Lufthansa flýgur til Íslands á ný Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 15:04 Lufthansa mun bjóða upp á flug þrisvar í viku. Vísir/Getty Þýska flugfélagið Lufthansa mun hefja flug hingað til lands þrisvar í viku í byrjun júní. Þetta kemur fram í svari svæðisstjóra félagsins við fyrirspurn Túrista sem greinir frá. Félagið mun fljúga til Íslands frá Frankfurt tvisvar í viku og þá verður eitt flug í hverri viku frá Munchen. Ekki liggur fyrir hvaða daga verði flogið en í fyrstu verður flug frá Keflavíkurflugvelli til Frankfurt á fimmtudögum og laugardögum. Lufthansa tilkynnti nýlega áfangastaði sem yrðu settir í forgang en Ísland var ekki á meðal þeirra. Þó flaug félagið til Íslands fyrir kórónuveirufaraldurinn frá Frankfurt og bauð upp á flug frá Munchen yfir sumarið. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft gífurleg áhrif á rekstur félagsins. Í lok aprílmánaðar gaf félagið út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa mun hefja flug hingað til lands þrisvar í viku í byrjun júní. Þetta kemur fram í svari svæðisstjóra félagsins við fyrirspurn Túrista sem greinir frá. Félagið mun fljúga til Íslands frá Frankfurt tvisvar í viku og þá verður eitt flug í hverri viku frá Munchen. Ekki liggur fyrir hvaða daga verði flogið en í fyrstu verður flug frá Keflavíkurflugvelli til Frankfurt á fimmtudögum og laugardögum. Lufthansa tilkynnti nýlega áfangastaði sem yrðu settir í forgang en Ísland var ekki á meðal þeirra. Þó flaug félagið til Íslands fyrir kórónuveirufaraldurinn frá Frankfurt og bauð upp á flug frá Munchen yfir sumarið. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft gífurleg áhrif á rekstur félagsins. Í lok aprílmánaðar gaf félagið út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt.
Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira