Tími er það verðmætasta sem við gefum börnum okkar Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 24. október 2020 18:06 Tími er dýrmætur og það er svo sannarlega hvert augnablik á mannsævi. Mér er streita hugleikinn og hefur mér lengi þótt of mikill hraði einkenna íslenskt samfélag. Vinnudagar eru langir og vinnudagar barna okkar eru langir. Þegar ég á við vinnudag barna á ég við þann tíma sem þau eru í daggæslu, á leikskólum og í skólum/frístund. Að því loknu tekur svo oft við stíf dagskrá eins og tómstundir, heimalærdómur og leikur við félaga. Mér finnst mikilvægt að minna fólk á að dagar barna okkar eru ekki alltaf rólegir. Það er krefjandi að vera í hópi barna allan daginn, í samskiptum við aðra, oft í of miklum hávaða og eiga sjaldan þess kost að vera einn eða geta hvílt sig. Hópar á leikskólum og í skólum eru oft of stórir og fjöldi barna á starfsmenn of mikill. Einstaklingar eru misnæmir fyrir streitu og taugakerfi okkar og líkamar þola streitu misvel. Það sem gæti hentað einu barni vel gæti farið afar illa í annað barn. Þessi hefðbundni dagur sem ég vil meina að sé alltof hraður gæti því haft slæm áhrif á hluta barna. Ég er fullviss um að út í þjóðfélaginu er auk þess fjöldi foreldra með samviskubit yfir því að vera of lítið með börnum sínum. Vinnustaðir krefjast þess að fólk vinni langa daga og það er að mínu mati samfélagslega samþykkt að börn séu í um átta klukkustundir á dag í gæslu. Vissulega eru blikur á lofti í rétta átt á þessu sviði með styttingu vinnuvikunnar en breytingar gerast hægt. Þegar kemur að fríum barna í leik og grunnskólum virðist vera of lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að minna á að hraði og mikil dagskrá er ekki alltaf það sem er okkur fyrir bestu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um streituþröskuld sinn og barna sinna. Gefa sér tíma á hverjum degi fyrir ró og hvíld. Einnig gætum við skoðað hvort dagar barna okkar og barnanna séu mögulega of pakkaðir. Í lífi hvers manns þarf að gæta að ákveðnu jafnvægi. Það þarf að vera jafnvægi milli vinnu og hvíldar. Það að hafa mikið að gera og halda mörgum boltum á lofti er ekki endilega mælikvarði á lífshamingju. Það er mikilvægt að þekkja mörk sín og sinna. Það sem hefur lengi talist eðlilegt í samfélagi okkar þarf ekki endilega að vera það rétta eða besta fyrir okkur. Kannski er kominn tími til að stíga aðeins á bremsuna og breyta samfélaginu okkar. Viðurkenna það hve mikilvægur tími með börnunum okkar er og skapa enn fjölskylduvænna samfélag. Ef grunnstoðirnar eru sterkar eru mun meiri líkur á traustri byggingu sem stendur vel og lengi. Höfundur er fjögurra barna móðir og menntaður grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Tími er dýrmætur og það er svo sannarlega hvert augnablik á mannsævi. Mér er streita hugleikinn og hefur mér lengi þótt of mikill hraði einkenna íslenskt samfélag. Vinnudagar eru langir og vinnudagar barna okkar eru langir. Þegar ég á við vinnudag barna á ég við þann tíma sem þau eru í daggæslu, á leikskólum og í skólum/frístund. Að því loknu tekur svo oft við stíf dagskrá eins og tómstundir, heimalærdómur og leikur við félaga. Mér finnst mikilvægt að minna fólk á að dagar barna okkar eru ekki alltaf rólegir. Það er krefjandi að vera í hópi barna allan daginn, í samskiptum við aðra, oft í of miklum hávaða og eiga sjaldan þess kost að vera einn eða geta hvílt sig. Hópar á leikskólum og í skólum eru oft of stórir og fjöldi barna á starfsmenn of mikill. Einstaklingar eru misnæmir fyrir streitu og taugakerfi okkar og líkamar þola streitu misvel. Það sem gæti hentað einu barni vel gæti farið afar illa í annað barn. Þessi hefðbundni dagur sem ég vil meina að sé alltof hraður gæti því haft slæm áhrif á hluta barna. Ég er fullviss um að út í þjóðfélaginu er auk þess fjöldi foreldra með samviskubit yfir því að vera of lítið með börnum sínum. Vinnustaðir krefjast þess að fólk vinni langa daga og það er að mínu mati samfélagslega samþykkt að börn séu í um átta klukkustundir á dag í gæslu. Vissulega eru blikur á lofti í rétta átt á þessu sviði með styttingu vinnuvikunnar en breytingar gerast hægt. Þegar kemur að fríum barna í leik og grunnskólum virðist vera of lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að minna á að hraði og mikil dagskrá er ekki alltaf það sem er okkur fyrir bestu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um streituþröskuld sinn og barna sinna. Gefa sér tíma á hverjum degi fyrir ró og hvíld. Einnig gætum við skoðað hvort dagar barna okkar og barnanna séu mögulega of pakkaðir. Í lífi hvers manns þarf að gæta að ákveðnu jafnvægi. Það þarf að vera jafnvægi milli vinnu og hvíldar. Það að hafa mikið að gera og halda mörgum boltum á lofti er ekki endilega mælikvarði á lífshamingju. Það er mikilvægt að þekkja mörk sín og sinna. Það sem hefur lengi talist eðlilegt í samfélagi okkar þarf ekki endilega að vera það rétta eða besta fyrir okkur. Kannski er kominn tími til að stíga aðeins á bremsuna og breyta samfélaginu okkar. Viðurkenna það hve mikilvægur tími með börnunum okkar er og skapa enn fjölskylduvænna samfélag. Ef grunnstoðirnar eru sterkar eru mun meiri líkur á traustri byggingu sem stendur vel og lengi. Höfundur er fjögurra barna móðir og menntaður grunnskólakennari.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar