Taka til hendinni í borginni Sævar Þór Jónsson skrifar 8. janúar 2018 13:29 Á vef Frosta Sigurjónssonar, rekstrarhagfræðings og fyrrverandi alþingismanns, kemur fram mjög fróðleg nálgun á kostnaðinum við svokallaða borgarlínu. Það sem er athyglisvert í skrifum Frosta er að samkvæmt útreikningum hans þá mun borgarlínan kosta hvern skattgreiðenda í borginni milljónir og á sama tíma mun hún ekki spara fólki tíma heldur í reynd sólunda tíma. Það muni taka þá sem nota hana 15-20 min lengur að komast leiða sinna en þeir sem notast við annan fararmáta. Er þetta dæmigert fyrir þá skammsýni sem er í stjórnun borgarinnar og hvað meirihlutinn er úr takti við raunveruleikan. Lögð hefur verið áhersla á að útfæra samgöngumál borgarinnar í líkingu við það sem aðrar evrópskar borgir hafa gert án þess þó að reikna dæmið til enda út frá aðstæðum og því umhverfi sem hér er til staðar. Meirihlutinn hefur í reynd þrengt að einkabílnum kerfisbundið og eytt í það hundruðum milljóna og borið því fyrir að verið sé að móta nýja framtíðarstefnu í samgöngumálum. Þá er spurningin er borgarlínan framtíðarstefnan? Ef svo er þá má ljóst vera að það eru stór mistök. Það er mikil meinloka í því fólgin að vilja setja hér upp samgöngukerfi sem mun ekki ganga upp fjárhagslega og er ekki raunhæf lausn á samgönguvanda borgarbúa. Það þarf líka að hugsa þetta út frá þeirri staðreynd að borgin er höfuðborg allra landsmanna og ekki bara sniðin að einu póstnúmeri. Þá eru það önnur stór mál sem þarf að taka á eins og t.d. húsnæðismálin. Þar væri t.d. hægt að byrja á að skipulegga ný hverfi og auka valkosti í húsnæðismálum fyrir alla. Væri þá lag fyrir borgina að beita sér fyrir því að gera ungu fjölskyldufólki kleift að byggja sitt eigið húsnæði á borgarlandinu. Væri t.d. hægt að bjóða upp á ódýrari kosti hvað varðar byggingarland sem er nóg af í borgarlandinu. Þá þarf að draga úr þessari sjálfshreinsunarstefnu borgarinnar þar sem gengið er út frá því að borgin sé hreinsuð af veðuröflunum og að gróðurinn sjái um sig sjálfur, hér þarf að fara að slá og hreinsa eins og á góðum bæjum. Þrifa götur reglulega og skikka fyrirtæki í miðbænum til að hreinsa upp eftir sig og gera borgarbúa meðvitaðari um umhverfismál t.d. hvað varðar notkun á umbúðum eins og plasti. Þá þarf að leggja ofuráherslu á að gera börnum í borginni kleift að stunda íþróttir og tómstundir án kostnaðar en það er verulegt áhyggjuefni hvað sá kostnaður leggst þungt á rekstur heimilanna. Það er hætt við því að þáttaka barna í íþróttum og tómstundum ráðist af efnahag sem svo getur ýtt undir misskiptingu. Það á að vera sjálfsagður hlutur að börn eigi greiðan aðgang að íþróttum og tómstundum. Það er kominn kominn tími til að hreinsa til í borginni og kom málum í lag. Það er því kominn tími til að gefa Degi B. Eggertssyni frí sem og núverandi meirihluta. Raunhæfar lausnir á vanda borgarinnar verða að koma frá nýjum aðilum enda hefur borginni verið stýrt af sama meirihluta í að verða 8 ár með smávægilegum breytingum. Það er kominn tími til að gefa öðrum tækifæri til að láta verkin tala.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði RVK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Á vef Frosta Sigurjónssonar, rekstrarhagfræðings og fyrrverandi alþingismanns, kemur fram mjög fróðleg nálgun á kostnaðinum við svokallaða borgarlínu. Það sem er athyglisvert í skrifum Frosta er að samkvæmt útreikningum hans þá mun borgarlínan kosta hvern skattgreiðenda í borginni milljónir og á sama tíma mun hún ekki spara fólki tíma heldur í reynd sólunda tíma. Það muni taka þá sem nota hana 15-20 min lengur að komast leiða sinna en þeir sem notast við annan fararmáta. Er þetta dæmigert fyrir þá skammsýni sem er í stjórnun borgarinnar og hvað meirihlutinn er úr takti við raunveruleikan. Lögð hefur verið áhersla á að útfæra samgöngumál borgarinnar í líkingu við það sem aðrar evrópskar borgir hafa gert án þess þó að reikna dæmið til enda út frá aðstæðum og því umhverfi sem hér er til staðar. Meirihlutinn hefur í reynd þrengt að einkabílnum kerfisbundið og eytt í það hundruðum milljóna og borið því fyrir að verið sé að móta nýja framtíðarstefnu í samgöngumálum. Þá er spurningin er borgarlínan framtíðarstefnan? Ef svo er þá má ljóst vera að það eru stór mistök. Það er mikil meinloka í því fólgin að vilja setja hér upp samgöngukerfi sem mun ekki ganga upp fjárhagslega og er ekki raunhæf lausn á samgönguvanda borgarbúa. Það þarf líka að hugsa þetta út frá þeirri staðreynd að borgin er höfuðborg allra landsmanna og ekki bara sniðin að einu póstnúmeri. Þá eru það önnur stór mál sem þarf að taka á eins og t.d. húsnæðismálin. Þar væri t.d. hægt að byrja á að skipulegga ný hverfi og auka valkosti í húsnæðismálum fyrir alla. Væri þá lag fyrir borgina að beita sér fyrir því að gera ungu fjölskyldufólki kleift að byggja sitt eigið húsnæði á borgarlandinu. Væri t.d. hægt að bjóða upp á ódýrari kosti hvað varðar byggingarland sem er nóg af í borgarlandinu. Þá þarf að draga úr þessari sjálfshreinsunarstefnu borgarinnar þar sem gengið er út frá því að borgin sé hreinsuð af veðuröflunum og að gróðurinn sjái um sig sjálfur, hér þarf að fara að slá og hreinsa eins og á góðum bæjum. Þrifa götur reglulega og skikka fyrirtæki í miðbænum til að hreinsa upp eftir sig og gera borgarbúa meðvitaðari um umhverfismál t.d. hvað varðar notkun á umbúðum eins og plasti. Þá þarf að leggja ofuráherslu á að gera börnum í borginni kleift að stunda íþróttir og tómstundir án kostnaðar en það er verulegt áhyggjuefni hvað sá kostnaður leggst þungt á rekstur heimilanna. Það er hætt við því að þáttaka barna í íþróttum og tómstundum ráðist af efnahag sem svo getur ýtt undir misskiptingu. Það á að vera sjálfsagður hlutur að börn eigi greiðan aðgang að íþróttum og tómstundum. Það er kominn kominn tími til að hreinsa til í borginni og kom málum í lag. Það er því kominn tími til að gefa Degi B. Eggertssyni frí sem og núverandi meirihluta. Raunhæfar lausnir á vanda borgarinnar verða að koma frá nýjum aðilum enda hefur borginni verið stýrt af sama meirihluta í að verða 8 ár með smávægilegum breytingum. Það er kominn tími til að gefa öðrum tækifæri til að láta verkin tala.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði RVK.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun