Fjármálaráðherra líti sér nær Helgi Vífill Júlíusson skrifar 25. september 2019 07:00 Skot fjármálaráðherra á veitingamenn á dögunum var fyrir neðan beltisstað. Bjarni Benediktsson var þreyttur á umræðu um að áfengisgjald skýri hátt verð á áfengi hér á landi og fór opinberlega að agnúast út í að samkvæmt lauslegri athugun væri álagning á bjór á veitingastað 270 prósent. Veitingastaðir eru lítil fyrirtæki sem veita mikla þjónustu, oft í fallegum húsakynnum. Þjónn kemur til viðskiptavinarins, fær pöntun um bjór, hellir í glasið og kemur með það á borðið. Nokkru seinna er glasið þrifið. Það má ekki líkja veitingahúsum við stórmarkað þar sem álagningin er lág því framlegðin fæst með því að selja mikið magn án þjónustu. Það er eðlilegt að álagning bjórglass sé jafnvel nokkur hundruð prósent enda þarf framlegðin að standa straum af miklum kostnaði; húsnæði, starfsfólki, sköttum, hagnaði og bjórnum sjálfum. Ef um dýrari vöru væri að ræða með sömu þjónustu gæti álagningin verið minni. Hvað varðar verðlag verður ekki fram hjá því litið að skattar hérlendis sem hlutfall af landsframleiðslu eru með þeim hæstu í OECD-ríkjunum og áfengisgjaldið er mun hærra en þekkist hjá öðrum ríkjum. Jafnvel þeim sem beita skattheimtu til að stemma stigum við ofneyslu áfengis. Áfengisgjaldið á bjór er tvöfalt hærra en í Svíþjóð þar sem álögurnar eru hæstar í Evrópusambandinu. Fjármunirnir sem standa undir háum skattgreiðslum eru sóttir í vasa neytenda. Rekstur veitingastaða í Reykjavík á undir högg að sækja. Laun hafa hækkað verulega sem meðal annars má rekja til launaskriðs opinberra starfsmanna. Til að bæta gráu ofan á svart eru skattar háir, til að mynda tryggingargjaldið sem eykur launakostnað og fasteignagjöld hafa hækkað verulega. Birgjar veitingastaða glíma að sjálfsögðu við sama vanda sem setur þrýsting á innkaupsverð. Svo haldið sé áfram að þusa um háa skatta má nefna að aka þarf bjórnum á veitingastaði en álögur á bifreiðar og eldsneyti eru með því hæsta sem þekkist. Allt leggst þetta saman á eitt. Eftir ferðamannasprengjuna er offramboð af veitingastöðum. Margir þeirra standa á brauðfótum. Eigendurnir horfa því væntanlega fremur til þess að hækka verð eftir því sem veitingahúsum fækkar í stað þess að lækka það. Það væri því einfaldlega sanngjarnara ef fjármálaráðherra myndi lækka skatta almennilega í stað þess að röfla í barþjóni um hvað bjórglasið sé dýrt, eins og hann segist hafa gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Tengdar fréttir Fjögurra króna hækkun muni ekki miklu þegar horft er á 350 prósenta álagningu Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald. 17. september 2019 20:30 Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24 Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Skot fjármálaráðherra á veitingamenn á dögunum var fyrir neðan beltisstað. Bjarni Benediktsson var þreyttur á umræðu um að áfengisgjald skýri hátt verð á áfengi hér á landi og fór opinberlega að agnúast út í að samkvæmt lauslegri athugun væri álagning á bjór á veitingastað 270 prósent. Veitingastaðir eru lítil fyrirtæki sem veita mikla þjónustu, oft í fallegum húsakynnum. Þjónn kemur til viðskiptavinarins, fær pöntun um bjór, hellir í glasið og kemur með það á borðið. Nokkru seinna er glasið þrifið. Það má ekki líkja veitingahúsum við stórmarkað þar sem álagningin er lág því framlegðin fæst með því að selja mikið magn án þjónustu. Það er eðlilegt að álagning bjórglass sé jafnvel nokkur hundruð prósent enda þarf framlegðin að standa straum af miklum kostnaði; húsnæði, starfsfólki, sköttum, hagnaði og bjórnum sjálfum. Ef um dýrari vöru væri að ræða með sömu þjónustu gæti álagningin verið minni. Hvað varðar verðlag verður ekki fram hjá því litið að skattar hérlendis sem hlutfall af landsframleiðslu eru með þeim hæstu í OECD-ríkjunum og áfengisgjaldið er mun hærra en þekkist hjá öðrum ríkjum. Jafnvel þeim sem beita skattheimtu til að stemma stigum við ofneyslu áfengis. Áfengisgjaldið á bjór er tvöfalt hærra en í Svíþjóð þar sem álögurnar eru hæstar í Evrópusambandinu. Fjármunirnir sem standa undir háum skattgreiðslum eru sóttir í vasa neytenda. Rekstur veitingastaða í Reykjavík á undir högg að sækja. Laun hafa hækkað verulega sem meðal annars má rekja til launaskriðs opinberra starfsmanna. Til að bæta gráu ofan á svart eru skattar háir, til að mynda tryggingargjaldið sem eykur launakostnað og fasteignagjöld hafa hækkað verulega. Birgjar veitingastaða glíma að sjálfsögðu við sama vanda sem setur þrýsting á innkaupsverð. Svo haldið sé áfram að þusa um háa skatta má nefna að aka þarf bjórnum á veitingastaði en álögur á bifreiðar og eldsneyti eru með því hæsta sem þekkist. Allt leggst þetta saman á eitt. Eftir ferðamannasprengjuna er offramboð af veitingastöðum. Margir þeirra standa á brauðfótum. Eigendurnir horfa því væntanlega fremur til þess að hækka verð eftir því sem veitingahúsum fækkar í stað þess að lækka það. Það væri því einfaldlega sanngjarnara ef fjármálaráðherra myndi lækka skatta almennilega í stað þess að röfla í barþjóni um hvað bjórglasið sé dýrt, eins og hann segist hafa gert.
Fjögurra króna hækkun muni ekki miklu þegar horft er á 350 prósenta álagningu Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald. 17. september 2019 20:30
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59
Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun