„Hjarta“ kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu var ræst í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 10:12 Íbúar Suður-Kóreu fylgjast með fréttum af starfsemi Yongbyoun í Norður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir útlit fyrir að Norður-Kóreumenn hafi ræst kjarnakljúfur ríkisins í Yongbyon fyrr á þessu ári. Í árlegri skýrslu IAEA sem birt var um helgina segir að kveikt hafi verið á kljúfinum í júlí og kælivatn hafi verið losað frá Yongbyon. Kljúfurinn er fimm megavött og framleiðir plútóníum. Auðgað úran er einnig framleitt í Yongbyon en það eru helstu efnin sem notuð eru til framleiðslu kjarnorkuvopna. Meðal annars var notast við gervihnattamyndir til að greina aukin umsvif í Yongbyon. Umsvif sem IAEA segir áhyggjuvaldandi og skýr brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst Yongbyon sem hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Alþjóðasamfélagið hefur um árabil haft áhyggjur af starfseminni þar en ekki er vitað hve mikið úran og plútóníum hefur verið framleitt þar né hvar það er geymt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, bauðst árið 2019 til þess að rífa Yongbyon á fundi með Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og það í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu. Því tilboði var þó hafnað þar sem það fól ekki í sér afvopnun Norður-Kóreu. Ríkið er talið reka nokkrar leynilegar rannsóknarstöðvar þar sem úran er auðgað og er talið að einræðisríkið hafi þegar framleitt tugi kjarnorkuvopna. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins strönduðu árið 2019, eftir nokkra fundi Kim og Trumps. Norður-Kóreumenn hafa sagt að þær muni ekki hefjast að nýju fyrr en viðskiptaþvinganir verði felldar niður. Í Bandaríkjunum hefur viðhorfið verið að það komi ekki til greina. Fyrst verði Kóreumenn að taka sín fyrstu skref í átt að afvopnun. Neita að taka upp tólið Yonhap fréttaveitan segir ráðamenn í Suður-Kóreu fylgjast grannt með gangi mála hjá nágrönnum sínum. Daglegum símtölum til Norður-Kóreu hafi ekki verið svarað í þessum mánuði eftir að ríkisstjórn Kim lýsti því yfir mikilli reiði vegna sameiginlegra heræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. 3. ágúst 2021 08:13 Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18. júlí 2021 22:31 Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Kljúfurinn er fimm megavött og framleiðir plútóníum. Auðgað úran er einnig framleitt í Yongbyon en það eru helstu efnin sem notuð eru til framleiðslu kjarnorkuvopna. Meðal annars var notast við gervihnattamyndir til að greina aukin umsvif í Yongbyon. Umsvif sem IAEA segir áhyggjuvaldandi og skýr brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst Yongbyon sem hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Alþjóðasamfélagið hefur um árabil haft áhyggjur af starfseminni þar en ekki er vitað hve mikið úran og plútóníum hefur verið framleitt þar né hvar það er geymt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, bauðst árið 2019 til þess að rífa Yongbyon á fundi með Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og það í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu. Því tilboði var þó hafnað þar sem það fól ekki í sér afvopnun Norður-Kóreu. Ríkið er talið reka nokkrar leynilegar rannsóknarstöðvar þar sem úran er auðgað og er talið að einræðisríkið hafi þegar framleitt tugi kjarnorkuvopna. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins strönduðu árið 2019, eftir nokkra fundi Kim og Trumps. Norður-Kóreumenn hafa sagt að þær muni ekki hefjast að nýju fyrr en viðskiptaþvinganir verði felldar niður. Í Bandaríkjunum hefur viðhorfið verið að það komi ekki til greina. Fyrst verði Kóreumenn að taka sín fyrstu skref í átt að afvopnun. Neita að taka upp tólið Yonhap fréttaveitan segir ráðamenn í Suður-Kóreu fylgjast grannt með gangi mála hjá nágrönnum sínum. Daglegum símtölum til Norður-Kóreu hafi ekki verið svarað í þessum mánuði eftir að ríkisstjórn Kim lýsti því yfir mikilli reiði vegna sameiginlegra heræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. 3. ágúst 2021 08:13 Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18. júlí 2021 22:31 Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03
Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. 3. ágúst 2021 08:13
Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18. júlí 2021 22:31
Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14
Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01