Þriggja metra hrossaskítur Hildur Björnsdóttir skrifar 14. apríl 2018 07:30 Í lok nítjándu aldar ógnaði ófyrirséður vandi stórborgum heims. Götur og torg voru ötuð hrossaskít - en tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga. Flugur sóttu í óþrifnaðinn og báru með sér heilsuspillandi sjúkdóma á borð við taugaveiki. Árið 1894 birti dagblaðið Times dómsdagsspá. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Engan óraði fyrir framhaldinu. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Fótafrár fákur var ekki lengur fýsilegur fararskjóti. Ferðamynstur breyttust. Þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Um götur Reykjavíkurborgar fara bílar um 800.000 ferðir daglega. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því óþarflega mikið vegpláss. Það tekur borgarbúa nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Við okkur blasir samgönguvandi. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu sem nemur 70.000 einstaklingum til ársins 2040. Ef samgöngumynstur breytast ekki munu tugþúsundir nýrra bifreiða birtast samhliða. Við óbreytt ástand mun vandinn einungis aukast. Reykjavíkurborg er skipulögð með þarfir bifreiða í huga. Borgarskipulag sem gerir íbúana háða bílum. Þetta skipulag þarf að laga. Við verðum að auka hlut annarra ferðamáta. Það gerum við ekki með þvingunum – það gerum við lífrænt - með ákjósanlegum valkostum. Fjárfesta þarf í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð á almannafé. Best er að bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Að skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum – borg sem veitir íbúum allra borgarhluta valkostinn að eiga ekki bíl. Við verðum að efla vistvæna samgöngumáta. Fjárfesta í stórbættum almenningssamgöngum samhliða skynsamlegum vegaumbótum. Bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Fagna tæknilausnum. Styðja við deilihagkerfið, rafbílavæða Reykjavík og hvetja til samflots í bílum. Minnka kolefnisspor og bæta nýtingu vega. Bjóða fleiri góða valkosti. Sýna ábyrgð. Samgönguvandinn er okkar eigin þriggja metra hrossaskítur. Bílaflotinn fer stækkandi og svifrykið er stjórnlaust. Bregðumst við. Gerum breytingar. Bjóðum fólki raunverulegt val. Skipuleggjum borg sem býður fleiri góða samgöngukosti. Skipuleggjum vistvænni borg - Reykjavík sem virkar. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í lok nítjándu aldar ógnaði ófyrirséður vandi stórborgum heims. Götur og torg voru ötuð hrossaskít - en tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga. Flugur sóttu í óþrifnaðinn og báru með sér heilsuspillandi sjúkdóma á borð við taugaveiki. Árið 1894 birti dagblaðið Times dómsdagsspá. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Engan óraði fyrir framhaldinu. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Fótafrár fákur var ekki lengur fýsilegur fararskjóti. Ferðamynstur breyttust. Þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Um götur Reykjavíkurborgar fara bílar um 800.000 ferðir daglega. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því óþarflega mikið vegpláss. Það tekur borgarbúa nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Við okkur blasir samgönguvandi. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu sem nemur 70.000 einstaklingum til ársins 2040. Ef samgöngumynstur breytast ekki munu tugþúsundir nýrra bifreiða birtast samhliða. Við óbreytt ástand mun vandinn einungis aukast. Reykjavíkurborg er skipulögð með þarfir bifreiða í huga. Borgarskipulag sem gerir íbúana háða bílum. Þetta skipulag þarf að laga. Við verðum að auka hlut annarra ferðamáta. Það gerum við ekki með þvingunum – það gerum við lífrænt - með ákjósanlegum valkostum. Fjárfesta þarf í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð á almannafé. Best er að bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Að skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum – borg sem veitir íbúum allra borgarhluta valkostinn að eiga ekki bíl. Við verðum að efla vistvæna samgöngumáta. Fjárfesta í stórbættum almenningssamgöngum samhliða skynsamlegum vegaumbótum. Bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Fagna tæknilausnum. Styðja við deilihagkerfið, rafbílavæða Reykjavík og hvetja til samflots í bílum. Minnka kolefnisspor og bæta nýtingu vega. Bjóða fleiri góða valkosti. Sýna ábyrgð. Samgönguvandinn er okkar eigin þriggja metra hrossaskítur. Bílaflotinn fer stækkandi og svifrykið er stjórnlaust. Bregðumst við. Gerum breytingar. Bjóðum fólki raunverulegt val. Skipuleggjum borg sem býður fleiri góða samgöngukosti. Skipuleggjum vistvænni borg - Reykjavík sem virkar. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun