Áhættunnar virði? Davíð Þorláksson skrifar 24. október 2018 08:00 Ég lofa að þessi Bakþanki er ekki um Braggann. Það er alkunna að opinberar framkvæmdir standast sjaldan kostnaðar- eða tímaáætlanir. Rannsókn frá Háskólanum í Reykjavík sýnir að opinberar innviðaframkvæmdir á Íslandi fara að meðaltali um 70% fram úr áætlun og 90% stórra framkvæmda fara bæði fram úr tíma og kostnaði. Bárujárnsklædd bogalaga bygging í Nauthólsvík, sem ég ætla ekki að nefna, er allt í senn besta og versta dæmið um framúrkeyrslu á opinberum framkvæmdum. Versta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar og besta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar. Flestir eiga auðveldara með að setja 757 þúsund króna strá í samhengi en 9 milljarða króna framúrkeyrslu á Vaðlaheiðargöngum. Það verður að beina þeirri þverpólitísku óánægju sem nú er uppi í þann farveg að endurhugsa hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum. Ein augljós leið er að sveitarfélög hætti að kaupa og endurgera gamlar fasteignir. Allir sem hafa gert upp gömul hús vita að það er áhættusamt. Best væri að eftirláta einkaaðilum að taka á sig þá áhættu en ekki að leyfa stjórnmála- og embættismönnum að gera það á áhættu skattgreiðenda. Sama gildir um innviðaframkvæmdir. Það ætti að eftirláta einkaaðilum oftar að taka á sig þá áhættu sem felst í uppbyggingu og rekstri innviða. Bent hefur verið á að um 2-300 milljarða króna innviðaverkefni séu nú í pípunum. Aðeins 20% framúrkeyrsla, sem meira að segja Pollýönnu myndi finnast ansi bjartsýnt viðmið, myndi duga til að byggja nýjan Landspítala. Það er því eftir miklu að slægjast með því að gera þetta betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég lofa að þessi Bakþanki er ekki um Braggann. Það er alkunna að opinberar framkvæmdir standast sjaldan kostnaðar- eða tímaáætlanir. Rannsókn frá Háskólanum í Reykjavík sýnir að opinberar innviðaframkvæmdir á Íslandi fara að meðaltali um 70% fram úr áætlun og 90% stórra framkvæmda fara bæði fram úr tíma og kostnaði. Bárujárnsklædd bogalaga bygging í Nauthólsvík, sem ég ætla ekki að nefna, er allt í senn besta og versta dæmið um framúrkeyrslu á opinberum framkvæmdum. Versta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar og besta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar. Flestir eiga auðveldara með að setja 757 þúsund króna strá í samhengi en 9 milljarða króna framúrkeyrslu á Vaðlaheiðargöngum. Það verður að beina þeirri þverpólitísku óánægju sem nú er uppi í þann farveg að endurhugsa hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum. Ein augljós leið er að sveitarfélög hætti að kaupa og endurgera gamlar fasteignir. Allir sem hafa gert upp gömul hús vita að það er áhættusamt. Best væri að eftirláta einkaaðilum að taka á sig þá áhættu en ekki að leyfa stjórnmála- og embættismönnum að gera það á áhættu skattgreiðenda. Sama gildir um innviðaframkvæmdir. Það ætti að eftirláta einkaaðilum oftar að taka á sig þá áhættu sem felst í uppbyggingu og rekstri innviða. Bent hefur verið á að um 2-300 milljarða króna innviðaverkefni séu nú í pípunum. Aðeins 20% framúrkeyrsla, sem meira að segja Pollýönnu myndi finnast ansi bjartsýnt viðmið, myndi duga til að byggja nýjan Landspítala. Það er því eftir miklu að slægjast með því að gera þetta betur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun