Mótsögnin í meirihlutastjórnum Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. maí 2016 07:00 Þegar þetta er skrifað eru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, í ríkisstjórn. Um 60% Alþingis samanstendur af sömu flokkum. Þetta fyrirkomulag viðgengst jafnan á Íslandi og virðast flestir telja þetta hið sjálfsagða ástand og hið eina raunsæja: Meirihlutastjórn, þ.e. ríkisstjórn flokka sem saman mynda meirihluta á Alþingi. Í því ríki sem er sennilega stjórnskipunarlega líkast Íslandi, gömlu góðu Danmörku, er hins vegar mun meiri hefð fyrir minnihlutastjórnum og ástæðan fyrir því er mjög góð: Undir þingræði er þinginu ætlað að veita ríkisstjórninni aðhald. Ef framkvæmdarvaldið og meirihluti þingsins samanstanda af sömu flokkunum er til staðar hagsmunaárekstur sem gerir þinginu ókleift að rækja með góðri trú það aðhaldshlutverk sem því er ætlað undir þingræði. Afleiðingin af fyrirkomulagi meirihlutastjórnar er sú að þingið veikist mjög, bæði að starfsgetu og sjálfstæði. Lítum aðeins betur á hefðina hérlendis. Tveir flokkar geta myndað saman meirihluta og annar þeirra fær umboð til að mynda ríkisstjórn. Fólkið sem er ofar í goggunarröðinni í hverjum flokki fyrir sig fær sæti í ríkisstjórn, en fólkið sem er neðar fær einungis sæti á Alþingi. Því ofar á lista sem þingmaður er, því meira tilkall hefur hann til setu í ríkisstjórn. Berum þetta síðan saman við goggunarröð þingræðisins. Hugmyndin með þingræðinu er nefnilega sú að þingið sé æðra framkvæmdarvaldinu, að ríkisstjórn starfi einungis í umboði þingsins og að þingið veiti ríkisstjórninni nauðsynlegt aðhald sem nokkurs konar yfirstofnun framkvæmdarvalds og ríkisstjórnar. í þessu felst ákveðin mótsögn sem líklega væri í lagi ef um væri að ræða minnihlutastjórn, þar sem ríkisstjórn minnihluta þarf að afla sér trausts annarra flokka en sinna eigin. En undir meirihlutastjórn, þar sem forystumenn flokkanna eru í ríkisstjórn og aðrir á þingi, getur óbreyttur stjórnarþingmaður ekki sinnt aðhaldshlutverki sínu án þess að ganga til höfuðs forystu síns eigin flokks. Slíkt kemur honum sjálfum ávallt illa, ekki einungis af því að hann þarf í einhverjum skilningi að berjast gegn eigin flokki, heldur einnig vekur hann óhjákvæmilega upp úlfúð samherja sinna – samherja sinna að ofan í þokkabót. Í þessu felst hagsmunaárekstur milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds sem brýtur í bága við hugmyndina um þingræðið og dregur verulega úr bæði aðhaldshlutverki Alþingis og sjálfstæði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu.Minnihlutastjórn ætti að vera reglan Einstaka sinnum hafa hérlendis verið minnihlutastjórnir, en þá hafa þær jafnan verið settar undir mjög sérstökum og jafnvel einstökum kringumstæðum, svo sem í nokkra mánuði eftir efnahagshrunið 2008. En minnihlutastjórn ætti ekki bara að vera einhver hugsanlegur, fræðilegur möguleiki undir einstökum kringumstæðum, heldur ætti minnihlutastjórn að vera reglan, undantekningalítil ef ekki undantekningalaus. Mörgum þykir hins vegar eins og að meirihlutastjórnir séu einhvers konar stjórnskipunarleg nauðsyn, eða að minnihlutastjórnir séu á einhvern hátt ekki raunhæfar, en það er þess virði að ígrunda hversu meinlegt viðhorf það er til þingræðisins. Hvort sem það er menningunni, stjórnarskránni eða stjórnarandstöðunni hverju sinni að kenna, þá er það ekki í lagi að ríkisstjórnum sé ókleift að starfa á Íslandi án þess að flokkspólitísk goggunarröð trompi helsta aðhalds- og eftirlitsaðilann. Það er hvergi nálægt því að vera í lagi. Ef fólk telur þetta fyrirkomulag óheppilegt en nauðsynlegt, þá undirstrikar sú afstaða einungis alvarleika vandans. Hvernig sem á málið er litið ber ekki að líta á meirihlutastjórnir sem stjórnskipunarlegt lögmál, heldur stjórnskipunarlegt vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Helgi Hrafn Gunnarsson Kosningar 2016 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað eru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, í ríkisstjórn. Um 60% Alþingis samanstendur af sömu flokkum. Þetta fyrirkomulag viðgengst jafnan á Íslandi og virðast flestir telja þetta hið sjálfsagða ástand og hið eina raunsæja: Meirihlutastjórn, þ.e. ríkisstjórn flokka sem saman mynda meirihluta á Alþingi. Í því ríki sem er sennilega stjórnskipunarlega líkast Íslandi, gömlu góðu Danmörku, er hins vegar mun meiri hefð fyrir minnihlutastjórnum og ástæðan fyrir því er mjög góð: Undir þingræði er þinginu ætlað að veita ríkisstjórninni aðhald. Ef framkvæmdarvaldið og meirihluti þingsins samanstanda af sömu flokkunum er til staðar hagsmunaárekstur sem gerir þinginu ókleift að rækja með góðri trú það aðhaldshlutverk sem því er ætlað undir þingræði. Afleiðingin af fyrirkomulagi meirihlutastjórnar er sú að þingið veikist mjög, bæði að starfsgetu og sjálfstæði. Lítum aðeins betur á hefðina hérlendis. Tveir flokkar geta myndað saman meirihluta og annar þeirra fær umboð til að mynda ríkisstjórn. Fólkið sem er ofar í goggunarröðinni í hverjum flokki fyrir sig fær sæti í ríkisstjórn, en fólkið sem er neðar fær einungis sæti á Alþingi. Því ofar á lista sem þingmaður er, því meira tilkall hefur hann til setu í ríkisstjórn. Berum þetta síðan saman við goggunarröð þingræðisins. Hugmyndin með þingræðinu er nefnilega sú að þingið sé æðra framkvæmdarvaldinu, að ríkisstjórn starfi einungis í umboði þingsins og að þingið veiti ríkisstjórninni nauðsynlegt aðhald sem nokkurs konar yfirstofnun framkvæmdarvalds og ríkisstjórnar. í þessu felst ákveðin mótsögn sem líklega væri í lagi ef um væri að ræða minnihlutastjórn, þar sem ríkisstjórn minnihluta þarf að afla sér trausts annarra flokka en sinna eigin. En undir meirihlutastjórn, þar sem forystumenn flokkanna eru í ríkisstjórn og aðrir á þingi, getur óbreyttur stjórnarþingmaður ekki sinnt aðhaldshlutverki sínu án þess að ganga til höfuðs forystu síns eigin flokks. Slíkt kemur honum sjálfum ávallt illa, ekki einungis af því að hann þarf í einhverjum skilningi að berjast gegn eigin flokki, heldur einnig vekur hann óhjákvæmilega upp úlfúð samherja sinna – samherja sinna að ofan í þokkabót. Í þessu felst hagsmunaárekstur milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds sem brýtur í bága við hugmyndina um þingræðið og dregur verulega úr bæði aðhaldshlutverki Alþingis og sjálfstæði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu.Minnihlutastjórn ætti að vera reglan Einstaka sinnum hafa hérlendis verið minnihlutastjórnir, en þá hafa þær jafnan verið settar undir mjög sérstökum og jafnvel einstökum kringumstæðum, svo sem í nokkra mánuði eftir efnahagshrunið 2008. En minnihlutastjórn ætti ekki bara að vera einhver hugsanlegur, fræðilegur möguleiki undir einstökum kringumstæðum, heldur ætti minnihlutastjórn að vera reglan, undantekningalítil ef ekki undantekningalaus. Mörgum þykir hins vegar eins og að meirihlutastjórnir séu einhvers konar stjórnskipunarleg nauðsyn, eða að minnihlutastjórnir séu á einhvern hátt ekki raunhæfar, en það er þess virði að ígrunda hversu meinlegt viðhorf það er til þingræðisins. Hvort sem það er menningunni, stjórnarskránni eða stjórnarandstöðunni hverju sinni að kenna, þá er það ekki í lagi að ríkisstjórnum sé ókleift að starfa á Íslandi án þess að flokkspólitísk goggunarröð trompi helsta aðhalds- og eftirlitsaðilann. Það er hvergi nálægt því að vera í lagi. Ef fólk telur þetta fyrirkomulag óheppilegt en nauðsynlegt, þá undirstrikar sú afstaða einungis alvarleika vandans. Hvernig sem á málið er litið ber ekki að líta á meirihlutastjórnir sem stjórnskipunarlegt lögmál, heldur stjórnskipunarlegt vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun