Heilbrigðiskerfið á hættustigi Erna Bjarnadóttir skrifar 27. júlí 2021 08:00 Ný bylgja COVID-19 sjúkdómsins sem borin er uppi af svo nefndu Delta afbrigði hefur skollið yfir okkur á örfáum dögum. Heilbrigðiskerfið er vanmáttugt gagnvart þessari óáran. Núna um hásumar eru starfsmenn eðlilega í sumarfríum. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og skipulag þess virðist hannað í þá veru að hægt sé að nær slökkva á því yfir sumartímann nema fyrir það sem kalla má lífsbjargandi viðbrögð. Annað má bíða. Auk sumarleyfa eru hundruð starfsmanna í sóttkví, enda eru þeir þverskurður af samfélaginu. Landspítalinn er því nú þegar kominn á skilgreint hættustig. Heilbrigðiskerfið vanrækt Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir stöðuna sem upp er komin. Annars vegar fyrir að hafa vanrækt að efla LSH, mönnun hafi verið einstaklega bágborin í sumar, takmarkað ráðið af afleysingafólki og fjölda legurýma verið lokað. Skemmst er þess einnig að minnast að 985 læknar, skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þar sem þau söguðu m.a. að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Það sem hann nefnir þó fyrst er að stjórnvöld hafi brugðist með því að opna landamæri landsins upp á gátt og leyfa þannig nær óheft innflæði af smituðum en bólusettum einstaklingum. Sóttvarnalæknir hefur sagt í fjölmiðlum að við þessu hefði mátt búast. Á þetta hefur verið bent af fleirum jafnvel þó nokkru áður en þessar ákvarðanir voru teknar. Er Sóttvarnaráð til skrauts? Í fjölmiðlum hefur komið fram að þegar lögskipað Sóttvarnaráð Íslands fundaði síðast, þann 4. maí síðastliðinn, var það sett fram sem „algjört skilyrði“ fyrir opnun landsins að allir sem kæmu til landsins yrðu skimaðir fyrir kórónuveirunni, eins og haft var eftir Vilhjálmi Ara Arasyni lækni og fulltrúa Læknafélags Íslands í ráðinu, í frétt mbl.is þann 7. júlí 2020, sjá hér: . Sóttvarnaráð Íslands fékk heldur ekki neinu ráðið í skipulagi, vali eða forgangsröðun bólusetninga gegn Covid19. Hvers vegna er gengið fram hjá lögskipuðu ráðgjafaráði á hættutímum sem þessum. Er það af því að betra er að hlíta ráðum frá fáum en hafa marga með í ráðum? Sé svarið við því já eru stjórnvöld kolfallin bæði á lýðræðisprófi og því að fara eftir eigin lögum. Slíkt lögskipað ráð á að sjálfsögðu að kveða til starfa þar sem því er ætlað hlutverk. Með því má líka létta byrðar þeirra fáu sem borið hafa hitann og þungann af skipulagningu aðgerða og mótun tillagna fram til þessa. Ríkisstjórnin ber síðan ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar. Henni ber að horfa á og leggja mat á heildarhagsmuni. Nú stöndum við frammi fyrir því að skima þúsundir á degi hverjum, hundruð eða þúsundir eru í sóttkví með tilheyrandi vinnutapi og samfélagskostnaði, starfsfólk heilbrigðiskerfisins situr undir „hótun“ um að vera kallað úr sumarfríum og LSH er kominn á hættustig vegna þess að vanrækt hefur verið að efla hann, svo notuð séu orð Ragnars Freys. Ljóst er að eitthvert sambland af málamiðlunum og óskhyggju hefur setið við stjórnvölinn. Hér þarf að skipta um stefnu og móta skýra sýn um framhald aðgerða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ný bylgja COVID-19 sjúkdómsins sem borin er uppi af svo nefndu Delta afbrigði hefur skollið yfir okkur á örfáum dögum. Heilbrigðiskerfið er vanmáttugt gagnvart þessari óáran. Núna um hásumar eru starfsmenn eðlilega í sumarfríum. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og skipulag þess virðist hannað í þá veru að hægt sé að nær slökkva á því yfir sumartímann nema fyrir það sem kalla má lífsbjargandi viðbrögð. Annað má bíða. Auk sumarleyfa eru hundruð starfsmanna í sóttkví, enda eru þeir þverskurður af samfélaginu. Landspítalinn er því nú þegar kominn á skilgreint hættustig. Heilbrigðiskerfið vanrækt Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir stöðuna sem upp er komin. Annars vegar fyrir að hafa vanrækt að efla LSH, mönnun hafi verið einstaklega bágborin í sumar, takmarkað ráðið af afleysingafólki og fjölda legurýma verið lokað. Skemmst er þess einnig að minnast að 985 læknar, skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þar sem þau söguðu m.a. að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Það sem hann nefnir þó fyrst er að stjórnvöld hafi brugðist með því að opna landamæri landsins upp á gátt og leyfa þannig nær óheft innflæði af smituðum en bólusettum einstaklingum. Sóttvarnalæknir hefur sagt í fjölmiðlum að við þessu hefði mátt búast. Á þetta hefur verið bent af fleirum jafnvel þó nokkru áður en þessar ákvarðanir voru teknar. Er Sóttvarnaráð til skrauts? Í fjölmiðlum hefur komið fram að þegar lögskipað Sóttvarnaráð Íslands fundaði síðast, þann 4. maí síðastliðinn, var það sett fram sem „algjört skilyrði“ fyrir opnun landsins að allir sem kæmu til landsins yrðu skimaðir fyrir kórónuveirunni, eins og haft var eftir Vilhjálmi Ara Arasyni lækni og fulltrúa Læknafélags Íslands í ráðinu, í frétt mbl.is þann 7. júlí 2020, sjá hér: . Sóttvarnaráð Íslands fékk heldur ekki neinu ráðið í skipulagi, vali eða forgangsröðun bólusetninga gegn Covid19. Hvers vegna er gengið fram hjá lögskipuðu ráðgjafaráði á hættutímum sem þessum. Er það af því að betra er að hlíta ráðum frá fáum en hafa marga með í ráðum? Sé svarið við því já eru stjórnvöld kolfallin bæði á lýðræðisprófi og því að fara eftir eigin lögum. Slíkt lögskipað ráð á að sjálfsögðu að kveða til starfa þar sem því er ætlað hlutverk. Með því má líka létta byrðar þeirra fáu sem borið hafa hitann og þungann af skipulagningu aðgerða og mótun tillagna fram til þessa. Ríkisstjórnin ber síðan ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar. Henni ber að horfa á og leggja mat á heildarhagsmuni. Nú stöndum við frammi fyrir því að skima þúsundir á degi hverjum, hundruð eða þúsundir eru í sóttkví með tilheyrandi vinnutapi og samfélagskostnaði, starfsfólk heilbrigðiskerfisins situr undir „hótun“ um að vera kallað úr sumarfríum og LSH er kominn á hættustig vegna þess að vanrækt hefur verið að efla hann, svo notuð séu orð Ragnars Freys. Ljóst er að eitthvert sambland af málamiðlunum og óskhyggju hefur setið við stjórnvölinn. Hér þarf að skipta um stefnu og móta skýra sýn um framhald aðgerða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar