Pelosi tilkynnti fyrr í kvöld að fulltrúadeildin myndi hefja rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans.
Í kjölfar yfirlýsingar Pelosi, sem sýnd var í beinni útsendingu, hélt Trump á Twitter þar sem hann lét vaða á demókrata vegna málsins.
„Svo mikilvægur dagur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo mikil vinna og svo mikill árangur, og Demókratarnir þurfa að skemma og niðra hann með því meira af brjótandi Nornaveiðarusli. Svo slæmt fyrir þjóðina,“ skrifar Trump.
Such an important day at the United Nations, so much work and so much success, and the Democrats purposely had to ruin and demean it with more breaking news Witch Hunt garbage. So bad for our Country!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019
Trump hafði þangað til í dag ekki viljað gefa út nákvæmlega hvað fór á milli hans og Selenskíj en fyrr í dag heimilaði hann að afrit af samtalinu yrði gefið út.Mun það koma fyrir sjónir almennings á morgun.
„Þeir hafa ekki einu sinni séð afrit af símtalinu. Algjörar nornaveiðar,“ skrifar Trump og bætir reyndar um betur. „FORSETALEG ÁREITNI“
They never even saw the transcript of the call. A total Witch Hunt!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019
PRESIDENTIAL HARASSMENT!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019
Fjórði forsetinn sem þingið rannsakar fyrir möguleg embættisbrot
Öldungardeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, samþykkti samhljóða í kvöld ályktun þar sem farið er fram á það við Hvíta húsið að þingið fái afrit af kvörtun sem uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram vegna símtalsins. Kvörtunin er það sem kom málinu af stað.Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna um aðhefja hið formlega ferli sem gæti á endanumleitt til þess að Trump fari úr embætti, verði hann ákærður og fundinn sekur um að hafa framið embættisbrot. Aðeins tveir forsetar í sögu Bandaríkjanna hafa verið formlega ákærðir. Andrew Johnson og Bill Clinton. Clinton var sýknaður en ekki náðist tilskyldur meirihluti á Bandaríkjaþingi til að sakfella Johnson. Báðir sátu því áfram í embætti.
Bandaríkjaþing hóf einnig formlegt ferli til þess að rannsaka hvort að Richard Nixon hafði gerst sekur um embættisbrot, en hann sagði af sér embætti árið 1974, áður en að formleg ákvörðun um hvort ákæra ætti hann var tekin.