Mikilvægt skróp Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. mars 2019 08:00 Landssamtök íslenskra stúdenta sendu á dögunum frá sér tilkynningu þar sem bent var á að starfsfólk einhverra grunnskóla hefði lagst gegn því að börn og unglingar tækju sér frí frá skólastarfi til að mæta á útifundi þar sem stjórnvöld eru hvött til aðgerða í loftslagsmálum. Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. Það er leitt að slíkt sé tíðkað í skólastofnunum sem eiga einmitt að stuðla að því að auka þroska nemenda og efla sjálfstæði þeirra og sköpunargáfu. Fögur orð í námskrá skipta engu ef reynt er að berja niður sjálfstæði nemenda um leið og þeir sýna í verki að þeir hafa samfélagslega vitund og vilja bregðast við í samræmi við það. Nú blasir við að mannkynið stendur frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum stefna lífi á jörðinni í stórhættu. Lengi má sitja í skólastofum og býsnast yfir þeirri stöðu mála og harma hversu illa sé komið fyrir jörðinni og íbúum hennar. Þá má skipta nemendum í hópa og láta þá ræða sín á milli hvernig eigi að gera heiminn betri og lífvænlegri, en það skilar í sjálfu sér engu, nema þá velmeinandi hugsun. Ekki er ástæða til að gera lítið úr henni en það þarf svo miklu meira til, sem sagt aðgerðir og þær strax. Víða um heim streyma börn og unglingar út úr skólastofunum til að mæta á mótmælafundi og krefjast þess að gripið sé til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Það getur ekki verið neitt rangt við þessa fundi. Samt berast stöðugt fréttir af óánægðum skólayfirvöldum sem segja skróp nemenda ekki réttu leiðina, alls ekki megi riðla mikilvægu skólastarfi og setja starf kennara í uppnám. Þarna er stofnanahugsunin algjör og opinberar það viðhorf að skólinn sé geymsla, þar eigi að koma ungu fólki fyrir og það eigi að sitja stillt og hlýðið og læra samkvæmt námskrá. Ekki er talið æskilegt að þetta unga fólk fái of mikið af hugdettum um að gerast meðvitaðir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, enda mun það skapa alls kyns vesen fyrir skólayfirvöld. Furðulegt er til þess að hugsa að einhverjir nemendur fái skróp í kladdann fyrir að mæta á fundi og hvetja til þess að heiminum verði bjargað frá þeirri eyðingu sem við honum blasir. Þeir ættu að fá stjörnu í kladdann fyrir að setja umhverfisvernd í forgang. Sennilega er það innbyggt í skólayfirvöld að þau viti betur en hinir ungu nemendur. Þannig er það nú samt ekki og nú ættu hinir fullorðnu að hafa vit á að taka undir með ungmennunum. Í tilkynningu Landssambands íslenskra stúdenta kemur fram að þótt starfsfólk einhverra grunnskóla streitist á móti því að nemendur yfirgefi skólann til að taka þátt í mótmælum þá séu dæmi um að kennarar hafi mætt þangað með nemendur sína. Þar eru kennarar sem skilja mikilvægi þess að rödd æskunnar heyrist í heimi þar sem svo margt þarf að laga. Loftslagsverkfall verður haldið á Austurvelli á morgun, föstudag. Þar ættu kennarar að slást í hópinn með nemendum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta sendu á dögunum frá sér tilkynningu þar sem bent var á að starfsfólk einhverra grunnskóla hefði lagst gegn því að börn og unglingar tækju sér frí frá skólastarfi til að mæta á útifundi þar sem stjórnvöld eru hvött til aðgerða í loftslagsmálum. Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. Það er leitt að slíkt sé tíðkað í skólastofnunum sem eiga einmitt að stuðla að því að auka þroska nemenda og efla sjálfstæði þeirra og sköpunargáfu. Fögur orð í námskrá skipta engu ef reynt er að berja niður sjálfstæði nemenda um leið og þeir sýna í verki að þeir hafa samfélagslega vitund og vilja bregðast við í samræmi við það. Nú blasir við að mannkynið stendur frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum stefna lífi á jörðinni í stórhættu. Lengi má sitja í skólastofum og býsnast yfir þeirri stöðu mála og harma hversu illa sé komið fyrir jörðinni og íbúum hennar. Þá má skipta nemendum í hópa og láta þá ræða sín á milli hvernig eigi að gera heiminn betri og lífvænlegri, en það skilar í sjálfu sér engu, nema þá velmeinandi hugsun. Ekki er ástæða til að gera lítið úr henni en það þarf svo miklu meira til, sem sagt aðgerðir og þær strax. Víða um heim streyma börn og unglingar út úr skólastofunum til að mæta á mótmælafundi og krefjast þess að gripið sé til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Það getur ekki verið neitt rangt við þessa fundi. Samt berast stöðugt fréttir af óánægðum skólayfirvöldum sem segja skróp nemenda ekki réttu leiðina, alls ekki megi riðla mikilvægu skólastarfi og setja starf kennara í uppnám. Þarna er stofnanahugsunin algjör og opinberar það viðhorf að skólinn sé geymsla, þar eigi að koma ungu fólki fyrir og það eigi að sitja stillt og hlýðið og læra samkvæmt námskrá. Ekki er talið æskilegt að þetta unga fólk fái of mikið af hugdettum um að gerast meðvitaðir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, enda mun það skapa alls kyns vesen fyrir skólayfirvöld. Furðulegt er til þess að hugsa að einhverjir nemendur fái skróp í kladdann fyrir að mæta á fundi og hvetja til þess að heiminum verði bjargað frá þeirri eyðingu sem við honum blasir. Þeir ættu að fá stjörnu í kladdann fyrir að setja umhverfisvernd í forgang. Sennilega er það innbyggt í skólayfirvöld að þau viti betur en hinir ungu nemendur. Þannig er það nú samt ekki og nú ættu hinir fullorðnu að hafa vit á að taka undir með ungmennunum. Í tilkynningu Landssambands íslenskra stúdenta kemur fram að þótt starfsfólk einhverra grunnskóla streitist á móti því að nemendur yfirgefi skólann til að taka þátt í mótmælum þá séu dæmi um að kennarar hafi mætt þangað með nemendur sína. Þar eru kennarar sem skilja mikilvægi þess að rödd æskunnar heyrist í heimi þar sem svo margt þarf að laga. Loftslagsverkfall verður haldið á Austurvelli á morgun, föstudag. Þar ættu kennarar að slást í hópinn með nemendum sínum.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun