Mistök í borginni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Blessunarlega er mikil andstaða við þau áform að reisa hótel á Landsímareitnum, hjá þeim reit sem áður var Víkurkirkjugarður. Þeir sem gagnrýna þessa ákvörðun hvað harðast segja helgispjöll að byggja yfir kirkjugarð og raska ró þeirra sem þar hvíla. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem standa að byggingu hótels á svæðinu fullyrða hins vegar að það muni ekki rísa á sjálfum grafreitunum. Þannig er deilt um það hvort hótel verði í nálægð við grafreiti eða á grafreitum, en það breytir engu um það að forkastanlegt er að planta þarna niður hóteli. Ef það er eitthvað sem miðbærinn þarf síst á að halda þá er það enn eitt hótelið, og allra síst á þessum stað. Nýlega var haldinn fjölmennur mótmælafundur í Víkurgarði, enn ein tilraun til að koma viti fyrir þá stjórnmálamenn sem lögðu blessun sína yfir að hótel yrði reist þar. Þar tók til máls Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gáfuð og merk kona sem Íslendingar hafa í miklum hávegum. Hún hvetur borgaryfirvöld til að falla frá áformum um hótelbyggingu á þessum stað. Hún segist jafnframt vera tilbúin að vera í forsvari fyrir því að safna fyrir skaðabótum til framkvæmdaaðila þurfi að greiða þær. Víst er að almenningur myndi glaður leggja Vigdísi lið í þeirri söfnun. Þetta er mál sem vert er að berjast fyrir. Ekki er þó hægt að treysta á öfluga liðveislu stjórnmálamanna í þessu máli. Í Ráðhúsinu mæta stjórnmálamenn gagnrýni á hótelbyggingu á dýrmætu svæði með muldri um að ómögulegt sé að breyta því sem þegar hafi verið ákveðið. Það er máttlaust svar. Ef stjórnmálamenn gera mistök verða þeir að hafa manndóm í sér til að stíga fram, viðurkenna þau og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leiðrétta þau. Því miður er ekki nægur dugur í íslenskum stjórnmálamönnum og nær óþekkt er að þeir viðurkenni mistök, hvað þá að þeir sjái sóma sinn í því að bæta fyrir þau. Þegar kemur að skipulagsmálum miðbæjarins er engu líkara en borgarfulltrúar meirihlutans hafi glatað sjálfstæðri hugsun og séu orðnir strengjabrúður í höndum verktaka sem fá óheftir að valsa um miðbæinn og leggja sína dauðu hönd á verðmæt svæði. Nýtt pólitískt afl í borginni, Viðreisn, sem einhverjir bundu vonir við að hefði vott af samvisku í þessu máli, virðist vart með meðvitund. Úr þinghúsinu heyrist svo ekki margt, þingmenn láta nær allir eins og þeim komi málið ekki við. Þar hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verið svo að segja sá eini sem hefur látið í sér heyra þegar kemur að skipulagsmálum í borginni. Varnaðarorðum hans hefur verið mætt með hæðnishlátri pólitískra andstæðinga. Meirihluti borgarstjórnar hefur margbrugðist í þessu máli og furðulegt er að sjá hann gera sitt ýtrasta til að svipta miðbæinn sjarma sínum og sérstöðu. Gamli bærinn í Reykjavík er það fallegasta við borg sem í auknum mæli er farin að minna á hverja aðra hótelborg. Í stað þess að leyfa miðbænum að njóta sín virðist ætlunin að leyfa hótelbyggingum að gleypa hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Blessunarlega er mikil andstaða við þau áform að reisa hótel á Landsímareitnum, hjá þeim reit sem áður var Víkurkirkjugarður. Þeir sem gagnrýna þessa ákvörðun hvað harðast segja helgispjöll að byggja yfir kirkjugarð og raska ró þeirra sem þar hvíla. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem standa að byggingu hótels á svæðinu fullyrða hins vegar að það muni ekki rísa á sjálfum grafreitunum. Þannig er deilt um það hvort hótel verði í nálægð við grafreiti eða á grafreitum, en það breytir engu um það að forkastanlegt er að planta þarna niður hóteli. Ef það er eitthvað sem miðbærinn þarf síst á að halda þá er það enn eitt hótelið, og allra síst á þessum stað. Nýlega var haldinn fjölmennur mótmælafundur í Víkurgarði, enn ein tilraun til að koma viti fyrir þá stjórnmálamenn sem lögðu blessun sína yfir að hótel yrði reist þar. Þar tók til máls Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gáfuð og merk kona sem Íslendingar hafa í miklum hávegum. Hún hvetur borgaryfirvöld til að falla frá áformum um hótelbyggingu á þessum stað. Hún segist jafnframt vera tilbúin að vera í forsvari fyrir því að safna fyrir skaðabótum til framkvæmdaaðila þurfi að greiða þær. Víst er að almenningur myndi glaður leggja Vigdísi lið í þeirri söfnun. Þetta er mál sem vert er að berjast fyrir. Ekki er þó hægt að treysta á öfluga liðveislu stjórnmálamanna í þessu máli. Í Ráðhúsinu mæta stjórnmálamenn gagnrýni á hótelbyggingu á dýrmætu svæði með muldri um að ómögulegt sé að breyta því sem þegar hafi verið ákveðið. Það er máttlaust svar. Ef stjórnmálamenn gera mistök verða þeir að hafa manndóm í sér til að stíga fram, viðurkenna þau og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leiðrétta þau. Því miður er ekki nægur dugur í íslenskum stjórnmálamönnum og nær óþekkt er að þeir viðurkenni mistök, hvað þá að þeir sjái sóma sinn í því að bæta fyrir þau. Þegar kemur að skipulagsmálum miðbæjarins er engu líkara en borgarfulltrúar meirihlutans hafi glatað sjálfstæðri hugsun og séu orðnir strengjabrúður í höndum verktaka sem fá óheftir að valsa um miðbæinn og leggja sína dauðu hönd á verðmæt svæði. Nýtt pólitískt afl í borginni, Viðreisn, sem einhverjir bundu vonir við að hefði vott af samvisku í þessu máli, virðist vart með meðvitund. Úr þinghúsinu heyrist svo ekki margt, þingmenn láta nær allir eins og þeim komi málið ekki við. Þar hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verið svo að segja sá eini sem hefur látið í sér heyra þegar kemur að skipulagsmálum í borginni. Varnaðarorðum hans hefur verið mætt með hæðnishlátri pólitískra andstæðinga. Meirihluti borgarstjórnar hefur margbrugðist í þessu máli og furðulegt er að sjá hann gera sitt ýtrasta til að svipta miðbæinn sjarma sínum og sérstöðu. Gamli bærinn í Reykjavík er það fallegasta við borg sem í auknum mæli er farin að minna á hverja aðra hótelborg. Í stað þess að leyfa miðbænum að njóta sín virðist ætlunin að leyfa hótelbyggingum að gleypa hann.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun