Tvö skref til baka Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Boris, nýr forsætisráðherra Breta, slær mig frekar illa. Af sögu hans og ummælum að dæma virðist hann vera af kynslóð hinna óhæfu sem núna sest í valdastóla heims. Það er kannski ekki alveg út í bláinn sem fólk veltir fyrir sér orsakasambandi þess að fara með pólitísk völd heimsins og að vera með lélegt gult hár. Ég var í hópi þeirra sem upplifðu það sem algjört slys þegar Trump sigraði Clinton. Trúði því aldrei að þannig gæti farið þó að tölurnar segðu annað. Það nálgaðist áfall að sjá hann sem forseta. Forsetatíð hans hefur reynst standa fyllilega undir væntingum um frammistöðu og ummæli. En auðvitað var sigurinn ekki skyndilegt slys. Sigurinn átti sér aðdraganda og kosningabaráttan var gegn sterkum frambjóðanda demókrata. Álitsgjafar og fjölmiðlar brostu að barnalegum fullyrðingum og einföldum línum og niðurstaðan varð að línurnar sigruðu staðreyndir. Og nú er allt eins líklegt að hann verði endurkjörinn, aftur með því að boða ljóta heimsmynd sem ekki stenst skoðun. Það var heldur ekki alveg á einni nóttu sem Bretar fengu Boris, sem öfugt við Trump þykir stundum sniðugur. Lykillinn að árangri hans virðist byggja á sömu formúlu, á línum og frösum sem staðreyndir virðast illa bíta á, fyrir utan að vera með sama hárskerann og klæðskera með skerta rýmisgreind. Trump sem forseti á eftir Obama var sögulegt bakslag og sýnir að sagan og framþróun er ekki alltaf bein lína heldur stundum hlykkjóttur vegur. Eitt skref áfram og tvö til baka. Með Trump voru skrefin til baka að vísu umtalsvert fleiri. Sigur þessara tveggja manna, og fleiri raunar, undirstrikar rækilega mikilvægi þess að staðreyndir fái vægi í umræðunni. Það á líka við um Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Boris, nýr forsætisráðherra Breta, slær mig frekar illa. Af sögu hans og ummælum að dæma virðist hann vera af kynslóð hinna óhæfu sem núna sest í valdastóla heims. Það er kannski ekki alveg út í bláinn sem fólk veltir fyrir sér orsakasambandi þess að fara með pólitísk völd heimsins og að vera með lélegt gult hár. Ég var í hópi þeirra sem upplifðu það sem algjört slys þegar Trump sigraði Clinton. Trúði því aldrei að þannig gæti farið þó að tölurnar segðu annað. Það nálgaðist áfall að sjá hann sem forseta. Forsetatíð hans hefur reynst standa fyllilega undir væntingum um frammistöðu og ummæli. En auðvitað var sigurinn ekki skyndilegt slys. Sigurinn átti sér aðdraganda og kosningabaráttan var gegn sterkum frambjóðanda demókrata. Álitsgjafar og fjölmiðlar brostu að barnalegum fullyrðingum og einföldum línum og niðurstaðan varð að línurnar sigruðu staðreyndir. Og nú er allt eins líklegt að hann verði endurkjörinn, aftur með því að boða ljóta heimsmynd sem ekki stenst skoðun. Það var heldur ekki alveg á einni nóttu sem Bretar fengu Boris, sem öfugt við Trump þykir stundum sniðugur. Lykillinn að árangri hans virðist byggja á sömu formúlu, á línum og frösum sem staðreyndir virðast illa bíta á, fyrir utan að vera með sama hárskerann og klæðskera með skerta rýmisgreind. Trump sem forseti á eftir Obama var sögulegt bakslag og sýnir að sagan og framþróun er ekki alltaf bein lína heldur stundum hlykkjóttur vegur. Eitt skref áfram og tvö til baka. Með Trump voru skrefin til baka að vísu umtalsvert fleiri. Sigur þessara tveggja manna, og fleiri raunar, undirstrikar rækilega mikilvægi þess að staðreyndir fái vægi í umræðunni. Það á líka við um Ísland.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun