Verður þú sjúklingurinn sem lendir í ruslflokki? Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 12. september 2019 13:28 Fyrir síðustu þingkosningar var uppi hávær krafa í samfélaginu um nauðsyn þess að draga úr greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Umræðan var það hávær að flestir stjórnmálaflokkar gerðu það að sínu loforði að gera eitthvað í málinu. Það varð alla vega úr að núverandi ríkisstjórn, með ráðherra Vinstri-grænna í heilbrigðismálum, stökkbreytti greiðslufyrirkomulaginu. Við sem vorum eldri en tvævetra í þjónustu og rekstri endurhæfingar litum hvert á annað og spurðum: „Á þetta á nú eftir að koma í hausinn á okkur?“ Og: „Hvernig á nú að fjármagna þetta nýja kerfi?“ Gamla kerfið fyrir árið 2017: Skjólstæðingur með langa sögu um brjósklos og 5 aðgerðir á mjóbaki fær þau svör hjá sínum lækni að ekki sé valmöguleiki að fara í aðra aðgerð en ráðleggur sjúkraþjálfun til að halda sér gangandi. Það er ekki val hjá honum að vera ekki á vinnumarkaði svo hann fær sína sjúkraþjálfun. Það gengur vel og hann heldur sér í vinnu. Kostnaður viðkomandi fyrir sjúkraþjálfun, sem náði yfir mikinn hluta ársins í gamla greiðslukerfinu, hljóp á tugum þúsunda og fór sennilega yfir eitthundrað þúsund krónur. Á þessum árum var greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga í sjúkraþjálfun ekki tengd öðrum kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Í nýja kerfinu í dag er þak á greiðslum almennings fyrir heilbrigðisþjónustu, þar með talið sjúkraþjálfun, tæplega 74.000 kr. á ári fyrir fullgreiðandi einstaklinga og mun minna fyrir aldraða og öryrkja, og börnin fá þjónustuna fría. Einstaklingar sem þurfa að koma reglulega til sjúkraþjálfara greiða aðeins fyrir fyrstu tímana og síðan er oftast ekkert greitt það sem eftir lifir mánaðar. Og ef einstaklingur hefur farið til læknis eða í myndgreiningu er viðkomandi stundum á núllinu því hann er búinn að greiða það sem honum ber skv. kerfinu fyrir þann mánuð. Það gefur auga leið að það kostar fjármuni að halda þessu kerfi gangandi. Einstaklingum sem leita sér aðstoðar sjúkraþjálfara hefur fjölgað og engin furða. Það sem undrar okkur sjúkraþjálfara er að þeir sem stýra skútunni hafi ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar núverandi kerfi var komið á. Og nú sitja sjúkraþjálfarar í súpunni með sínar skuldbindingar ef fer sem horfir og næsta víst að margir okkar skjólstæðinga munu líka sitja í súpunni með okkur. Við tökum undir að ekki er hægt að hafa kostnað i heilbrigðiskerfinu opinn reikning en hvaða aðferð á að nota til að stjórna þessu flæði fjár út úr kassanum? Svarið frá löggjafanum, ráðherra heilbrigðismála og Sjúkratryggingum er útboð. Hvað býður það upp á? Það má velta því fyrir sér hvernig á að meta hver þarf þjónustuna og hverjir lendi í ruslflokki. Það má telja eðlilegt og sjálfsagt að ákveðnir hópar njóti forgangs og þeir hafa gert það. Þjónusta við marga einstaklinga sem falla undir lýsingu Ríkiskaupa er þung og þarfnast tíma. Mun þetta kerfi tryggja aukin gæði og þjónustu? Ég held ekki en spyrja má hvort stjórnendum heilbrigðismála sé kannski slétt sama um það. Og hvað gerist með þá sem lenda í ruslflokki? Það lítur út fyrir að til verði tvöfalt kerfi fyrir borgara þessa lands. Dæmi: Afreksíþróttamaður sem gerir okkur Íslendinga stolta á stórum stundum sækir sér sérfræðiþjónustu sjúkraþjálfara reglulega vegna meiðsla og til forvarna. Er hann ekki að detta í ruslflokk? Hvað með grunnskólakennarann, konuna sem þjáist af þvagleka og blöðrusigi og þarf hjálp til að geta unnið án vandræða og vill gjarnan hlaupa sér til heilsubótar. Dettur hún í ruslflokk eða hlýtur hún náð fyrir augum þess sem metur hvort vinna sjúkraþjálfarans sé að halda henni vinnufærri. Hvað með unga manninn sem var að ljúka námi í múrararaiðn og lenti í því að bíll keyrði aftan á hans bíl svo af hlaust alvarlegur hálshnykkur? Sjúkraþjálfarinn hjálpar honum að ná jafnvægi og styrk aftur en fær hann nokkuð niðurgreiðslu þar sem hann var ekki kominn á vinnumarkað? Hvað með unglinginn sem er í menntaskóla og er með mikil einkenni í stoðkerfinu vegna lélegrar setstöðu, snjalltækjanotkunar og töskuburðar? Þurfa slíkir einstaklingar að greiða fyrir þjónustuna sjálfir? Hvernig á að meta þjáningu eða skerðingu á lífsgæðum í þessu nýja kerfi? Hvað þýðir að vera sjúkratryggður á Íslandi í dag? Það er pólitískt mál hvernig þessum spurningum er svarað og stefnumótun sem snýr að Alþingi Íslendinga, en að selja „sjúklinga“ ætti ekki að vera hluti af þeirri vinnu. Ég held að við sjúkraþjálfarar viljum ekki taka þátt í því að flokka fólk svona í hópa og búa til tvöfalt kerfi. Mér þykir það að minnsta kosti ekki eftirsóknarvert hlutskipti. Spyrja má hvort ásókn í örorkumat aukist ef einhverjir freista þess að komast úr ruslflokknum til að létta á greiðslubyrðinni. Það er engin yfirbygging á rekstri sjúkraþjálfunarstöðva, sjúkraþjálfun er grunnþjónusta sem er mikils virði fyrir samfélagið. Mér finnst við gera gagn á hverjum degi og er það mikil blessun. Ég ætla að halda áfram að leita leiða til að gera gagn, reka mitt fyrirtæki með mínu frábæra samstarfsfólki sem á hverjum degi veitir framúrskarandi þjónustu sem skiptir máli. Mér hugnast ekki að taka þátt í því að flokka „sjúklinga“ og búa til tvöfalt kerfi.Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu þingkosningar var uppi hávær krafa í samfélaginu um nauðsyn þess að draga úr greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Umræðan var það hávær að flestir stjórnmálaflokkar gerðu það að sínu loforði að gera eitthvað í málinu. Það varð alla vega úr að núverandi ríkisstjórn, með ráðherra Vinstri-grænna í heilbrigðismálum, stökkbreytti greiðslufyrirkomulaginu. Við sem vorum eldri en tvævetra í þjónustu og rekstri endurhæfingar litum hvert á annað og spurðum: „Á þetta á nú eftir að koma í hausinn á okkur?“ Og: „Hvernig á nú að fjármagna þetta nýja kerfi?“ Gamla kerfið fyrir árið 2017: Skjólstæðingur með langa sögu um brjósklos og 5 aðgerðir á mjóbaki fær þau svör hjá sínum lækni að ekki sé valmöguleiki að fara í aðra aðgerð en ráðleggur sjúkraþjálfun til að halda sér gangandi. Það er ekki val hjá honum að vera ekki á vinnumarkaði svo hann fær sína sjúkraþjálfun. Það gengur vel og hann heldur sér í vinnu. Kostnaður viðkomandi fyrir sjúkraþjálfun, sem náði yfir mikinn hluta ársins í gamla greiðslukerfinu, hljóp á tugum þúsunda og fór sennilega yfir eitthundrað þúsund krónur. Á þessum árum var greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga í sjúkraþjálfun ekki tengd öðrum kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Í nýja kerfinu í dag er þak á greiðslum almennings fyrir heilbrigðisþjónustu, þar með talið sjúkraþjálfun, tæplega 74.000 kr. á ári fyrir fullgreiðandi einstaklinga og mun minna fyrir aldraða og öryrkja, og börnin fá þjónustuna fría. Einstaklingar sem þurfa að koma reglulega til sjúkraþjálfara greiða aðeins fyrir fyrstu tímana og síðan er oftast ekkert greitt það sem eftir lifir mánaðar. Og ef einstaklingur hefur farið til læknis eða í myndgreiningu er viðkomandi stundum á núllinu því hann er búinn að greiða það sem honum ber skv. kerfinu fyrir þann mánuð. Það gefur auga leið að það kostar fjármuni að halda þessu kerfi gangandi. Einstaklingum sem leita sér aðstoðar sjúkraþjálfara hefur fjölgað og engin furða. Það sem undrar okkur sjúkraþjálfara er að þeir sem stýra skútunni hafi ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar núverandi kerfi var komið á. Og nú sitja sjúkraþjálfarar í súpunni með sínar skuldbindingar ef fer sem horfir og næsta víst að margir okkar skjólstæðinga munu líka sitja í súpunni með okkur. Við tökum undir að ekki er hægt að hafa kostnað i heilbrigðiskerfinu opinn reikning en hvaða aðferð á að nota til að stjórna þessu flæði fjár út úr kassanum? Svarið frá löggjafanum, ráðherra heilbrigðismála og Sjúkratryggingum er útboð. Hvað býður það upp á? Það má velta því fyrir sér hvernig á að meta hver þarf þjónustuna og hverjir lendi í ruslflokki. Það má telja eðlilegt og sjálfsagt að ákveðnir hópar njóti forgangs og þeir hafa gert það. Þjónusta við marga einstaklinga sem falla undir lýsingu Ríkiskaupa er þung og þarfnast tíma. Mun þetta kerfi tryggja aukin gæði og þjónustu? Ég held ekki en spyrja má hvort stjórnendum heilbrigðismála sé kannski slétt sama um það. Og hvað gerist með þá sem lenda í ruslflokki? Það lítur út fyrir að til verði tvöfalt kerfi fyrir borgara þessa lands. Dæmi: Afreksíþróttamaður sem gerir okkur Íslendinga stolta á stórum stundum sækir sér sérfræðiþjónustu sjúkraþjálfara reglulega vegna meiðsla og til forvarna. Er hann ekki að detta í ruslflokk? Hvað með grunnskólakennarann, konuna sem þjáist af þvagleka og blöðrusigi og þarf hjálp til að geta unnið án vandræða og vill gjarnan hlaupa sér til heilsubótar. Dettur hún í ruslflokk eða hlýtur hún náð fyrir augum þess sem metur hvort vinna sjúkraþjálfarans sé að halda henni vinnufærri. Hvað með unga manninn sem var að ljúka námi í múrararaiðn og lenti í því að bíll keyrði aftan á hans bíl svo af hlaust alvarlegur hálshnykkur? Sjúkraþjálfarinn hjálpar honum að ná jafnvægi og styrk aftur en fær hann nokkuð niðurgreiðslu þar sem hann var ekki kominn á vinnumarkað? Hvað með unglinginn sem er í menntaskóla og er með mikil einkenni í stoðkerfinu vegna lélegrar setstöðu, snjalltækjanotkunar og töskuburðar? Þurfa slíkir einstaklingar að greiða fyrir þjónustuna sjálfir? Hvernig á að meta þjáningu eða skerðingu á lífsgæðum í þessu nýja kerfi? Hvað þýðir að vera sjúkratryggður á Íslandi í dag? Það er pólitískt mál hvernig þessum spurningum er svarað og stefnumótun sem snýr að Alþingi Íslendinga, en að selja „sjúklinga“ ætti ekki að vera hluti af þeirri vinnu. Ég held að við sjúkraþjálfarar viljum ekki taka þátt í því að flokka fólk svona í hópa og búa til tvöfalt kerfi. Mér þykir það að minnsta kosti ekki eftirsóknarvert hlutskipti. Spyrja má hvort ásókn í örorkumat aukist ef einhverjir freista þess að komast úr ruslflokknum til að létta á greiðslubyrðinni. Það er engin yfirbygging á rekstri sjúkraþjálfunarstöðva, sjúkraþjálfun er grunnþjónusta sem er mikils virði fyrir samfélagið. Mér finnst við gera gagn á hverjum degi og er það mikil blessun. Ég ætla að halda áfram að leita leiða til að gera gagn, reka mitt fyrirtæki með mínu frábæra samstarfsfólki sem á hverjum degi veitir framúrskarandi þjónustu sem skiptir máli. Mér hugnast ekki að taka þátt í því að flokka „sjúklinga“ og búa til tvöfalt kerfi.Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun