Ósætti um pálmatré þýsku leyniþjónustunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 11:45 Einn af pálmum Ulrich Brüschke, sem standa fyrir utan nýjar höfuðstöðvar Bundesnachrichtendienst. Getty/Steffi Loos Nýjar höfuðstöðvar þýsku leyniþjónustunnar, Bundesnachrichtendienst (BND), voru formlega vígðar við hátíðlega athöfn í Berlín í gær. Framkvæmdir tóku 12 ár en orðrómar um dularfull pálmatré skyggðu þó á langþráða opnunarhátíðina. Höfuðstöðvarnar eru alls 260 þúsund fermetrar að stærð og samanstanda meðal annars af 20 þúsund tonnum af stáli, 14 þúsund gluggum og um 12 þúsund hurðum. Um er að ræða stærstu heimkynni nokkurrar leyniþjónustu í heiminum þar sem um 4000 manns munu starfa. Byggingaframkvæmdirnar hófust fyrir 12 árum en ætlað var að þeim lyki árið 2011. Talið er að að byggingarkostnaðurinn hafi verið rúmlega milljarður evra, eða um 135 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að fyrstu starfsmennirnir hafi flutt inn árið 2017 voru hinar nýju, ógnarstóru höfuðstöðvar í Berlín ekki teknar formlega í gagnið fyrr en í gær og var það Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem fékk það hlutverk að vígja hið 135 þúsund rúmmetra ferlíki. Þrátt fyrir að Merkel hafi í ræðu sinni undirstrikað mikilvægi BND á viðsjárverðum tímum í alþjóðastjórnmálum eru þó ekki allir á einu máli. Ýmsir Þjóðverar kæra sig þannig ekkert um að þýska leyniþjónustan muni fá úr næstum milljarði evra að moða í ár til að stunda hin óræðu og oft gagnrýnisverðu starfsemi sína. Til að mynda var BND staðin að því að njósna um erlenda blaðamenn árið 2017, auk þess sem hún aðstoðaði bandaríska leyniþjónustu við umfangsmiklar hleranir sínar, sem Edward Snowden afhjúpaði árið 2013. Þá hafa margir sett spurningarmerki við dularfull pálmatré úr stáli sem sett hafa verið upp á lóð nýju höfuðstöðvanna. Margir óttuðust að leyniþjónustan hefði komið fyrir njósnabúnaði í trjánum til að fylgjast með ferðum þeirra sem eiga leið fram hjá höfuðstöðvunum, sem standa skammt frá rústum Berlínarmúrsins. Orðrómar um trén urðu svo háværir að þýska þingið neyddist í janúar síðastliðnum að senda frá sér yfirlýsingu - þar sem það var ítrekað að pálmarnir væru listaverk en ekki leynimakk. Þýskaland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Nýjar höfuðstöðvar þýsku leyniþjónustunnar, Bundesnachrichtendienst (BND), voru formlega vígðar við hátíðlega athöfn í Berlín í gær. Framkvæmdir tóku 12 ár en orðrómar um dularfull pálmatré skyggðu þó á langþráða opnunarhátíðina. Höfuðstöðvarnar eru alls 260 þúsund fermetrar að stærð og samanstanda meðal annars af 20 þúsund tonnum af stáli, 14 þúsund gluggum og um 12 þúsund hurðum. Um er að ræða stærstu heimkynni nokkurrar leyniþjónustu í heiminum þar sem um 4000 manns munu starfa. Byggingaframkvæmdirnar hófust fyrir 12 árum en ætlað var að þeim lyki árið 2011. Talið er að að byggingarkostnaðurinn hafi verið rúmlega milljarður evra, eða um 135 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að fyrstu starfsmennirnir hafi flutt inn árið 2017 voru hinar nýju, ógnarstóru höfuðstöðvar í Berlín ekki teknar formlega í gagnið fyrr en í gær og var það Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem fékk það hlutverk að vígja hið 135 þúsund rúmmetra ferlíki. Þrátt fyrir að Merkel hafi í ræðu sinni undirstrikað mikilvægi BND á viðsjárverðum tímum í alþjóðastjórnmálum eru þó ekki allir á einu máli. Ýmsir Þjóðverar kæra sig þannig ekkert um að þýska leyniþjónustan muni fá úr næstum milljarði evra að moða í ár til að stunda hin óræðu og oft gagnrýnisverðu starfsemi sína. Til að mynda var BND staðin að því að njósna um erlenda blaðamenn árið 2017, auk þess sem hún aðstoðaði bandaríska leyniþjónustu við umfangsmiklar hleranir sínar, sem Edward Snowden afhjúpaði árið 2013. Þá hafa margir sett spurningarmerki við dularfull pálmatré úr stáli sem sett hafa verið upp á lóð nýju höfuðstöðvanna. Margir óttuðust að leyniþjónustan hefði komið fyrir njósnabúnaði í trjánum til að fylgjast með ferðum þeirra sem eiga leið fram hjá höfuðstöðvunum, sem standa skammt frá rústum Berlínarmúrsins. Orðrómar um trén urðu svo háværir að þýska þingið neyddist í janúar síðastliðnum að senda frá sér yfirlýsingu - þar sem það var ítrekað að pálmarnir væru listaverk en ekki leynimakk.
Þýskaland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira