Valdataka í Reykjavík Vigdís Hauksdóttir skrifar 7. janúar 2021 14:00 Sá fordæmalausi atburður átti sér stað um miðjan dag þann 6. janúar sl. að kjörnum fulltrúum í borgarráði barst tölvupóstur þar sem þeim var tilkynnt að hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið að fundur borgarráðs daginn eftir yrði fjarfundur en yrði ekki haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Orðrétt sagði í fundarboðinu: „Í samræmi við gildandi tilmæli neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar verður fundur borgarráðs þann 7. janúar einungis haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.“ Hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur undir stjórn borgarstjóra Dags B. Eggertssonar heldur valdatöku sinni áfram og hefur ástandið nú varað í rúma 10 mánuði. Á þessu sannast að borgarstjóri sem er formaður almannavarna á höfuðborgarsvæðinu gengur á svig við sveitastjórnarlög, stjórnsýslulög og samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar og borgarráðs. Á sama tíma gerir hann starf formanns borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur að engu, en formaður borgarráðs á að boða fundi ráðsins. Ekki dugði borgarstjóra að brjóta persónuverndarlög í átaki til aukinnar kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningunum og verða þar með uppvís að kosningasvindli. Áfram heldur borgarstjóri lagasniðgöngu. Hvar enda þessir einræðistilburðir borgarstjóra? Hvers vegna í veröldinni er kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur haldið frá ráðhúsinu með þessum hætti? Í ráðhúsinu eru margar vistaverur og hefur húsið yfir tveimur mjög stórum sölum að ræða – borgarstjórnarsalinn og Tjarnarsalinn. Borgarráð telur 10 kjörna fulltrúa auk borgarstjóra og ritara borgarráðs. Það er fullkomlega vandalaust að borgarráð fundi í borgarstjórnarsalnum eins og gert var lengst af eftir komu Covid-19 til landsins. Meira að segja sátu fleiri starfsmenn borgarráðs þá fundi og embættismenn úr Borgartúni komu í ráðhúsið þegar þörf var á til að fylgja sínum málum eftir. Öllum sóttvörnum var mætt í hvívetna. Minnt er á að Alþingi hefur í gegnum faraldurinn haldið uppi reglulegum þingfundum í Alþingishúsinu. Borgarráð hefur EKKI afsalað sér neinum völdum til hinnar svokölluðu neyðarstjórnar. Í reglugerð nr. Nr. 1306/2020, sem heilbrigðisráðherra setti í lok desember sl. um fjöldatakmarkanir kemur eftirfarandi m.a. fram: „Framhaldsskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30. Háskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50“. Langt er síðan sundlaugar voru opnaðar. Hvað gerir 11 manna borgarráð „svo sérstakt“ að ekki er hægt að halda fundi í ráðhúsinu að uppfylltum sóttvörnum? Síðasti borgarstjórnarfundur var haldinn í ráðhúsinu og var skipt upp í sóttvarnarhólf algjörlega vandræðalaust. Valdbeiting hinnar svokölluðu neyðarstjórnar Reykjavíkur á slíkur yfirgangur og valdhroki að ekki verður lengur við unað. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík mega ekki og geta ekki látið ræna frá sér völdum sem þeir voru kosnir til af íbúum borgarinnar í lögbundnum borgarstjórnarkosningum. Því lagði ég fram á fundi borgarráðs í dag eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að frá og með 14. janúar 2021 verði reglulegir fundir ráðsins haldnir í borgarstjórnarsal ráðhússins.“ Meirhlutinn vísaði þessari tillögu frá. Það er ljóst að valdatakan á að halda áfram svo lengi sem stætt er undir stjórn formanns almannavarna Dags B. Eggertssonar sem er eini kjörni fulltrúinn í hinni svokölluðu neyðarstjórn Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Sá fordæmalausi atburður átti sér stað um miðjan dag þann 6. janúar sl. að kjörnum fulltrúum í borgarráði barst tölvupóstur þar sem þeim var tilkynnt að hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið að fundur borgarráðs daginn eftir yrði fjarfundur en yrði ekki haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Orðrétt sagði í fundarboðinu: „Í samræmi við gildandi tilmæli neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar verður fundur borgarráðs þann 7. janúar einungis haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.“ Hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur undir stjórn borgarstjóra Dags B. Eggertssonar heldur valdatöku sinni áfram og hefur ástandið nú varað í rúma 10 mánuði. Á þessu sannast að borgarstjóri sem er formaður almannavarna á höfuðborgarsvæðinu gengur á svig við sveitastjórnarlög, stjórnsýslulög og samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar og borgarráðs. Á sama tíma gerir hann starf formanns borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur að engu, en formaður borgarráðs á að boða fundi ráðsins. Ekki dugði borgarstjóra að brjóta persónuverndarlög í átaki til aukinnar kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningunum og verða þar með uppvís að kosningasvindli. Áfram heldur borgarstjóri lagasniðgöngu. Hvar enda þessir einræðistilburðir borgarstjóra? Hvers vegna í veröldinni er kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur haldið frá ráðhúsinu með þessum hætti? Í ráðhúsinu eru margar vistaverur og hefur húsið yfir tveimur mjög stórum sölum að ræða – borgarstjórnarsalinn og Tjarnarsalinn. Borgarráð telur 10 kjörna fulltrúa auk borgarstjóra og ritara borgarráðs. Það er fullkomlega vandalaust að borgarráð fundi í borgarstjórnarsalnum eins og gert var lengst af eftir komu Covid-19 til landsins. Meira að segja sátu fleiri starfsmenn borgarráðs þá fundi og embættismenn úr Borgartúni komu í ráðhúsið þegar þörf var á til að fylgja sínum málum eftir. Öllum sóttvörnum var mætt í hvívetna. Minnt er á að Alþingi hefur í gegnum faraldurinn haldið uppi reglulegum þingfundum í Alþingishúsinu. Borgarráð hefur EKKI afsalað sér neinum völdum til hinnar svokölluðu neyðarstjórnar. Í reglugerð nr. Nr. 1306/2020, sem heilbrigðisráðherra setti í lok desember sl. um fjöldatakmarkanir kemur eftirfarandi m.a. fram: „Framhaldsskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30. Háskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50“. Langt er síðan sundlaugar voru opnaðar. Hvað gerir 11 manna borgarráð „svo sérstakt“ að ekki er hægt að halda fundi í ráðhúsinu að uppfylltum sóttvörnum? Síðasti borgarstjórnarfundur var haldinn í ráðhúsinu og var skipt upp í sóttvarnarhólf algjörlega vandræðalaust. Valdbeiting hinnar svokölluðu neyðarstjórnar Reykjavíkur á slíkur yfirgangur og valdhroki að ekki verður lengur við unað. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík mega ekki og geta ekki látið ræna frá sér völdum sem þeir voru kosnir til af íbúum borgarinnar í lögbundnum borgarstjórnarkosningum. Því lagði ég fram á fundi borgarráðs í dag eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að frá og með 14. janúar 2021 verði reglulegir fundir ráðsins haldnir í borgarstjórnarsal ráðhússins.“ Meirhlutinn vísaði þessari tillögu frá. Það er ljóst að valdatakan á að halda áfram svo lengi sem stætt er undir stjórn formanns almannavarna Dags B. Eggertssonar sem er eini kjörni fulltrúinn í hinni svokölluðu neyðarstjórn Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar