Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2018 10:57 Pólverjar eru stórir framleiðendur kola. Kolafyrirtæki er á meðal bakhjarla COP24-loftslagsráðstefnunnar sem er haldin í Katowice og kol eru hluti af sýningu þar. Vísir/Getty Mannkynið fjarlægist markmið sín um að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og jók losun sína á gróðurhúsalofttegundum um hátt í þrjú prósent á þessu ári. Aukningin í losun hefur ekki verið meiri í sjö ár. Aðgerðir ríkja ganga ekki nógu langt og Bandaríkin sem eru annar stærsti losandinn hafa nær algerlega sagt sig úr lögum við önnur ríki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun hefur sett ný met nær árlega á þessari öld. Meginorsök hennar er bruni á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og gasi. Eftir stöðuga aukningu um um það bil 3% á ári framan af þessari öld stóð losunin svo gott sem í stað frá 2014 til 2016. Vonir vöknuðu þá um að viðsnúningur væri í sjónmáli. Í síðustu viku var hins vegar greint frá því að losunin hefði aftur tekið kipp í fyrra. Í spá Heimskolefnisverkefnisins (GCP) sem birt er á sama tíma og loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Katowice í Póllandi er gert ráð fyrir að losunin aukist um 2,7% á þessu ári, fast á hæla 1,6% aukningar í fyrra. Aukningin nú er sögð hafa verið mest í Kína, stærsta losanda heims, vegna aðgerða þarlendra stjórnvalda til að blása lífi í byggingariðnað. Losun Bandaríkjanna jókst einnig markvert þar sem óvanalega kaldur vetur og heitt sumar juku eftirspurn eftir orku. Kínverjar juku losun sína um nærri 5%, Indverjar 6% og Bandaríkjamenn 2,5%. Í Evrópusambandinu dróst losun hins vegar saman um tæpt prósent. Aukning í losun frá bílum er sögð hafa takmarkað árangur Evrópulanda. Samdráttur í losun vegna landnotkunar vó aðeins upp á móti aukningu sem kom frá jarðefnaeldsneyti og iðnaði, að því er segir í greiningu vefsíðunnar Carbon Brief. GCP spáir því að heildarlosun mannkynsins á þessu ári nemi 37,15 milljörðum tonna koltvísýrings og hefur hún aldrei verið meiri. Miðað við núverandi losun stefnir í að hnattræn hlýnun nái 3°C eða meira fyrir lok aldarinnar. Vísindamenn segja að aukinni hlýnun fylgi verri hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar auk þess sem hækkun yfirborðs sjávar muni ógna hundruð milljónum manna sem búa á strandsvæðum jarðar. „Við erum í vanda stödd. Við erum í djúpum vanda stödd með loftslagsbreytingar,“ sagði António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á loftslagsráðstefnunni í Póllandi.Drífa slæmra tíðinda varpar skugga á loftslagsfundinn Markmið fundarins í Katowice er að móta sameiginlegar reglur um hvernig aðildarríki Parísarsamkomulagsins telja fram og meta losun sína og aðgerðir til að draga úr henni. Washington Post segir að drífa slæmra tíðinda í loftslagsmálum hafi varpað skugga á fundinn. Í október birtu Sameinuðu þjóðirnar vísindaskýrslu um metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við 1,5°C miðað við tímann fyrir iðnbyltingu þar sem fram kom að mannkynið hefði aðeins um áratug til að draga úr losun sinni úr helming til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Frekari rannsóknir og greiningar benda til þess að vaxandi bil sé á milli boðaðra aðgerða ríkja heims til að draga úr losun og þess sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Ekki bætir úr skák að Bandaríkin, annar stærsti losandinn um þessar mundir og sögulega sá stærsti, hafa algerlega gefið eftir forystuhlutverk sitt í loftslagsmálum frá því í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í fyrra að hann ætlaði að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. Formlega gerist það ekki fyrr en í nóvember árið 2020.Einangrun Bandaríkjanna í alþjóðaamstarfi í tíð Trump er hvergi meira áberandi en í loftslagsmálum. Trump segist ekki trúa vísindalegum upplýsingum um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga.Vísir/EPAÍ millitíðinni hefur ríkisstjórn hans unnið að því að vinda ofan af öllum helstu loftslagsaðgerðum sem ákveðnar voru í tíð Obama. Þannig er búist við því að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilkynni um afnám reglna í dag sem mun auðvelda opnun nýrra kolaorkuvera. Trump og aðrir bandarískir háttsettir embættismenn hafa ítrekað hafnað því að samþykkja yfirlýsingar sem tengjast loftslagsaðgerðum á alþjóðlegum fundum síðustu tvö árin. „Þetta er nær algert afsal á ábyrgð. Við höfum virkilega, virkilega láti leiðtogahlutverkið frá okkur,“ segir Samantha Gross frá orku- og loftslagsverkefni Brookings-stofnunarinnar, bandarískrar hugveitu, við CNN-fréttastöðina. Ríkisstjórn Obama hafi haft mikið frumkvæði að því að koma Parísarsamkomulagi á og að fylgja því eftir. Gross segir að ekkert ríki hafi viljað eða getað tekið við því forystuhlutverki eftir að Bandaríkjastjórn undir Trump gekk úr skaftinu. Bandaríkin Evrópusambandið Kína Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Mannkynið fjarlægist markmið sín um að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og jók losun sína á gróðurhúsalofttegundum um hátt í þrjú prósent á þessu ári. Aukningin í losun hefur ekki verið meiri í sjö ár. Aðgerðir ríkja ganga ekki nógu langt og Bandaríkin sem eru annar stærsti losandinn hafa nær algerlega sagt sig úr lögum við önnur ríki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun hefur sett ný met nær árlega á þessari öld. Meginorsök hennar er bruni á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og gasi. Eftir stöðuga aukningu um um það bil 3% á ári framan af þessari öld stóð losunin svo gott sem í stað frá 2014 til 2016. Vonir vöknuðu þá um að viðsnúningur væri í sjónmáli. Í síðustu viku var hins vegar greint frá því að losunin hefði aftur tekið kipp í fyrra. Í spá Heimskolefnisverkefnisins (GCP) sem birt er á sama tíma og loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Katowice í Póllandi er gert ráð fyrir að losunin aukist um 2,7% á þessu ári, fast á hæla 1,6% aukningar í fyrra. Aukningin nú er sögð hafa verið mest í Kína, stærsta losanda heims, vegna aðgerða þarlendra stjórnvalda til að blása lífi í byggingariðnað. Losun Bandaríkjanna jókst einnig markvert þar sem óvanalega kaldur vetur og heitt sumar juku eftirspurn eftir orku. Kínverjar juku losun sína um nærri 5%, Indverjar 6% og Bandaríkjamenn 2,5%. Í Evrópusambandinu dróst losun hins vegar saman um tæpt prósent. Aukning í losun frá bílum er sögð hafa takmarkað árangur Evrópulanda. Samdráttur í losun vegna landnotkunar vó aðeins upp á móti aukningu sem kom frá jarðefnaeldsneyti og iðnaði, að því er segir í greiningu vefsíðunnar Carbon Brief. GCP spáir því að heildarlosun mannkynsins á þessu ári nemi 37,15 milljörðum tonna koltvísýrings og hefur hún aldrei verið meiri. Miðað við núverandi losun stefnir í að hnattræn hlýnun nái 3°C eða meira fyrir lok aldarinnar. Vísindamenn segja að aukinni hlýnun fylgi verri hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar auk þess sem hækkun yfirborðs sjávar muni ógna hundruð milljónum manna sem búa á strandsvæðum jarðar. „Við erum í vanda stödd. Við erum í djúpum vanda stödd með loftslagsbreytingar,“ sagði António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á loftslagsráðstefnunni í Póllandi.Drífa slæmra tíðinda varpar skugga á loftslagsfundinn Markmið fundarins í Katowice er að móta sameiginlegar reglur um hvernig aðildarríki Parísarsamkomulagsins telja fram og meta losun sína og aðgerðir til að draga úr henni. Washington Post segir að drífa slæmra tíðinda í loftslagsmálum hafi varpað skugga á fundinn. Í október birtu Sameinuðu þjóðirnar vísindaskýrslu um metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við 1,5°C miðað við tímann fyrir iðnbyltingu þar sem fram kom að mannkynið hefði aðeins um áratug til að draga úr losun sinni úr helming til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Frekari rannsóknir og greiningar benda til þess að vaxandi bil sé á milli boðaðra aðgerða ríkja heims til að draga úr losun og þess sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Ekki bætir úr skák að Bandaríkin, annar stærsti losandinn um þessar mundir og sögulega sá stærsti, hafa algerlega gefið eftir forystuhlutverk sitt í loftslagsmálum frá því í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í fyrra að hann ætlaði að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. Formlega gerist það ekki fyrr en í nóvember árið 2020.Einangrun Bandaríkjanna í alþjóðaamstarfi í tíð Trump er hvergi meira áberandi en í loftslagsmálum. Trump segist ekki trúa vísindalegum upplýsingum um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga.Vísir/EPAÍ millitíðinni hefur ríkisstjórn hans unnið að því að vinda ofan af öllum helstu loftslagsaðgerðum sem ákveðnar voru í tíð Obama. Þannig er búist við því að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilkynni um afnám reglna í dag sem mun auðvelda opnun nýrra kolaorkuvera. Trump og aðrir bandarískir háttsettir embættismenn hafa ítrekað hafnað því að samþykkja yfirlýsingar sem tengjast loftslagsaðgerðum á alþjóðlegum fundum síðustu tvö árin. „Þetta er nær algert afsal á ábyrgð. Við höfum virkilega, virkilega láti leiðtogahlutverkið frá okkur,“ segir Samantha Gross frá orku- og loftslagsverkefni Brookings-stofnunarinnar, bandarískrar hugveitu, við CNN-fréttastöðina. Ríkisstjórn Obama hafi haft mikið frumkvæði að því að koma Parísarsamkomulagi á og að fylgja því eftir. Gross segir að ekkert ríki hafi viljað eða getað tekið við því forystuhlutverki eftir að Bandaríkjastjórn undir Trump gekk úr skaftinu.
Bandaríkin Evrópusambandið Kína Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54
Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15
Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05
Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00