Nýárskveðja til landbúnaðarráðherra Ólafur Arnarson skrifar 27. desember 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sendi mér jólakveðju með aðsendri grein á Vísi, miðvikudaginn 21. desember. Í inngangi að jólakveðju sinni gerir ráðherrann að umfjöllunarefni opið bréf sem ég sendi f.h. Neytendasamtakanna til allra þingmanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að nota skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í neytendur í útlöndum til að hægt verði að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda. Bersýnilega misskilur ráðherrann opið bréf Neytendasamtakanna og hið alvarlega mál, sem varð kveikjan að því. Ráðherrann heldur því fram að fjármunirnir sem nota á í niðurgreiðslur til útlendra neytenda séu til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Þetta er einfaldlega rangt hjá ráðherranum. Í athugasemdum við frumvarp til fjáraukalaga kemur skýrt fram að búið er að lækka afurðaverð til bænda. Hundrað milljónirnar, sem um ræðir, eru alls ekki ætlaðar til að bæta kjör bænda. Þær eru til þess ætlaðar að koma í veg fyrir verðlækkun til íslenskra neytenda. Þær eru ætlaðar afurðastöðvum og milliliðum í íslenskum landbúnaði en ekki bændum sjálfum. Og þær eru á kostnað neytenda á margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi eru skattgreiðendur og neytendur einn og sami aðilinn og það á að nota skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga í útlöndum. Í öðru lagi er þessi ráðstöfun skattfjár beinlínis ætluð til að halda uppi verði á matvælum til íslenskra neytenda hér á Íslandi. Í þriðja lagi eru húsnæðislán íslenskra neytenda verðtryggð og hækkun matarverðs veldur hækkun vísitölu neysluverðs og leggst þannig ofan á höfuðstól húsnæðislánanna. Ráðherrann nefnir ekki einu orði í inngangi jólakveðju sinnar þá alvarlegu staðreynd að vegna verðtryggingar neytendalána hér á landi eru allar aðgerðir ríkisvaldsins til að halda uppi matvælaverði mun alvarlegri en í löndum þar sem engin verðtrygging lánaskuldbindinga er. Ólíkt hafast menn að. Í eina tíð niðurgreiddu íslensk stjórnvöld lambakjöt ofan í Íslendinga til að hafa hemil á verðbólgu hér á landi. Nú nota stjórnvöld íslenska skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í útlendinga í útlöndum beinlínis til að auka eða viðhalda verðbólgu hér á landi. Ráðherrann lætur að því liggja að þessar niðurgreiðslur/útflutningsbætur séu ætlaðar til að viðhalda byggð í landinu og tryggja kjör bænda. Ekki gef ég mikið fyrir slíkt frá ráðherra sem stendur dyggan vörð um landbúnaðarkerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum en virðist hannað utan um hagsmunagæslu milliliða. Einnig ítreka ég að í fyrrnefndu opnu bréfi til þingmanna bendi ég á að ef vilji stjórnvalda stendur til að bæta hag sauðfjárbænda eru til leiðir að því markmiði aðrar en þær að nota íslenskt skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga og halda uppi matvælaverði á Íslandi. Þá heldur ráðherrann því fram að lambakjöt sé svo ódýrt hér á landi í alþjóðlegum samanburði að áhyggjur mínar af verðlagningu þess til íslenskra neytenda séu óþarfar. Lauslegur samanburður á verði lambalæris hér á landi og í nokkrum nágrannalöndum okkar bendir til þess að ekki sé mikill munur á verðinu hér á landi og ytra. Jafnvel virðist fremur halla á Ísland í þeim samanburði. Ráðherrann hefur af því miklar áhyggjur að Neytendasamtökin skipti sér af tilraunum stjórnvalda til að nota skattpeninga til að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda og beinir því til mín að horfa frekar á álagningu verslunarinnar hér á landi. Nú efast ég ekki um að Gunnar Bragi er önnum kafinn maður en er það virkilega svo að umræðan síðustu vikna um okur á Íslandi og þátttaka okkar hjá Neytendasamtökunum, sem höfum einmitt gagnrýnt okur í íslenskri verslun, í henni hafi með öllu farið fram hjá honum? Landbúnaðarráðherra er hér með boðið í kaffi til mín á skrifstofu Neytendasamtakanna þar sem ég get farið yfir áherslur samtakanna og helstu atriði sem snúa að neytendavernd með honum. Ég held að við eigum ekki Bragakaffi uppi í skáp en ég lofa honum góðum sopa og íslenskri mjólk eða rjóma út í ef hann tekur það ekki svart. Ég óska svo Gunnari Braga og öllum landsmönnum farsældar á komandi ári og vona að hann sé einhvers vísari eftir lestur inngangs þessarar jólakveðju.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sendi mér jólakveðju með aðsendri grein á Vísi, miðvikudaginn 21. desember. Í inngangi að jólakveðju sinni gerir ráðherrann að umfjöllunarefni opið bréf sem ég sendi f.h. Neytendasamtakanna til allra þingmanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að nota skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í neytendur í útlöndum til að hægt verði að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda. Bersýnilega misskilur ráðherrann opið bréf Neytendasamtakanna og hið alvarlega mál, sem varð kveikjan að því. Ráðherrann heldur því fram að fjármunirnir sem nota á í niðurgreiðslur til útlendra neytenda séu til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Þetta er einfaldlega rangt hjá ráðherranum. Í athugasemdum við frumvarp til fjáraukalaga kemur skýrt fram að búið er að lækka afurðaverð til bænda. Hundrað milljónirnar, sem um ræðir, eru alls ekki ætlaðar til að bæta kjör bænda. Þær eru til þess ætlaðar að koma í veg fyrir verðlækkun til íslenskra neytenda. Þær eru ætlaðar afurðastöðvum og milliliðum í íslenskum landbúnaði en ekki bændum sjálfum. Og þær eru á kostnað neytenda á margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi eru skattgreiðendur og neytendur einn og sami aðilinn og það á að nota skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga í útlöndum. Í öðru lagi er þessi ráðstöfun skattfjár beinlínis ætluð til að halda uppi verði á matvælum til íslenskra neytenda hér á Íslandi. Í þriðja lagi eru húsnæðislán íslenskra neytenda verðtryggð og hækkun matarverðs veldur hækkun vísitölu neysluverðs og leggst þannig ofan á höfuðstól húsnæðislánanna. Ráðherrann nefnir ekki einu orði í inngangi jólakveðju sinnar þá alvarlegu staðreynd að vegna verðtryggingar neytendalána hér á landi eru allar aðgerðir ríkisvaldsins til að halda uppi matvælaverði mun alvarlegri en í löndum þar sem engin verðtrygging lánaskuldbindinga er. Ólíkt hafast menn að. Í eina tíð niðurgreiddu íslensk stjórnvöld lambakjöt ofan í Íslendinga til að hafa hemil á verðbólgu hér á landi. Nú nota stjórnvöld íslenska skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í útlendinga í útlöndum beinlínis til að auka eða viðhalda verðbólgu hér á landi. Ráðherrann lætur að því liggja að þessar niðurgreiðslur/útflutningsbætur séu ætlaðar til að viðhalda byggð í landinu og tryggja kjör bænda. Ekki gef ég mikið fyrir slíkt frá ráðherra sem stendur dyggan vörð um landbúnaðarkerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum en virðist hannað utan um hagsmunagæslu milliliða. Einnig ítreka ég að í fyrrnefndu opnu bréfi til þingmanna bendi ég á að ef vilji stjórnvalda stendur til að bæta hag sauðfjárbænda eru til leiðir að því markmiði aðrar en þær að nota íslenskt skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga og halda uppi matvælaverði á Íslandi. Þá heldur ráðherrann því fram að lambakjöt sé svo ódýrt hér á landi í alþjóðlegum samanburði að áhyggjur mínar af verðlagningu þess til íslenskra neytenda séu óþarfar. Lauslegur samanburður á verði lambalæris hér á landi og í nokkrum nágrannalöndum okkar bendir til þess að ekki sé mikill munur á verðinu hér á landi og ytra. Jafnvel virðist fremur halla á Ísland í þeim samanburði. Ráðherrann hefur af því miklar áhyggjur að Neytendasamtökin skipti sér af tilraunum stjórnvalda til að nota skattpeninga til að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda og beinir því til mín að horfa frekar á álagningu verslunarinnar hér á landi. Nú efast ég ekki um að Gunnar Bragi er önnum kafinn maður en er það virkilega svo að umræðan síðustu vikna um okur á Íslandi og þátttaka okkar hjá Neytendasamtökunum, sem höfum einmitt gagnrýnt okur í íslenskri verslun, í henni hafi með öllu farið fram hjá honum? Landbúnaðarráðherra er hér með boðið í kaffi til mín á skrifstofu Neytendasamtakanna þar sem ég get farið yfir áherslur samtakanna og helstu atriði sem snúa að neytendavernd með honum. Ég held að við eigum ekki Bragakaffi uppi í skáp en ég lofa honum góðum sopa og íslenskri mjólk eða rjóma út í ef hann tekur það ekki svart. Ég óska svo Gunnari Braga og öllum landsmönnum farsældar á komandi ári og vona að hann sé einhvers vísari eftir lestur inngangs þessarar jólakveðju.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun