Lögfesting á endursendingum barna til Grikklands Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 11. maí 2020 19:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Nokkuð erfitt er að átta sig á í hverju nákvæmlega breytingarnar felast nema þekkja mjög vel til mála. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. Dómsmálaráðherra hefur margoft tekið fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu ekki sendir til ríkja eins og Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það þýðir að fólk sem flýr heimaland sitt og kemur fyrst til t.d. Ungverjalands eða Grikklands en síðar til Íslands, án þess að hafa formlega stöðu flóttafólks, er ekki sent þangað aftur líkt og Dyflinnarreglugerðin veitir heimild til. Ástæðan fyrir því er sú að aðstæður í þessum löndum er hvorki boðlegar né tryggar fyrir fólk á flótta. Öðru gegnir um fólk sem nú þegar hefur fengið viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk í ríkjum á borð við Grikkland og Ítalíu. Það fólk sem hingað kemur og er með stöðu flóttamanns er sent til baka,með örfáum undantekningum. Um það fjallaði m.a. fréttaskýringaþátturinn Kveikur í febrúar sl. Í frumvarpinu sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram er gerð sú grundvallarbreyting að stjórnvöldum, þ.e. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, verður ekki lengur heimilt að meta hvort einstaklingar sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum hafi slík sérstök tengsl við Ísland að nærtækast sé að þeir fái hér alþjóðlega vernd eða hvort sérstakar ástæður mæli annars með því. Með öðrum orðum þá leiðir breytingin til þess að óhjákvæmilegt verður að endursenda viðkvæma einstaklinga til ríkja á borð við Grikkland þar sem alkunna er að aðstæður eru ekki tryggar fyrir flóttafólk. Sérstök tengsl eiga t.d. við þegar umsækjandi á nákomna ættingja með fasta búsetu hér á landi (foreldra, systkini eða börn eldri en 18 ára) og hægt er að nefna mikil og alvarleg veikindi sem dæmi um sérstakar ástæður t.d. þegar umsækjandi glímir við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum er aðgengileg fyrir flóttafólk hér á landi en ekki í því ríki sem viðkomandi hefur alþjóðlega vernd. Rauði krossinn telur afar mikilvægt að sú heimild stjórnvalda til þess að líta til sérstakra ástæðna sé áfram fyrir hendi, enda hafa raunveruleg dæmi sýnt fram á nauðsyn þess, til að mynda í málum er varða langveik börn, samkynhneigða, fylgdarlaus ungmenni og einstæða foreldra með geðraskanir. Rauði krossinn á Íslandi telur að umrædd breyting feli í sér verulega afturför og réttarskerðingu til viðkvæmra einstaklinga sem hingað leita eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd í þeim ríkjum Evrópu þar sem aðstæður viðurkennds flóttafólks eru bágbornar. Leggst Rauði krossinn gegn umræddri breytingu enda mun hún leiða til athafna hálfu íslenskra yfirvalda sem stríða gegn mannúðarsjónarmiðum. Kristín S. Hjálmtýsdóttir,framkvæmdastjóri Rauða krossins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Nokkuð erfitt er að átta sig á í hverju nákvæmlega breytingarnar felast nema þekkja mjög vel til mála. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. Dómsmálaráðherra hefur margoft tekið fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu ekki sendir til ríkja eins og Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það þýðir að fólk sem flýr heimaland sitt og kemur fyrst til t.d. Ungverjalands eða Grikklands en síðar til Íslands, án þess að hafa formlega stöðu flóttafólks, er ekki sent þangað aftur líkt og Dyflinnarreglugerðin veitir heimild til. Ástæðan fyrir því er sú að aðstæður í þessum löndum er hvorki boðlegar né tryggar fyrir fólk á flótta. Öðru gegnir um fólk sem nú þegar hefur fengið viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk í ríkjum á borð við Grikkland og Ítalíu. Það fólk sem hingað kemur og er með stöðu flóttamanns er sent til baka,með örfáum undantekningum. Um það fjallaði m.a. fréttaskýringaþátturinn Kveikur í febrúar sl. Í frumvarpinu sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram er gerð sú grundvallarbreyting að stjórnvöldum, þ.e. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, verður ekki lengur heimilt að meta hvort einstaklingar sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum hafi slík sérstök tengsl við Ísland að nærtækast sé að þeir fái hér alþjóðlega vernd eða hvort sérstakar ástæður mæli annars með því. Með öðrum orðum þá leiðir breytingin til þess að óhjákvæmilegt verður að endursenda viðkvæma einstaklinga til ríkja á borð við Grikkland þar sem alkunna er að aðstæður eru ekki tryggar fyrir flóttafólk. Sérstök tengsl eiga t.d. við þegar umsækjandi á nákomna ættingja með fasta búsetu hér á landi (foreldra, systkini eða börn eldri en 18 ára) og hægt er að nefna mikil og alvarleg veikindi sem dæmi um sérstakar ástæður t.d. þegar umsækjandi glímir við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum er aðgengileg fyrir flóttafólk hér á landi en ekki í því ríki sem viðkomandi hefur alþjóðlega vernd. Rauði krossinn telur afar mikilvægt að sú heimild stjórnvalda til þess að líta til sérstakra ástæðna sé áfram fyrir hendi, enda hafa raunveruleg dæmi sýnt fram á nauðsyn þess, til að mynda í málum er varða langveik börn, samkynhneigða, fylgdarlaus ungmenni og einstæða foreldra með geðraskanir. Rauði krossinn á Íslandi telur að umrædd breyting feli í sér verulega afturför og réttarskerðingu til viðkvæmra einstaklinga sem hingað leita eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd í þeim ríkjum Evrópu þar sem aðstæður viðurkennds flóttafólks eru bágbornar. Leggst Rauði krossinn gegn umræddri breytingu enda mun hún leiða til athafna hálfu íslenskra yfirvalda sem stríða gegn mannúðarsjónarmiðum. Kristín S. Hjálmtýsdóttir,framkvæmdastjóri Rauða krossins
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun