Fjölbreytileiki lífríkis og ábyrgð Íslendinga Högni Hansson og Úlfur Árnason skrifar 24. júlí 2019 08:00 Nú á dögum kemur hver skýrslan á fætur annarri um tegundadauða og ástand lífríkisins. Sumir sérfræðingar telja að útrýming jurta- og dýralífs sé jafn hættuleg framtíð okkar á jörðinni og loftslagsbreytingarnar. Íslendingar hafa ekki úr háum söðli að detta þegar rætt er um fækkun tegunda og umhverfisvernd. Saga okkar er ekkert of fögur. Forfeður okkar komu að skógiklæddu landi en tókst á stuttum tíma að eyða skóginum uns aðeins litlar leifar voru eftir. Geirfuglinn er samt sú tegund sem flestir munu nefna ef spurt væri um útrýmingu tegunda á Íslandi. Haförninn var í stórri hættu þegar hann var friðaður 1923. Gróðureyðingin vegna ofbeitar er annað þekkt dæmi sem hver og einn getur séð. Stórfelldasta aðgerðin sem breytti vistkerfinu var þurrkun votlendis sem varð til þess að fjöldi mófugla hvarf þegar kjörlendi þeirra var spillt. Önnur hætta sem ógnar lífríkinu eru ágengar tegundir sem íslenskar tegundir geta ekki keppt við. Skýrasta dæmið er minkurinn sem á engan óvin meðal annarra tegunda sem ógna honum. Lúpínan er annað dæmi um ágenga tegund. Allt eru þetta dæmi úr fortíðinni þó ekki sé langt um liðið síðan sumt af þessu átti sér stað. Hvernig skyldi ástandið vera núna? Hér fylgja nokkur dæmi sem líta má á sem víti til varnaðar. Eitt dæmið snertir aðgerðarleysi við verndun silungsstofna við framkvæmdir, t.d. laxastigabyggingu, sem veita laxi inn á svæði þar sem fyrir eru staðbundnir og aðlagaðir silungsstofnar. Þetta á einkum við urriðastofna þar eð urriðinn ver í mörgum tilvikum ákveðin svæði og veiðist því upp á skömmum tíma á svæðum þar sem laxveiðar leyfast. Annað dæmi snertir lostaveiði í Þingvallavatni þar sem svokallaður stórveiðimaður veiðir samkvæmt frétt 174 urriða og sleppir svo fiskunum aftur í vatnið. Þeir fiskar sem lifa af hrekjast að öllum líkindum frá þeim svæðum sem þeir hafa tileinkað sér. Að leyfa níðslu sem þessa í sjálfum þjóðgarði Íslands er háðulegt auk þess sem atferlið veldur röskun á þeim stofni eða deilistofni sem um er að ræða. Þriðja dæmið víkur að veiði á ígulkerjum og öðrum botnbundnum lífverum. Við þessar veiðar eru notaðir plógar sem rífa upp hafsbotninn og getur hver sem er ímyndað sér hvernig umhorfs er þar sem plógnum hefur verið beitt. Eitt síendurtekið dæmi er laxeldi í sjó. Ótal sinnum hafa borist fréttir um laxa sem sleppa úr kvíum án þess að framleiðandinn geti einu sinni gert grein fyrir hve margir sluppu. Hér er sleppingin eða strokið samt ekki aðalmálið heldur þær stórfelldu lífríkisskemmdir sem tengjast þessum framkvæmdum. Hér er ferlið augljóst þar sem dæmin eru fjölmörg frá Noregi, Skotlandi og Írlandi. Við látum okkur nægja þessi dæmi, en af nógu er að taka. Hugsanleg skýring á því sem gerðist fyrir aldamótin 2000 er þekkingarleysi. Guðmundur Bárðarson varaði við að færa minkinn inn í landið, en í mörgum hinna dæmanna virðast menn hafa verið í góðri trú. Hvað er að segja um nýjustu dæmin? Lítið sem ekkert virðist hafa verið gert til að sporna við skaðlegu framferði þrátt fyrir að hættan fyrir lífríkið sé augljós. Laxeldið er svo til það eina sem virðist vera til umsagnar í fjölmiðlum á sama tíma og sókn í annað líf og vistarverur þess er ekki til umræðu. Svo virðist sem verndun lífríkisins á Íslandi sé veikburða og sundruð á margan hátt og nauðsyn sé á breytingu í stjórnun þessara mála. Í þessu skyni ættu umhverfisyfirvöld að hafa yfirumsjón og heildareftirlit með öllum þeim aðgerðum sem snerta íslenska náttúru og íslenskt lífríki. Hér virðist það vera aðkallandi að gera þær breytingar á löggjöfinni sem nauðsynlegar eru til að gera náttúruverndinni hærra undir höfði en nú er þar sem núverandi umræða virðist í stórum mæli snúast um auðlindir. Þannig virðist verndun þess hluta lífríkisins sem ekki telst til auðlindanna mæta afgangi og stjórnun þess vera á valdi þeirra sem hafa takmarkaðan vilja til að vernda þetta ríki. Umræðan virðist snúast meira um þá röskun sem sést með berum augum eins og utanvegaakstur, en ekki þau spjöll sem eru falin á sjávarbotni. Brottfall tegunda, afbrigða og deilitegunda vekur minni athygli. Aðgerða er þörf.Högni Hansson, kennari við Stofnun um umhverfisvernd og loftslagsbreytingar við Háskólann í Lundi, og Úlfur Árnaso, prófessor emeritus í erfðafræði við Háskólann í Lundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dýr Loftslagsmál Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögum kemur hver skýrslan á fætur annarri um tegundadauða og ástand lífríkisins. Sumir sérfræðingar telja að útrýming jurta- og dýralífs sé jafn hættuleg framtíð okkar á jörðinni og loftslagsbreytingarnar. Íslendingar hafa ekki úr háum söðli að detta þegar rætt er um fækkun tegunda og umhverfisvernd. Saga okkar er ekkert of fögur. Forfeður okkar komu að skógiklæddu landi en tókst á stuttum tíma að eyða skóginum uns aðeins litlar leifar voru eftir. Geirfuglinn er samt sú tegund sem flestir munu nefna ef spurt væri um útrýmingu tegunda á Íslandi. Haförninn var í stórri hættu þegar hann var friðaður 1923. Gróðureyðingin vegna ofbeitar er annað þekkt dæmi sem hver og einn getur séð. Stórfelldasta aðgerðin sem breytti vistkerfinu var þurrkun votlendis sem varð til þess að fjöldi mófugla hvarf þegar kjörlendi þeirra var spillt. Önnur hætta sem ógnar lífríkinu eru ágengar tegundir sem íslenskar tegundir geta ekki keppt við. Skýrasta dæmið er minkurinn sem á engan óvin meðal annarra tegunda sem ógna honum. Lúpínan er annað dæmi um ágenga tegund. Allt eru þetta dæmi úr fortíðinni þó ekki sé langt um liðið síðan sumt af þessu átti sér stað. Hvernig skyldi ástandið vera núna? Hér fylgja nokkur dæmi sem líta má á sem víti til varnaðar. Eitt dæmið snertir aðgerðarleysi við verndun silungsstofna við framkvæmdir, t.d. laxastigabyggingu, sem veita laxi inn á svæði þar sem fyrir eru staðbundnir og aðlagaðir silungsstofnar. Þetta á einkum við urriðastofna þar eð urriðinn ver í mörgum tilvikum ákveðin svæði og veiðist því upp á skömmum tíma á svæðum þar sem laxveiðar leyfast. Annað dæmi snertir lostaveiði í Þingvallavatni þar sem svokallaður stórveiðimaður veiðir samkvæmt frétt 174 urriða og sleppir svo fiskunum aftur í vatnið. Þeir fiskar sem lifa af hrekjast að öllum líkindum frá þeim svæðum sem þeir hafa tileinkað sér. Að leyfa níðslu sem þessa í sjálfum þjóðgarði Íslands er háðulegt auk þess sem atferlið veldur röskun á þeim stofni eða deilistofni sem um er að ræða. Þriðja dæmið víkur að veiði á ígulkerjum og öðrum botnbundnum lífverum. Við þessar veiðar eru notaðir plógar sem rífa upp hafsbotninn og getur hver sem er ímyndað sér hvernig umhorfs er þar sem plógnum hefur verið beitt. Eitt síendurtekið dæmi er laxeldi í sjó. Ótal sinnum hafa borist fréttir um laxa sem sleppa úr kvíum án þess að framleiðandinn geti einu sinni gert grein fyrir hve margir sluppu. Hér er sleppingin eða strokið samt ekki aðalmálið heldur þær stórfelldu lífríkisskemmdir sem tengjast þessum framkvæmdum. Hér er ferlið augljóst þar sem dæmin eru fjölmörg frá Noregi, Skotlandi og Írlandi. Við látum okkur nægja þessi dæmi, en af nógu er að taka. Hugsanleg skýring á því sem gerðist fyrir aldamótin 2000 er þekkingarleysi. Guðmundur Bárðarson varaði við að færa minkinn inn í landið, en í mörgum hinna dæmanna virðast menn hafa verið í góðri trú. Hvað er að segja um nýjustu dæmin? Lítið sem ekkert virðist hafa verið gert til að sporna við skaðlegu framferði þrátt fyrir að hættan fyrir lífríkið sé augljós. Laxeldið er svo til það eina sem virðist vera til umsagnar í fjölmiðlum á sama tíma og sókn í annað líf og vistarverur þess er ekki til umræðu. Svo virðist sem verndun lífríkisins á Íslandi sé veikburða og sundruð á margan hátt og nauðsyn sé á breytingu í stjórnun þessara mála. Í þessu skyni ættu umhverfisyfirvöld að hafa yfirumsjón og heildareftirlit með öllum þeim aðgerðum sem snerta íslenska náttúru og íslenskt lífríki. Hér virðist það vera aðkallandi að gera þær breytingar á löggjöfinni sem nauðsynlegar eru til að gera náttúruverndinni hærra undir höfði en nú er þar sem núverandi umræða virðist í stórum mæli snúast um auðlindir. Þannig virðist verndun þess hluta lífríkisins sem ekki telst til auðlindanna mæta afgangi og stjórnun þess vera á valdi þeirra sem hafa takmarkaðan vilja til að vernda þetta ríki. Umræðan virðist snúast meira um þá röskun sem sést með berum augum eins og utanvegaakstur, en ekki þau spjöll sem eru falin á sjávarbotni. Brottfall tegunda, afbrigða og deilitegunda vekur minni athygli. Aðgerða er þörf.Högni Hansson, kennari við Stofnun um umhverfisvernd og loftslagsbreytingar við Háskólann í Lundi, og Úlfur Árnaso, prófessor emeritus í erfðafræði við Háskólann í Lundi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun