Krónan okkar frjáls á ný fyrir græðgisvæðingu viðskiptaelítunnar Jóhann Sigmarsson skrifar 30. apríl 2021 15:30 Í Alþingiskosningum 2016 fékk Björt framtíð fjóra menn kjörna. Björt framtíð myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinum og Viðreisn í janúar 2017. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnarinnar leysti Benedikt Jóhannesson þá fjármálaráðherra gjaldeyrishöftin sem sett voru á með neyðarlögunum í hruninu. Krónan var frjáls og ekki bundin við neinn annan gjaldmiðil. Fljótt fóru viðskipti á stað með krónuna og gjaldeyri var keyptur. Veikti það stöðu krónunar. Ég er persónulega sammála um það að krónan eigi að vera fráls. Enn vegna hversu íslenska krónan er lítil í alþjóða gjaldeyriskerfinu þá verður annað hvort að binda hana við stóran gjaldmiðil, eða Ísland þarf að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Þetta eiga allar ríkisstjórnir að vita sem að hafa setið á Alþingi frá tíunda tug síðustu aldar og eftir hrun 2008. Ríkisstjórnirnar og gömlu flokkarnir hafa ekki leyst vandmálið vegna sérhagsmuna viðskiptaelítunar sem í sumum tilvikum eru þeir sjálfir. Að öllum líkindum er viðkomandi gjörningur á gráu svæði við stjórnarskrá sem að tilteknir flokkar, embættismenn, þingmenn og ráðherrar hafa beitt til að ná sínu framgengt fyrir viðskiptaelítuna og sennilega eigin hagsmuni líka. Það lítur þannig út að ríkisstjórnin hafi víðsvitandi verið að taka stöðu á móti krónunni með að leysa höftin. Seðlabankinn er stjórntæki þeirra ríku. Seðlabanki Íslands hefur í áratugi verið notaður sem stjórntæki fyrir þá ríku. Þegar að krónan lækkar gagnvart gjaldeyri þá hækka allar vörur í landinu fyrir almenning sem að fluttar eru til landsins, svo einfalt er það. Þeir græða sem að kaupa gjaldeyri í miklu magni vegna þess að þá kemur neikvæð sveifla í krónuna. Það bitnar á hagkerfinu vegna hversu það er lítið. Seðlabankinn yrði óþörf stofnun ef að íslendingar færu inn í Evrópusambandið. Slit á stjórnarsamstarfi. Í september sama ár ákvað Björt framtíð að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu þar sem þau töldu Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, hafa gerst sekan um trúnaðarbrest þegar hann upplýsti ríkisstjórnina ekki um bréf sem faðir hans hafði skrifað og varðaði uppreisn æru dæmds barnaníðings. Í kjölfarið var þing rofið og kosið á ný í október 2017. Björt framtíð féll af þingi. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra og fékk umboð fyrir að boða til næstu kosninga. Það skyldi verða fljótt. Hann hafði einungis u.þ.b þrjá mánuði til stefnu af augsýnilegum ástæðum. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra var sendur út á örkina til að láta skrifa yfir fréttirnar sem að bárust um barnaníðingsmálinu til erlendra sendiráða og fjölmiðla. Notaðist hann einnig við Íslandsstofu í þeim tilgangi. Glitnir sem að var gjaldþrota banki setti lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, upp úr gögnum innan úr Glitni sem ætlaði m.a. að fjalla um innherjasvik og viðskiptahætti Bjarni Benediktssonar og Engeyjarfjölskyldunnar, á árunum fyrir og eftir hrun. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður og setu í efnahags- og skattanefnd aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis vegna þátttöku sinnar á fundum um slæma stöðu bankans og fjármálakerfisins í heild sinni. Lög á brotum vegna innherjaupplýsinga og markaðssvika geta varðað sektir eða fangelsi allt að tveimur árum. Sjóður 9 og innherjasvik. Samkvæmt nafna- og fyrirtækjalista frá Stundinni eru þetta aðilarnir sem að seldu í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett fyrir hrun; Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra í stjórn Katrínar Jakobsdóttur, Benedikt Sveinsson faðir Bjarna, Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna, Þorsteinn Már Baldvinsson, þáverandi stjórnarformaður Glitnis og forstjóri Samherja, Kristján Þór Júlíusson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Illugi Gunnarsson stjórnarformaður í Sjóð 9 og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, Össur Skarphéðinsson þáverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar, iðnaðarráðherra og utanríkisráðherra í Skjaldborgarstjórn Jóhönnu og Steingríms J. 2009-2013, Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra fyrir Samfylkinguna, Geir H. Haarde forsætisráðherra í Guð Blessi Ísland- hrunstjórninni, Einar Örn Ólafsson framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Glitnis, Atli Rafn Björnsson aðstoðarmaður Lárusar Weldings, Jónas Fr. Jónson forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), Agla Hendriksdóttir framkvæmdastjóri Íslandssjóðs, Már Másson upplýsingafulltrúi Glitnis, Alexander K Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glitnis, Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, Ingi Rafn Júlíusson stjórnandi í Glitni, Bjarni Markússon sem að sinnti m.a. eignastýringu fyrir Bjarna Benediktsson í Glitni, Hermann Sævar Guðmundsson forstjóri N1, Bjarni Ármannsson bankastjóri Glitnis, Davíð Oddsson seðlabankastjóri, Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hjá Glitni og Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins (FME). Fyrirtæki sem að nýttu sér innherjaupplýsingarnar voru m.a. Glitnir, Hafsilfur ehf, Hrómundur ehf, BNT, N1, Baugur, Hagar, Landic Property, Gnúpur, Fiskisund ehf, Fjarðalax, Arnarlax og Skeljungur. Mútuferðir, innherjaviðskipti og afskriftir. Fram hefur komið að Bjarni Benediktsson hafi verið skráður í fimm boðsferðir á vegum Glitnis á árunum fyrir hrun. Fjórar þeirra voru utanlandsferðir en sú fimmta veiðiferð að Langá á Mýrum og er það brot á reglum þingmanna. Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og fjölskylda hans forðuðu sem nemur andvirði 6.300 íslenskra lágmarkslauna, með sölu hlutabréfa og verðbréfa sem rýrnuðu eða urðu verðlaus við bankahrunið, þegar Bjarni hafði sérstakt aðgengi að innherjaupplýsingum um slæma stöðu bankans og sjóðs 9, bæði sem trúnaðarmaður almennings og sem þátttakandi og gerandi í viðskiptalífinu. Hann sat einnig í stjórn fyrirtækja sem að fengu 130 milljarða afskrifaða hjá þjóðinni. Það yrði ærið verk fyrir Einar Kárason rithöfund og varaþingmann Samfylkingarinnar ef hann ætlaði að fara hvítþvo allt þetta fólk af viðskiptafléttum sínum eins og að hann var ráðinn í að gera fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson. Greyið var svo mikið fórnarlamb. Hann var eins og frekur krakki í nammibúð. Hann vildi bókstaflega allt stórt, Woolworths, Debenhams, Karen Millen, Topshop, Harrods, D’Angleterre, einkaflugvél og snekkju allt á kostnað sjóða sem að landið átti. Hver á að hjálpa Íslandi þegar að seinni hálfleikur kemur frá Jóni Ásgeiri eins og er lýst í forsíðuviðtali fyrir nokkru á DV? Í Panamaskjölunum var að finna upplýsingar um félagið Guru Invest, sem skráð er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, og hefur fjármagnað fjölmörg verkefni í Bretlandi og á Íslandi eftir hrun. Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, var skráður með prókúru í félaginu og tengist mörgum verkefnanna sem það hefur fjármagnað. Það sem að útrásarvíkingarnir gerðu var þrennt; Þeir rændu alla banka innan frá, flest allir sjóðir frá fólkinu í landinu og sumum tilvikum erlendis voru tæmdir. Þeir fengu allt afskrifað. Þeir reyndu að græðgisvæða þjóðina í gegnum fjölmiðla í landinu. Viðskipti þurfa ekki að vera flókin. Það er hægt að hafa ánægju af þeim líka. Í gamla daga voru viðskipti jafnvel bara handsöluð. Báðir aðilar fóru sáttir og brosandi frá borðinu. Það stóð allt sem að viðskiptin voru um. Viðskipti fjalla fyrst og fremst um það, en ekki einhverjar sjálftökur, græðgi, óheiðarleika og nauðungarsölur. Það eru svik og sorg. Lífið gengur ekki út á að láta náungan líða skort út af sér. það gengur út á að deila öllu því góða sem að þér hefur verið gefið áfram til komandi kynslóða. Það eiga allir að hafa jafnan rétt á lífinu. Lögbannið á Stundina varaði í meira en ár. Það var svo leyst eftir að Bjarni Benediktsson var orðinn fjármálaráðherra að nýju í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem að Vinstri Græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn mynduðu. Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í Alþingiskosningum 2016 fékk Björt framtíð fjóra menn kjörna. Björt framtíð myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinum og Viðreisn í janúar 2017. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnarinnar leysti Benedikt Jóhannesson þá fjármálaráðherra gjaldeyrishöftin sem sett voru á með neyðarlögunum í hruninu. Krónan var frjáls og ekki bundin við neinn annan gjaldmiðil. Fljótt fóru viðskipti á stað með krónuna og gjaldeyri var keyptur. Veikti það stöðu krónunar. Ég er persónulega sammála um það að krónan eigi að vera fráls. Enn vegna hversu íslenska krónan er lítil í alþjóða gjaldeyriskerfinu þá verður annað hvort að binda hana við stóran gjaldmiðil, eða Ísland þarf að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Þetta eiga allar ríkisstjórnir að vita sem að hafa setið á Alþingi frá tíunda tug síðustu aldar og eftir hrun 2008. Ríkisstjórnirnar og gömlu flokkarnir hafa ekki leyst vandmálið vegna sérhagsmuna viðskiptaelítunar sem í sumum tilvikum eru þeir sjálfir. Að öllum líkindum er viðkomandi gjörningur á gráu svæði við stjórnarskrá sem að tilteknir flokkar, embættismenn, þingmenn og ráðherrar hafa beitt til að ná sínu framgengt fyrir viðskiptaelítuna og sennilega eigin hagsmuni líka. Það lítur þannig út að ríkisstjórnin hafi víðsvitandi verið að taka stöðu á móti krónunni með að leysa höftin. Seðlabankinn er stjórntæki þeirra ríku. Seðlabanki Íslands hefur í áratugi verið notaður sem stjórntæki fyrir þá ríku. Þegar að krónan lækkar gagnvart gjaldeyri þá hækka allar vörur í landinu fyrir almenning sem að fluttar eru til landsins, svo einfalt er það. Þeir græða sem að kaupa gjaldeyri í miklu magni vegna þess að þá kemur neikvæð sveifla í krónuna. Það bitnar á hagkerfinu vegna hversu það er lítið. Seðlabankinn yrði óþörf stofnun ef að íslendingar færu inn í Evrópusambandið. Slit á stjórnarsamstarfi. Í september sama ár ákvað Björt framtíð að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu þar sem þau töldu Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, hafa gerst sekan um trúnaðarbrest þegar hann upplýsti ríkisstjórnina ekki um bréf sem faðir hans hafði skrifað og varðaði uppreisn æru dæmds barnaníðings. Í kjölfarið var þing rofið og kosið á ný í október 2017. Björt framtíð féll af þingi. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra og fékk umboð fyrir að boða til næstu kosninga. Það skyldi verða fljótt. Hann hafði einungis u.þ.b þrjá mánuði til stefnu af augsýnilegum ástæðum. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra var sendur út á örkina til að láta skrifa yfir fréttirnar sem að bárust um barnaníðingsmálinu til erlendra sendiráða og fjölmiðla. Notaðist hann einnig við Íslandsstofu í þeim tilgangi. Glitnir sem að var gjaldþrota banki setti lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, upp úr gögnum innan úr Glitni sem ætlaði m.a. að fjalla um innherjasvik og viðskiptahætti Bjarni Benediktssonar og Engeyjarfjölskyldunnar, á árunum fyrir og eftir hrun. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður og setu í efnahags- og skattanefnd aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis vegna þátttöku sinnar á fundum um slæma stöðu bankans og fjármálakerfisins í heild sinni. Lög á brotum vegna innherjaupplýsinga og markaðssvika geta varðað sektir eða fangelsi allt að tveimur árum. Sjóður 9 og innherjasvik. Samkvæmt nafna- og fyrirtækjalista frá Stundinni eru þetta aðilarnir sem að seldu í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett fyrir hrun; Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra í stjórn Katrínar Jakobsdóttur, Benedikt Sveinsson faðir Bjarna, Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna, Þorsteinn Már Baldvinsson, þáverandi stjórnarformaður Glitnis og forstjóri Samherja, Kristján Þór Júlíusson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Illugi Gunnarsson stjórnarformaður í Sjóð 9 og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, Össur Skarphéðinsson þáverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar, iðnaðarráðherra og utanríkisráðherra í Skjaldborgarstjórn Jóhönnu og Steingríms J. 2009-2013, Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra fyrir Samfylkinguna, Geir H. Haarde forsætisráðherra í Guð Blessi Ísland- hrunstjórninni, Einar Örn Ólafsson framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Glitnis, Atli Rafn Björnsson aðstoðarmaður Lárusar Weldings, Jónas Fr. Jónson forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), Agla Hendriksdóttir framkvæmdastjóri Íslandssjóðs, Már Másson upplýsingafulltrúi Glitnis, Alexander K Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glitnis, Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, Ingi Rafn Júlíusson stjórnandi í Glitni, Bjarni Markússon sem að sinnti m.a. eignastýringu fyrir Bjarna Benediktsson í Glitni, Hermann Sævar Guðmundsson forstjóri N1, Bjarni Ármannsson bankastjóri Glitnis, Davíð Oddsson seðlabankastjóri, Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hjá Glitni og Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins (FME). Fyrirtæki sem að nýttu sér innherjaupplýsingarnar voru m.a. Glitnir, Hafsilfur ehf, Hrómundur ehf, BNT, N1, Baugur, Hagar, Landic Property, Gnúpur, Fiskisund ehf, Fjarðalax, Arnarlax og Skeljungur. Mútuferðir, innherjaviðskipti og afskriftir. Fram hefur komið að Bjarni Benediktsson hafi verið skráður í fimm boðsferðir á vegum Glitnis á árunum fyrir hrun. Fjórar þeirra voru utanlandsferðir en sú fimmta veiðiferð að Langá á Mýrum og er það brot á reglum þingmanna. Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og fjölskylda hans forðuðu sem nemur andvirði 6.300 íslenskra lágmarkslauna, með sölu hlutabréfa og verðbréfa sem rýrnuðu eða urðu verðlaus við bankahrunið, þegar Bjarni hafði sérstakt aðgengi að innherjaupplýsingum um slæma stöðu bankans og sjóðs 9, bæði sem trúnaðarmaður almennings og sem þátttakandi og gerandi í viðskiptalífinu. Hann sat einnig í stjórn fyrirtækja sem að fengu 130 milljarða afskrifaða hjá þjóðinni. Það yrði ærið verk fyrir Einar Kárason rithöfund og varaþingmann Samfylkingarinnar ef hann ætlaði að fara hvítþvo allt þetta fólk af viðskiptafléttum sínum eins og að hann var ráðinn í að gera fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson. Greyið var svo mikið fórnarlamb. Hann var eins og frekur krakki í nammibúð. Hann vildi bókstaflega allt stórt, Woolworths, Debenhams, Karen Millen, Topshop, Harrods, D’Angleterre, einkaflugvél og snekkju allt á kostnað sjóða sem að landið átti. Hver á að hjálpa Íslandi þegar að seinni hálfleikur kemur frá Jóni Ásgeiri eins og er lýst í forsíðuviðtali fyrir nokkru á DV? Í Panamaskjölunum var að finna upplýsingar um félagið Guru Invest, sem skráð er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, og hefur fjármagnað fjölmörg verkefni í Bretlandi og á Íslandi eftir hrun. Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, var skráður með prókúru í félaginu og tengist mörgum verkefnanna sem það hefur fjármagnað. Það sem að útrásarvíkingarnir gerðu var þrennt; Þeir rændu alla banka innan frá, flest allir sjóðir frá fólkinu í landinu og sumum tilvikum erlendis voru tæmdir. Þeir fengu allt afskrifað. Þeir reyndu að græðgisvæða þjóðina í gegnum fjölmiðla í landinu. Viðskipti þurfa ekki að vera flókin. Það er hægt að hafa ánægju af þeim líka. Í gamla daga voru viðskipti jafnvel bara handsöluð. Báðir aðilar fóru sáttir og brosandi frá borðinu. Það stóð allt sem að viðskiptin voru um. Viðskipti fjalla fyrst og fremst um það, en ekki einhverjar sjálftökur, græðgi, óheiðarleika og nauðungarsölur. Það eru svik og sorg. Lífið gengur ekki út á að láta náungan líða skort út af sér. það gengur út á að deila öllu því góða sem að þér hefur verið gefið áfram til komandi kynslóða. Það eiga allir að hafa jafnan rétt á lífinu. Lögbannið á Stundina varaði í meira en ár. Það var svo leyst eftir að Bjarni Benediktsson var orðinn fjármálaráðherra að nýju í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem að Vinstri Græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn mynduðu. Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun