Valdataka í Reykjavík Vigdís Hauksdóttir skrifar 7. janúar 2021 14:00 Sá fordæmalausi atburður átti sér stað um miðjan dag þann 6. janúar sl. að kjörnum fulltrúum í borgarráði barst tölvupóstur þar sem þeim var tilkynnt að hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið að fundur borgarráðs daginn eftir yrði fjarfundur en yrði ekki haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Orðrétt sagði í fundarboðinu: „Í samræmi við gildandi tilmæli neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar verður fundur borgarráðs þann 7. janúar einungis haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.“ Hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur undir stjórn borgarstjóra Dags B. Eggertssonar heldur valdatöku sinni áfram og hefur ástandið nú varað í rúma 10 mánuði. Á þessu sannast að borgarstjóri sem er formaður almannavarna á höfuðborgarsvæðinu gengur á svig við sveitastjórnarlög, stjórnsýslulög og samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar og borgarráðs. Á sama tíma gerir hann starf formanns borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur að engu, en formaður borgarráðs á að boða fundi ráðsins. Ekki dugði borgarstjóra að brjóta persónuverndarlög í átaki til aukinnar kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningunum og verða þar með uppvís að kosningasvindli. Áfram heldur borgarstjóri lagasniðgöngu. Hvar enda þessir einræðistilburðir borgarstjóra? Hvers vegna í veröldinni er kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur haldið frá ráðhúsinu með þessum hætti? Í ráðhúsinu eru margar vistaverur og hefur húsið yfir tveimur mjög stórum sölum að ræða – borgarstjórnarsalinn og Tjarnarsalinn. Borgarráð telur 10 kjörna fulltrúa auk borgarstjóra og ritara borgarráðs. Það er fullkomlega vandalaust að borgarráð fundi í borgarstjórnarsalnum eins og gert var lengst af eftir komu Covid-19 til landsins. Meira að segja sátu fleiri starfsmenn borgarráðs þá fundi og embættismenn úr Borgartúni komu í ráðhúsið þegar þörf var á til að fylgja sínum málum eftir. Öllum sóttvörnum var mætt í hvívetna. Minnt er á að Alþingi hefur í gegnum faraldurinn haldið uppi reglulegum þingfundum í Alþingishúsinu. Borgarráð hefur EKKI afsalað sér neinum völdum til hinnar svokölluðu neyðarstjórnar. Í reglugerð nr. Nr. 1306/2020, sem heilbrigðisráðherra setti í lok desember sl. um fjöldatakmarkanir kemur eftirfarandi m.a. fram: „Framhaldsskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30. Háskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50“. Langt er síðan sundlaugar voru opnaðar. Hvað gerir 11 manna borgarráð „svo sérstakt“ að ekki er hægt að halda fundi í ráðhúsinu að uppfylltum sóttvörnum? Síðasti borgarstjórnarfundur var haldinn í ráðhúsinu og var skipt upp í sóttvarnarhólf algjörlega vandræðalaust. Valdbeiting hinnar svokölluðu neyðarstjórnar Reykjavíkur á slíkur yfirgangur og valdhroki að ekki verður lengur við unað. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík mega ekki og geta ekki látið ræna frá sér völdum sem þeir voru kosnir til af íbúum borgarinnar í lögbundnum borgarstjórnarkosningum. Því lagði ég fram á fundi borgarráðs í dag eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að frá og með 14. janúar 2021 verði reglulegir fundir ráðsins haldnir í borgarstjórnarsal ráðhússins.“ Meirhlutinn vísaði þessari tillögu frá. Það er ljóst að valdatakan á að halda áfram svo lengi sem stætt er undir stjórn formanns almannavarna Dags B. Eggertssonar sem er eini kjörni fulltrúinn í hinni svokölluðu neyðarstjórn Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sá fordæmalausi atburður átti sér stað um miðjan dag þann 6. janúar sl. að kjörnum fulltrúum í borgarráði barst tölvupóstur þar sem þeim var tilkynnt að hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið að fundur borgarráðs daginn eftir yrði fjarfundur en yrði ekki haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Orðrétt sagði í fundarboðinu: „Í samræmi við gildandi tilmæli neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar verður fundur borgarráðs þann 7. janúar einungis haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.“ Hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur undir stjórn borgarstjóra Dags B. Eggertssonar heldur valdatöku sinni áfram og hefur ástandið nú varað í rúma 10 mánuði. Á þessu sannast að borgarstjóri sem er formaður almannavarna á höfuðborgarsvæðinu gengur á svig við sveitastjórnarlög, stjórnsýslulög og samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar og borgarráðs. Á sama tíma gerir hann starf formanns borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur að engu, en formaður borgarráðs á að boða fundi ráðsins. Ekki dugði borgarstjóra að brjóta persónuverndarlög í átaki til aukinnar kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningunum og verða þar með uppvís að kosningasvindli. Áfram heldur borgarstjóri lagasniðgöngu. Hvar enda þessir einræðistilburðir borgarstjóra? Hvers vegna í veröldinni er kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur haldið frá ráðhúsinu með þessum hætti? Í ráðhúsinu eru margar vistaverur og hefur húsið yfir tveimur mjög stórum sölum að ræða – borgarstjórnarsalinn og Tjarnarsalinn. Borgarráð telur 10 kjörna fulltrúa auk borgarstjóra og ritara borgarráðs. Það er fullkomlega vandalaust að borgarráð fundi í borgarstjórnarsalnum eins og gert var lengst af eftir komu Covid-19 til landsins. Meira að segja sátu fleiri starfsmenn borgarráðs þá fundi og embættismenn úr Borgartúni komu í ráðhúsið þegar þörf var á til að fylgja sínum málum eftir. Öllum sóttvörnum var mætt í hvívetna. Minnt er á að Alþingi hefur í gegnum faraldurinn haldið uppi reglulegum þingfundum í Alþingishúsinu. Borgarráð hefur EKKI afsalað sér neinum völdum til hinnar svokölluðu neyðarstjórnar. Í reglugerð nr. Nr. 1306/2020, sem heilbrigðisráðherra setti í lok desember sl. um fjöldatakmarkanir kemur eftirfarandi m.a. fram: „Framhaldsskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30. Háskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50“. Langt er síðan sundlaugar voru opnaðar. Hvað gerir 11 manna borgarráð „svo sérstakt“ að ekki er hægt að halda fundi í ráðhúsinu að uppfylltum sóttvörnum? Síðasti borgarstjórnarfundur var haldinn í ráðhúsinu og var skipt upp í sóttvarnarhólf algjörlega vandræðalaust. Valdbeiting hinnar svokölluðu neyðarstjórnar Reykjavíkur á slíkur yfirgangur og valdhroki að ekki verður lengur við unað. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík mega ekki og geta ekki látið ræna frá sér völdum sem þeir voru kosnir til af íbúum borgarinnar í lögbundnum borgarstjórnarkosningum. Því lagði ég fram á fundi borgarráðs í dag eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að frá og með 14. janúar 2021 verði reglulegir fundir ráðsins haldnir í borgarstjórnarsal ráðhússins.“ Meirhlutinn vísaði þessari tillögu frá. Það er ljóst að valdatakan á að halda áfram svo lengi sem stætt er undir stjórn formanns almannavarna Dags B. Eggertssonar sem er eini kjörni fulltrúinn í hinni svokölluðu neyðarstjórn Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun