeirra af Úkraínu, og þeir fengu heldur ekki að vera með nú í ár. Vladimír Pútín Rússlandsforseti kom samt töluvert við sögu á fundunum í gær, og svo verður væntanlega einnig á morgun. Leiðtogarnir eru staðráðnir í að halda áfram að þrýsta á Pútín vegna Úkraínu, með áframhaldandi refsiaðgerðum og hunsun á alþjóðavettvangi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, var einnig áberandi á fundunum þótt fjarverandi væri. Leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Japans eru sagðir hafa lagt hart að Angelu Merkel Þýskalandskanslara að finna sem allra fyrst lausn á deilunum um skuldavanda Grikklands. Merkel hafði vonast til þess að samið yrði við Grikki fyrir helgi, áður en fundarhöldin í Elmau hæfust. Ekki tókst það og nú hafa Grikkir í fyrsta sinn sleppt því að greiða afborganir af lánum sínum og óvíst er um framhaldið. Merkel er aftur á móti staðráðin í að ná því fram að í yfirlýsingu leiðtogafundarins verði ótvíræð loforð um að ríkin sjö standi við áform um að hlýnun loftslags verði ekki meiri en tvö prósent. Obama virðist ætla að skrifa undir þetta, þótt ólíklegt þyki að honum takist að sannfæra Bandaríkjaþing um þessi markmið. Obama og Merkel forðuðust síðan að ræða eitt helsta deiluefnið milli þeirra, sem eru símanjósnir Bandaríkjamanna.Hverjir eru á fundinum? Bandaríkin: Barack Obama, forseti. Bretland: David Cameron, forsætisráðherra. Frakkland: François Hollande, forseti. Ítalía: Matteo Renzi, forsætisráðherra. Japan: Shinzo Abe, forsætisráðherra. Kanada: Stephen Harper, forsætisráðherra. Þýskaland: Angela Merkel, kanslari. Evrópusambandið: Donald Tusk, forseti ESB-ráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Grikkland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira