Mikilvægt skróp Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. mars 2019 08:00 Landssamtök íslenskra stúdenta sendu á dögunum frá sér tilkynningu þar sem bent var á að starfsfólk einhverra grunnskóla hefði lagst gegn því að börn og unglingar tækju sér frí frá skólastarfi til að mæta á útifundi þar sem stjórnvöld eru hvött til aðgerða í loftslagsmálum. Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. Það er leitt að slíkt sé tíðkað í skólastofnunum sem eiga einmitt að stuðla að því að auka þroska nemenda og efla sjálfstæði þeirra og sköpunargáfu. Fögur orð í námskrá skipta engu ef reynt er að berja niður sjálfstæði nemenda um leið og þeir sýna í verki að þeir hafa samfélagslega vitund og vilja bregðast við í samræmi við það. Nú blasir við að mannkynið stendur frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum stefna lífi á jörðinni í stórhættu. Lengi má sitja í skólastofum og býsnast yfir þeirri stöðu mála og harma hversu illa sé komið fyrir jörðinni og íbúum hennar. Þá má skipta nemendum í hópa og láta þá ræða sín á milli hvernig eigi að gera heiminn betri og lífvænlegri, en það skilar í sjálfu sér engu, nema þá velmeinandi hugsun. Ekki er ástæða til að gera lítið úr henni en það þarf svo miklu meira til, sem sagt aðgerðir og þær strax. Víða um heim streyma börn og unglingar út úr skólastofunum til að mæta á mótmælafundi og krefjast þess að gripið sé til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Það getur ekki verið neitt rangt við þessa fundi. Samt berast stöðugt fréttir af óánægðum skólayfirvöldum sem segja skróp nemenda ekki réttu leiðina, alls ekki megi riðla mikilvægu skólastarfi og setja starf kennara í uppnám. Þarna er stofnanahugsunin algjör og opinberar það viðhorf að skólinn sé geymsla, þar eigi að koma ungu fólki fyrir og það eigi að sitja stillt og hlýðið og læra samkvæmt námskrá. Ekki er talið æskilegt að þetta unga fólk fái of mikið af hugdettum um að gerast meðvitaðir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, enda mun það skapa alls kyns vesen fyrir skólayfirvöld. Furðulegt er til þess að hugsa að einhverjir nemendur fái skróp í kladdann fyrir að mæta á fundi og hvetja til þess að heiminum verði bjargað frá þeirri eyðingu sem við honum blasir. Þeir ættu að fá stjörnu í kladdann fyrir að setja umhverfisvernd í forgang. Sennilega er það innbyggt í skólayfirvöld að þau viti betur en hinir ungu nemendur. Þannig er það nú samt ekki og nú ættu hinir fullorðnu að hafa vit á að taka undir með ungmennunum. Í tilkynningu Landssambands íslenskra stúdenta kemur fram að þótt starfsfólk einhverra grunnskóla streitist á móti því að nemendur yfirgefi skólann til að taka þátt í mótmælum þá séu dæmi um að kennarar hafi mætt þangað með nemendur sína. Þar eru kennarar sem skilja mikilvægi þess að rödd æskunnar heyrist í heimi þar sem svo margt þarf að laga. Loftslagsverkfall verður haldið á Austurvelli á morgun, föstudag. Þar ættu kennarar að slást í hópinn með nemendum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta sendu á dögunum frá sér tilkynningu þar sem bent var á að starfsfólk einhverra grunnskóla hefði lagst gegn því að börn og unglingar tækju sér frí frá skólastarfi til að mæta á útifundi þar sem stjórnvöld eru hvött til aðgerða í loftslagsmálum. Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. Það er leitt að slíkt sé tíðkað í skólastofnunum sem eiga einmitt að stuðla að því að auka þroska nemenda og efla sjálfstæði þeirra og sköpunargáfu. Fögur orð í námskrá skipta engu ef reynt er að berja niður sjálfstæði nemenda um leið og þeir sýna í verki að þeir hafa samfélagslega vitund og vilja bregðast við í samræmi við það. Nú blasir við að mannkynið stendur frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum stefna lífi á jörðinni í stórhættu. Lengi má sitja í skólastofum og býsnast yfir þeirri stöðu mála og harma hversu illa sé komið fyrir jörðinni og íbúum hennar. Þá má skipta nemendum í hópa og láta þá ræða sín á milli hvernig eigi að gera heiminn betri og lífvænlegri, en það skilar í sjálfu sér engu, nema þá velmeinandi hugsun. Ekki er ástæða til að gera lítið úr henni en það þarf svo miklu meira til, sem sagt aðgerðir og þær strax. Víða um heim streyma börn og unglingar út úr skólastofunum til að mæta á mótmælafundi og krefjast þess að gripið sé til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Það getur ekki verið neitt rangt við þessa fundi. Samt berast stöðugt fréttir af óánægðum skólayfirvöldum sem segja skróp nemenda ekki réttu leiðina, alls ekki megi riðla mikilvægu skólastarfi og setja starf kennara í uppnám. Þarna er stofnanahugsunin algjör og opinberar það viðhorf að skólinn sé geymsla, þar eigi að koma ungu fólki fyrir og það eigi að sitja stillt og hlýðið og læra samkvæmt námskrá. Ekki er talið æskilegt að þetta unga fólk fái of mikið af hugdettum um að gerast meðvitaðir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, enda mun það skapa alls kyns vesen fyrir skólayfirvöld. Furðulegt er til þess að hugsa að einhverjir nemendur fái skróp í kladdann fyrir að mæta á fundi og hvetja til þess að heiminum verði bjargað frá þeirri eyðingu sem við honum blasir. Þeir ættu að fá stjörnu í kladdann fyrir að setja umhverfisvernd í forgang. Sennilega er það innbyggt í skólayfirvöld að þau viti betur en hinir ungu nemendur. Þannig er það nú samt ekki og nú ættu hinir fullorðnu að hafa vit á að taka undir með ungmennunum. Í tilkynningu Landssambands íslenskra stúdenta kemur fram að þótt starfsfólk einhverra grunnskóla streitist á móti því að nemendur yfirgefi skólann til að taka þátt í mótmælum þá séu dæmi um að kennarar hafi mætt þangað með nemendur sína. Þar eru kennarar sem skilja mikilvægi þess að rödd æskunnar heyrist í heimi þar sem svo margt þarf að laga. Loftslagsverkfall verður haldið á Austurvelli á morgun, föstudag. Þar ættu kennarar að slást í hópinn með nemendum sínum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun