Viðunandi húsnæði snýst um mannréttindi ekki forréttindi Drífa Snædal skrifar 5. febrúar 2021 14:00 Enn ein skýrslan um bágt ástand á húsnæðismarkaði leit dagsins ljós í upphafi vikunnar. Í henni voru ekki að finna ný tíðindi heldur staðfestingu á því sem hefur verið til umfjöllunar áður: Það vantar íbúðir, við byggjum ekki nóg, margir búa í hræðilegu húsnæði, það er ólíðandi. Við vitum þetta og höfum vitað lengi og við vitum meira að segja hvernig á að leysa málið. Það þarf að skipuleggja fleiri byggingalóðir, m.a. Keldnaland og byggja þar hagkvæmar íbúðir og það þarf að styrkja stöðu leigjenda á leigumarkaðnum með samþykkt nýrra húsaleigulaga. Frumvarpið hefur verið tilbúið í meira en ár en einhverra hluta vegna hefur það ekki verið lagt fyrir þingið. Í því er meðal annars að finna svokallaða leigubremsu þannig að leigusalar geta ekki hækkað leigu eins og þeim sýnist. Leigusamningar verða skráningarskyldir þannig að við fáum yfirlit yfir leigumarkaðinn og í frumvarpinu er í raun viðurkennt að leigjendur og leigusalar standa ekki jafnfætis heldur eru leigjendur í veikari stöðu. Það er löngu kominn tími til að löggjöfin endurspegli þann veruleika. Látum skýrslu samráðshóps um óleyfisbúsetu ekki verða enn eina staðfestinguna á því sem við vitum án þess að nokkuð sé gert. Félagsleg og líkamleg heilsa fólks er í húfi. Kveikur fjallaði um styrki til fyrirtækja í þætti sínum á fimmtudagskvöld og hóf þar með nauðsynlegt uppgjör við það hvernig til hefur tekist í aðgerðum stjórnvalda. Það vakti óneitanlega athygli að ráðherrar voru ekki til viðtals um eigin ákvarðanir og afleiðingar þeirra. Og það engar smá ákvarðanir! Milljarðar hafa farið til fyrirtækja og það er deginum ljósara að nauðsynlegar kröfur fyrir styrkveitingum voru ekki reistar. Af því tilefni minni ég á kröfur ASÍ um skilyrði fyrir stuðning við fyrirtæki sem við birtum fyrir tæpu ári síðan í “Rétta leiðin - frá kreppu til lífsgæða”. Meðal skilyrða sem þar eru nefnd er að: Fyrirtæki sýni fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. Eigendur hafi þegar nýtt eigin bjargir og stuðningur nýtist gagngert til að viðhalda störfum og skapa ný. Girt sé fyrir arðgreiðslur, óumsamda kaupauka og kaup í eigin hlutabréfum hjá fyrirtækjum sem njóta opinberrar aðstoðar og fyrirgreiðslu. Laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks skv. mælingum Hagstofunnar. Þetta eru eðlilegar kröfur þegar ríkiskassinn er opnaður upp á gátt. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Enn ein skýrslan um bágt ástand á húsnæðismarkaði leit dagsins ljós í upphafi vikunnar. Í henni voru ekki að finna ný tíðindi heldur staðfestingu á því sem hefur verið til umfjöllunar áður: Það vantar íbúðir, við byggjum ekki nóg, margir búa í hræðilegu húsnæði, það er ólíðandi. Við vitum þetta og höfum vitað lengi og við vitum meira að segja hvernig á að leysa málið. Það þarf að skipuleggja fleiri byggingalóðir, m.a. Keldnaland og byggja þar hagkvæmar íbúðir og það þarf að styrkja stöðu leigjenda á leigumarkaðnum með samþykkt nýrra húsaleigulaga. Frumvarpið hefur verið tilbúið í meira en ár en einhverra hluta vegna hefur það ekki verið lagt fyrir þingið. Í því er meðal annars að finna svokallaða leigubremsu þannig að leigusalar geta ekki hækkað leigu eins og þeim sýnist. Leigusamningar verða skráningarskyldir þannig að við fáum yfirlit yfir leigumarkaðinn og í frumvarpinu er í raun viðurkennt að leigjendur og leigusalar standa ekki jafnfætis heldur eru leigjendur í veikari stöðu. Það er löngu kominn tími til að löggjöfin endurspegli þann veruleika. Látum skýrslu samráðshóps um óleyfisbúsetu ekki verða enn eina staðfestinguna á því sem við vitum án þess að nokkuð sé gert. Félagsleg og líkamleg heilsa fólks er í húfi. Kveikur fjallaði um styrki til fyrirtækja í þætti sínum á fimmtudagskvöld og hóf þar með nauðsynlegt uppgjör við það hvernig til hefur tekist í aðgerðum stjórnvalda. Það vakti óneitanlega athygli að ráðherrar voru ekki til viðtals um eigin ákvarðanir og afleiðingar þeirra. Og það engar smá ákvarðanir! Milljarðar hafa farið til fyrirtækja og það er deginum ljósara að nauðsynlegar kröfur fyrir styrkveitingum voru ekki reistar. Af því tilefni minni ég á kröfur ASÍ um skilyrði fyrir stuðning við fyrirtæki sem við birtum fyrir tæpu ári síðan í “Rétta leiðin - frá kreppu til lífsgæða”. Meðal skilyrða sem þar eru nefnd er að: Fyrirtæki sýni fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. Eigendur hafi þegar nýtt eigin bjargir og stuðningur nýtist gagngert til að viðhalda störfum og skapa ný. Girt sé fyrir arðgreiðslur, óumsamda kaupauka og kaup í eigin hlutabréfum hjá fyrirtækjum sem njóta opinberrar aðstoðar og fyrirgreiðslu. Laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks skv. mælingum Hagstofunnar. Þetta eru eðlilegar kröfur þegar ríkiskassinn er opnaður upp á gátt. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar