Baráttan gegn loftslagsvá; einn hvalur á við fimmtán hundruð tré Ole Anton Bieltvedt skrifar 11. desember 2019 10:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF (International Monetary Fund), vinnur ekki aðeins með bókstaflegum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í miklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft mikil áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. Sjóðurinn hefur lagt sig sérstaklega fram um að rannsaka loftslagsvána, enda er hún vissulega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Hamfarahlýnunin, með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja, er allt í senn afkomumál, velferðarmál og stórfellt efnahagsmál fyrir fólk víða um heim. Á dögunum gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni „Nature’s Solution to Climate Change”; Lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Rannsóknin sýnir meðal annars fram á, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á hafsbotn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi eða aldir og leysist svo upp. Rannsóknin leiðir líka í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar, enda auðvitað feyki þýðingarmiklir líka. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og verulegt verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna á hvalasvæðum, er tekin með í reikninginn. IMF kemst að þeirri niðurstöðu, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, leyfði fyrr á þessu ári - með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur - dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Á grundvelli verðmats IMF hafa þessar langreyðar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna, en bæta verður 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals er verðmæti þeirra hvala, sem sjávarútvegs-ráðherra og ríkisstjórn leyfa veiðar á, fram til 2023, þannig um 310 milljarðar króna. Hin hliðin á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 2,0 milljón trjáa. Hversu mörg fullvaxin tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Þegar til þess er litið, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa síðustu áratugi verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – drápsaðferðir og drápstækni eru að miklu leyti frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa, til hneisu og vansæmdar. Hér má líka velta upp þeirri spurningu, hvernig æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, gat komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar skólans frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru sjávar- og umhverfisvísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Var m.a. á það bent á ráðstefnu um hvali, sem haldinn var hér í Öskju í apríl 2017. Mér finnst fara vel á því, að ljúka þessum skrifum með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá fyrir og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)). Verr en óvitar!Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Loftslagsmál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF (International Monetary Fund), vinnur ekki aðeins með bókstaflegum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í miklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft mikil áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. Sjóðurinn hefur lagt sig sérstaklega fram um að rannsaka loftslagsvána, enda er hún vissulega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Hamfarahlýnunin, með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja, er allt í senn afkomumál, velferðarmál og stórfellt efnahagsmál fyrir fólk víða um heim. Á dögunum gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni „Nature’s Solution to Climate Change”; Lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Rannsóknin sýnir meðal annars fram á, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á hafsbotn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi eða aldir og leysist svo upp. Rannsóknin leiðir líka í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar, enda auðvitað feyki þýðingarmiklir líka. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og verulegt verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna á hvalasvæðum, er tekin með í reikninginn. IMF kemst að þeirri niðurstöðu, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, leyfði fyrr á þessu ári - með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur - dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Á grundvelli verðmats IMF hafa þessar langreyðar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna, en bæta verður 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals er verðmæti þeirra hvala, sem sjávarútvegs-ráðherra og ríkisstjórn leyfa veiðar á, fram til 2023, þannig um 310 milljarðar króna. Hin hliðin á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 2,0 milljón trjáa. Hversu mörg fullvaxin tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Þegar til þess er litið, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa síðustu áratugi verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – drápsaðferðir og drápstækni eru að miklu leyti frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa, til hneisu og vansæmdar. Hér má líka velta upp þeirri spurningu, hvernig æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, gat komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar skólans frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru sjávar- og umhverfisvísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Var m.a. á það bent á ráðstefnu um hvali, sem haldinn var hér í Öskju í apríl 2017. Mér finnst fara vel á því, að ljúka þessum skrifum með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá fyrir og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)). Verr en óvitar!Höfundur er formaður Jarðarvina.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun