Mikilvægt skróp Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. mars 2019 08:00 Landssamtök íslenskra stúdenta sendu á dögunum frá sér tilkynningu þar sem bent var á að starfsfólk einhverra grunnskóla hefði lagst gegn því að börn og unglingar tækju sér frí frá skólastarfi til að mæta á útifundi þar sem stjórnvöld eru hvött til aðgerða í loftslagsmálum. Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. Það er leitt að slíkt sé tíðkað í skólastofnunum sem eiga einmitt að stuðla að því að auka þroska nemenda og efla sjálfstæði þeirra og sköpunargáfu. Fögur orð í námskrá skipta engu ef reynt er að berja niður sjálfstæði nemenda um leið og þeir sýna í verki að þeir hafa samfélagslega vitund og vilja bregðast við í samræmi við það. Nú blasir við að mannkynið stendur frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum stefna lífi á jörðinni í stórhættu. Lengi má sitja í skólastofum og býsnast yfir þeirri stöðu mála og harma hversu illa sé komið fyrir jörðinni og íbúum hennar. Þá má skipta nemendum í hópa og láta þá ræða sín á milli hvernig eigi að gera heiminn betri og lífvænlegri, en það skilar í sjálfu sér engu, nema þá velmeinandi hugsun. Ekki er ástæða til að gera lítið úr henni en það þarf svo miklu meira til, sem sagt aðgerðir og þær strax. Víða um heim streyma börn og unglingar út úr skólastofunum til að mæta á mótmælafundi og krefjast þess að gripið sé til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Það getur ekki verið neitt rangt við þessa fundi. Samt berast stöðugt fréttir af óánægðum skólayfirvöldum sem segja skróp nemenda ekki réttu leiðina, alls ekki megi riðla mikilvægu skólastarfi og setja starf kennara í uppnám. Þarna er stofnanahugsunin algjör og opinberar það viðhorf að skólinn sé geymsla, þar eigi að koma ungu fólki fyrir og það eigi að sitja stillt og hlýðið og læra samkvæmt námskrá. Ekki er talið æskilegt að þetta unga fólk fái of mikið af hugdettum um að gerast meðvitaðir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, enda mun það skapa alls kyns vesen fyrir skólayfirvöld. Furðulegt er til þess að hugsa að einhverjir nemendur fái skróp í kladdann fyrir að mæta á fundi og hvetja til þess að heiminum verði bjargað frá þeirri eyðingu sem við honum blasir. Þeir ættu að fá stjörnu í kladdann fyrir að setja umhverfisvernd í forgang. Sennilega er það innbyggt í skólayfirvöld að þau viti betur en hinir ungu nemendur. Þannig er það nú samt ekki og nú ættu hinir fullorðnu að hafa vit á að taka undir með ungmennunum. Í tilkynningu Landssambands íslenskra stúdenta kemur fram að þótt starfsfólk einhverra grunnskóla streitist á móti því að nemendur yfirgefi skólann til að taka þátt í mótmælum þá séu dæmi um að kennarar hafi mætt þangað með nemendur sína. Þar eru kennarar sem skilja mikilvægi þess að rödd æskunnar heyrist í heimi þar sem svo margt þarf að laga. Loftslagsverkfall verður haldið á Austurvelli á morgun, föstudag. Þar ættu kennarar að slást í hópinn með nemendum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta sendu á dögunum frá sér tilkynningu þar sem bent var á að starfsfólk einhverra grunnskóla hefði lagst gegn því að börn og unglingar tækju sér frí frá skólastarfi til að mæta á útifundi þar sem stjórnvöld eru hvött til aðgerða í loftslagsmálum. Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. Það er leitt að slíkt sé tíðkað í skólastofnunum sem eiga einmitt að stuðla að því að auka þroska nemenda og efla sjálfstæði þeirra og sköpunargáfu. Fögur orð í námskrá skipta engu ef reynt er að berja niður sjálfstæði nemenda um leið og þeir sýna í verki að þeir hafa samfélagslega vitund og vilja bregðast við í samræmi við það. Nú blasir við að mannkynið stendur frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum stefna lífi á jörðinni í stórhættu. Lengi má sitja í skólastofum og býsnast yfir þeirri stöðu mála og harma hversu illa sé komið fyrir jörðinni og íbúum hennar. Þá má skipta nemendum í hópa og láta þá ræða sín á milli hvernig eigi að gera heiminn betri og lífvænlegri, en það skilar í sjálfu sér engu, nema þá velmeinandi hugsun. Ekki er ástæða til að gera lítið úr henni en það þarf svo miklu meira til, sem sagt aðgerðir og þær strax. Víða um heim streyma börn og unglingar út úr skólastofunum til að mæta á mótmælafundi og krefjast þess að gripið sé til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Það getur ekki verið neitt rangt við þessa fundi. Samt berast stöðugt fréttir af óánægðum skólayfirvöldum sem segja skróp nemenda ekki réttu leiðina, alls ekki megi riðla mikilvægu skólastarfi og setja starf kennara í uppnám. Þarna er stofnanahugsunin algjör og opinberar það viðhorf að skólinn sé geymsla, þar eigi að koma ungu fólki fyrir og það eigi að sitja stillt og hlýðið og læra samkvæmt námskrá. Ekki er talið æskilegt að þetta unga fólk fái of mikið af hugdettum um að gerast meðvitaðir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, enda mun það skapa alls kyns vesen fyrir skólayfirvöld. Furðulegt er til þess að hugsa að einhverjir nemendur fái skróp í kladdann fyrir að mæta á fundi og hvetja til þess að heiminum verði bjargað frá þeirri eyðingu sem við honum blasir. Þeir ættu að fá stjörnu í kladdann fyrir að setja umhverfisvernd í forgang. Sennilega er það innbyggt í skólayfirvöld að þau viti betur en hinir ungu nemendur. Þannig er það nú samt ekki og nú ættu hinir fullorðnu að hafa vit á að taka undir með ungmennunum. Í tilkynningu Landssambands íslenskra stúdenta kemur fram að þótt starfsfólk einhverra grunnskóla streitist á móti því að nemendur yfirgefi skólann til að taka þátt í mótmælum þá séu dæmi um að kennarar hafi mætt þangað með nemendur sína. Þar eru kennarar sem skilja mikilvægi þess að rödd æskunnar heyrist í heimi þar sem svo margt þarf að laga. Loftslagsverkfall verður haldið á Austurvelli á morgun, föstudag. Þar ættu kennarar að slást í hópinn með nemendum sínum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun