Ekkert barn búi við fátækt á Íslandi árið 2020! Starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar skrifar 9. desember 2016 07:00 Við undirrituð, starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar, skorum á nýkjörna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi að móta tafarlaust stefnu í þágu barna sem búa við verulegan skort á Íslandi og tímasetja markmið um að ekkert barn búi við fátækt á Íslandi árið 2020. Samkvæmt skýrslu Hagstofu Íslands um sára fátækt frá 13. september síðastliðnum bjuggu í fyrra um 1,3% landsmanna eða um 4300 manneskjur við verulegan skort á þeim lífsgæðum sem þykja eðlileg í íslensku samfélagi svo sem að geta staðið í skilum á greiðslum fyrir húsnæði og lánum, geta haldið húsnæðinu heitu, geta farið í vikulangt frí með fjölskyldunni árlega, haft efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltið annan hvern dag, geta mætt óvæntum útgjöldum, hafa efni á síma, sjónvarpstæki, þvottavél eða bíl. Manneskja sem býr við sára fátækt hefur ekki efni á fjórum af níu ofangreindum lífsgæðum og getur ekki haldið í við almennar neysluvenjur í samfélaginu. Gögn Hagstofunnar sýna fram á að heilsufar, staða fólks á húsnæðismarkaði sem og heimilisgerð hafi töluvert forspárgildi um sára fátækt. Þannig leiðir bág heilsa og örorka til lágra ráðstöfunartekna sem setur fólki þröngar skorður á húsnæðismarkaði. Sama á við um einstæða foreldra og þá sem búa einir. Niðurstaða Hagstofunnar er líka skýr um það að sár fátækt er tíðari á meðal leigjenda en húsnæðiseigenda. Það liggur því í augum uppi að grípa þarf til almennra aðgerða á húsnæðismarkaði og að tryggja þarf aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Við sem samfélag viljum tryggja hag barnanna okkar. Til þess þurfum við skýra stefnu og sértækar aðgerðir í þágu fólksins sem býr við þannig aðstæður að það getur ekki óstutt tryggt börnum sínum þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á Íslandi. Við erum ríkt samfélag af efnislegum gæðum. Sértæku aðgerðirnar krefjast fjármagns og því verðum við að forgangsraða í þágu barnanna okkar allra.Atli Geir HafliðasonÁslaug ArndalBjarni GíslasonKristín ÓlafsdóttirSædís ArnardóttirVilborg Oddsdóttirstarfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar Þessi grein birtst fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Sjá meira
Við undirrituð, starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar, skorum á nýkjörna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi að móta tafarlaust stefnu í þágu barna sem búa við verulegan skort á Íslandi og tímasetja markmið um að ekkert barn búi við fátækt á Íslandi árið 2020. Samkvæmt skýrslu Hagstofu Íslands um sára fátækt frá 13. september síðastliðnum bjuggu í fyrra um 1,3% landsmanna eða um 4300 manneskjur við verulegan skort á þeim lífsgæðum sem þykja eðlileg í íslensku samfélagi svo sem að geta staðið í skilum á greiðslum fyrir húsnæði og lánum, geta haldið húsnæðinu heitu, geta farið í vikulangt frí með fjölskyldunni árlega, haft efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltið annan hvern dag, geta mætt óvæntum útgjöldum, hafa efni á síma, sjónvarpstæki, þvottavél eða bíl. Manneskja sem býr við sára fátækt hefur ekki efni á fjórum af níu ofangreindum lífsgæðum og getur ekki haldið í við almennar neysluvenjur í samfélaginu. Gögn Hagstofunnar sýna fram á að heilsufar, staða fólks á húsnæðismarkaði sem og heimilisgerð hafi töluvert forspárgildi um sára fátækt. Þannig leiðir bág heilsa og örorka til lágra ráðstöfunartekna sem setur fólki þröngar skorður á húsnæðismarkaði. Sama á við um einstæða foreldra og þá sem búa einir. Niðurstaða Hagstofunnar er líka skýr um það að sár fátækt er tíðari á meðal leigjenda en húsnæðiseigenda. Það liggur því í augum uppi að grípa þarf til almennra aðgerða á húsnæðismarkaði og að tryggja þarf aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Við sem samfélag viljum tryggja hag barnanna okkar. Til þess þurfum við skýra stefnu og sértækar aðgerðir í þágu fólksins sem býr við þannig aðstæður að það getur ekki óstutt tryggt börnum sínum þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á Íslandi. Við erum ríkt samfélag af efnislegum gæðum. Sértæku aðgerðirnar krefjast fjármagns og því verðum við að forgangsraða í þágu barnanna okkar allra.Atli Geir HafliðasonÁslaug ArndalBjarni GíslasonKristín ÓlafsdóttirSædís ArnardóttirVilborg Oddsdóttirstarfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar Þessi grein birtst fyrst í Fréttablaðinu.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun