Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 11:50 Trump ávarpar stuðningsmenn sína dagin örlagaríka 6. janúar. Stór hluti mannfjöldans hélt síðan að þinghúsinu, réðst á lögreglumenn og braut sér leið inn í bygginguna. AP/Jacquelyn Martin Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. Árás múgs stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar var sú versta frá innrás Bretar árið 1812. Hátt í sex hundruð manns hafa verið ákærðir fyrir aðild að atlögunni en markmið hennar var að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu sigur Joes Biden í forsetakosningunum. Trump var kærður fyrir embættisbrot vegna árásinnar en hann var talinn hafa eggjað stuðningsmenn sína til hennar með þrálátum lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Öldungadeild þingsins sýknaði hann af kærunni. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings rannsakar árásina og aðdraganda hennar. Þingflokkur repúblikana lagðist gegn stofnun nefndarinnar. Þrátt fyrir það eiga tveir repúblikanar sæti í nefndinni, þau Liz Cheney og Adam Kinzinger. Þau voru bæði á meðal tíu repúblikana í fulltrúadeildinni sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot. Bennie Thompson, formaður þingnefndarinnar, segir að hún hafi nú stefnt fjórum fyrrverandi embættismönnum Trump. Auk Meadows var Dan Scavino, fyrrverandi aðstoðarskrifstofustjóri Hvíta hússins, Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump og Kash Patel, fyrrverandi skrifstofustjóri í varnarmálaráðuneytinu, stefnt til að bera vitni í október og afhenda nefndinni gögn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, stendur hér að baki forsetans fyrrverandi.EPA/Sarah Silbiger Ætla að berjast gegn stefnunum Meadows tók þátt í að þrýsta á embættismenn í einstökum ríkjum um að endurskoða úrslit forsetakosninganna þar. Thompson segir að Meadows hafi einnig verið í samskiptum við skipuleggjendur útifundar í Washington-borg daginn sem árásin var gerð. Stuðningsmenn Trump héldu þaðan að þinghúsinu, börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið. Trump hélt þrumuræðu á útifundinum þar sem hann sagði stuðningsmönnum sínum meðal annars að þeir tækju landið sitt aldrei til baka með „veikleika“ og hvatti þá til að fylkja liði að þinghúsinu. Lofaði hann að sjálfur myndi fylgja þeim að þinghúsinu en lét sig síðan hverfa heim í Hvíta húsið. Bannon er sagður hafa reynt að sannfæra fjölda þingmanna um að neita að staðfesta úrslit kosninganna. Þá lét hann þau ummæli falla opinberlega kvöldið fyrir árásina að „allt yrði brjálað“ daginn eftir. Patel ræddi ítrekað við Meadows daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Hann segist vonsvikin að nefndin hafi gefið út stefnu frekar en að óska eftir að hann ræddi við nefndarmenn sjálfviljugur. Trump segist í yfirlýsingu ætla að berjast gegn stefnunum, meðal annars með vísan í trúnað um samskipti forseta við embættismenn. Lýsir árásinni sem „innanlandshryðjuverki“ Nefndin hefur einnig krafið Hvíta húsið um ýmis konar gögn til að varpa ljósi á hvað fór úrskeiðis daginn sem árásin var gerð. Að minnsta kosti níu manns létust á meðan á árásinni stóð og eftir hana. Lögreglumaður skaut konu sem til bana sem reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar og þrír stuðningsmenn létust þegar þeir hnigu niður í mannfjöldanum. Tveir lögreglumenn sviptu sig lífi dagana eftir árásina og einn lést eftir að hann hneig niður í átökum við stuðningsmenn Trump. Þá sviptu tveir aðrir lögreglumenn sem vörðu þinghúsið sig lífi í sumar, að sögn lögreglunnar í Washington. Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hefur lýst árásinni á þinghúsið sem „innanlandshryðjuverki“. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Rannsaka aðild starfsmannastjóra Trump að þrýstingsherferð í Georgíu Athafnir Marks Meadow, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í þrýstingsherferð Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, til að breyta kosningaúrslitum í Georgíu eru líklegar til að vekja athygli umdæmissaksóknara sem rannsakar hvort að Trump hafi brotið lög með afskiptum sínum af kosningunum. 19. mars 2021 13:37 Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53 Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Árás múgs stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar var sú versta frá innrás Bretar árið 1812. Hátt í sex hundruð manns hafa verið ákærðir fyrir aðild að atlögunni en markmið hennar var að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu sigur Joes Biden í forsetakosningunum. Trump var kærður fyrir embættisbrot vegna árásinnar en hann var talinn hafa eggjað stuðningsmenn sína til hennar með þrálátum lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Öldungadeild þingsins sýknaði hann af kærunni. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings rannsakar árásina og aðdraganda hennar. Þingflokkur repúblikana lagðist gegn stofnun nefndarinnar. Þrátt fyrir það eiga tveir repúblikanar sæti í nefndinni, þau Liz Cheney og Adam Kinzinger. Þau voru bæði á meðal tíu repúblikana í fulltrúadeildinni sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot. Bennie Thompson, formaður þingnefndarinnar, segir að hún hafi nú stefnt fjórum fyrrverandi embættismönnum Trump. Auk Meadows var Dan Scavino, fyrrverandi aðstoðarskrifstofustjóri Hvíta hússins, Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump og Kash Patel, fyrrverandi skrifstofustjóri í varnarmálaráðuneytinu, stefnt til að bera vitni í október og afhenda nefndinni gögn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, stendur hér að baki forsetans fyrrverandi.EPA/Sarah Silbiger Ætla að berjast gegn stefnunum Meadows tók þátt í að þrýsta á embættismenn í einstökum ríkjum um að endurskoða úrslit forsetakosninganna þar. Thompson segir að Meadows hafi einnig verið í samskiptum við skipuleggjendur útifundar í Washington-borg daginn sem árásin var gerð. Stuðningsmenn Trump héldu þaðan að þinghúsinu, börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið. Trump hélt þrumuræðu á útifundinum þar sem hann sagði stuðningsmönnum sínum meðal annars að þeir tækju landið sitt aldrei til baka með „veikleika“ og hvatti þá til að fylkja liði að þinghúsinu. Lofaði hann að sjálfur myndi fylgja þeim að þinghúsinu en lét sig síðan hverfa heim í Hvíta húsið. Bannon er sagður hafa reynt að sannfæra fjölda þingmanna um að neita að staðfesta úrslit kosninganna. Þá lét hann þau ummæli falla opinberlega kvöldið fyrir árásina að „allt yrði brjálað“ daginn eftir. Patel ræddi ítrekað við Meadows daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Hann segist vonsvikin að nefndin hafi gefið út stefnu frekar en að óska eftir að hann ræddi við nefndarmenn sjálfviljugur. Trump segist í yfirlýsingu ætla að berjast gegn stefnunum, meðal annars með vísan í trúnað um samskipti forseta við embættismenn. Lýsir árásinni sem „innanlandshryðjuverki“ Nefndin hefur einnig krafið Hvíta húsið um ýmis konar gögn til að varpa ljósi á hvað fór úrskeiðis daginn sem árásin var gerð. Að minnsta kosti níu manns létust á meðan á árásinni stóð og eftir hana. Lögreglumaður skaut konu sem til bana sem reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar og þrír stuðningsmenn létust þegar þeir hnigu niður í mannfjöldanum. Tveir lögreglumenn sviptu sig lífi dagana eftir árásina og einn lést eftir að hann hneig niður í átökum við stuðningsmenn Trump. Þá sviptu tveir aðrir lögreglumenn sem vörðu þinghúsið sig lífi í sumar, að sögn lögreglunnar í Washington. Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hefur lýst árásinni á þinghúsið sem „innanlandshryðjuverki“.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Rannsaka aðild starfsmannastjóra Trump að þrýstingsherferð í Georgíu Athafnir Marks Meadow, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í þrýstingsherferð Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, til að breyta kosningaúrslitum í Georgíu eru líklegar til að vekja athygli umdæmissaksóknara sem rannsakar hvort að Trump hafi brotið lög með afskiptum sínum af kosningunum. 19. mars 2021 13:37 Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53 Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Rannsaka aðild starfsmannastjóra Trump að þrýstingsherferð í Georgíu Athafnir Marks Meadow, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í þrýstingsherferð Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, til að breyta kosningaúrslitum í Georgíu eru líklegar til að vekja athygli umdæmissaksóknara sem rannsakar hvort að Trump hafi brotið lög með afskiptum sínum af kosningunum. 19. mars 2021 13:37
Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53
Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01