Sverrir Ingi farinn til Rostov í Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2017 07:52 Sverrir Ingi Ingason er farinn til Rússlands. Mynd/Heimasíða Rostov Sverrir Ingi Ingason, landsliðamaður í knattpsyrnu, er genginn til liðs við rússneska liðið Rostov. Hann skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. Sverrir Ingi var á mála hjá Granada á Spáni en hann fór til félagsins frá Lokeren í Belgíu í upphafi ársins. Granada féll úr spænsku deildinni en Rostov þurfti samkvæmt fjölmiðlum ytra að borga tvær milljónir evra, 233 milljónir króna, fyrir Sverri Inga.Big congrats to Sverrir Ingason on his transfer to FC Rostov #TeamTotalFootballpic.twitter.com/uRG4MEoNsq — Total Football (@totalfl) June 30, 2017 „Ég er auðvitað afar hamingjusamur. Það er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með Rostov. Kannski er þetta ein af hamingjusömustu stundum lífs míns,“ var haft eftir Sverri Inga á heimasíðu Rostov. Hann mun klæðast treyju númer fimmtán frá félaginu. Rostov hafnaði í sjötta sæti í rússnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið leikur í Rostov-on-Don í suðvesturhluta Rússlands, skammt frá landamærum við Úkraínu. Liðið keppti í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili og hafnaði í þriðja sæti síns riðils, á eftir Atletico Madrid og Bayern München og á undan PSV Eindhoven. Rostov sló út Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar. Rússneska liðið komst svo í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir áramót en tapaði þar fyrir Manchester United, 2-1 samanlagt. Rostov keppir þó ekki í Evrópukeppni þetta tímabilið. Rostov er nú í æfingaferð í Austurríki og var Sverrir Ingi í fylgd með Eiði Smára Guðjohnsen þegar hann hitti liðið í dag. Eiður Smári og Sverrir Ingi eru með sama umboðsskrifstofu, hina íslensku Total Footall. Fótbolti Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason, landsliðamaður í knattpsyrnu, er genginn til liðs við rússneska liðið Rostov. Hann skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. Sverrir Ingi var á mála hjá Granada á Spáni en hann fór til félagsins frá Lokeren í Belgíu í upphafi ársins. Granada féll úr spænsku deildinni en Rostov þurfti samkvæmt fjölmiðlum ytra að borga tvær milljónir evra, 233 milljónir króna, fyrir Sverri Inga.Big congrats to Sverrir Ingason on his transfer to FC Rostov #TeamTotalFootballpic.twitter.com/uRG4MEoNsq — Total Football (@totalfl) June 30, 2017 „Ég er auðvitað afar hamingjusamur. Það er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með Rostov. Kannski er þetta ein af hamingjusömustu stundum lífs míns,“ var haft eftir Sverri Inga á heimasíðu Rostov. Hann mun klæðast treyju númer fimmtán frá félaginu. Rostov hafnaði í sjötta sæti í rússnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið leikur í Rostov-on-Don í suðvesturhluta Rússlands, skammt frá landamærum við Úkraínu. Liðið keppti í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili og hafnaði í þriðja sæti síns riðils, á eftir Atletico Madrid og Bayern München og á undan PSV Eindhoven. Rostov sló út Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar. Rússneska liðið komst svo í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir áramót en tapaði þar fyrir Manchester United, 2-1 samanlagt. Rostov keppir þó ekki í Evrópukeppni þetta tímabilið. Rostov er nú í æfingaferð í Austurríki og var Sverrir Ingi í fylgd með Eiði Smára Guðjohnsen þegar hann hitti liðið í dag. Eiður Smári og Sverrir Ingi eru með sama umboðsskrifstofu, hina íslensku Total Footall.
Fótbolti Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira