Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 14:38 Í skýrslunni segir að þegar nýjar skuldbindingar ríkja hafi verið teknar með í reikninginn sé útlit fyrir að hitastig á jörðinni muni hækka um 2,7 gráður. Getty Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. Í skýrslunni segir að þegar nýjar skuldbindingar ríkja hafi verið teknar með í reikninginn sé útlit fyrir að hitastig á jörðinni muni hækka um 2,7 gráður, að því er segir í skýrslunni, Emissions Gap Report 2021: The Heat Is On. Skýrslan er kynnt í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 sem hefst í Glasgow í næstu viku. Niðurstöður skýrslunnar eru að viðbætur við fyrri fyrirheit aðildarríkja feli aðeins í sér 7,5 prósenta aukalegan niðurskurð losunar gastegunda sem valdi gróðurhúsaáhrifum miðað við fyrri skuldbindingar. Hins vegar sé þörf á 30 prósenta niðurskurði til þess að markmið Parísarsamningsins um tveggja gráðu hlýnun jarðar og 55 prósenta niðurskurð losunar til að ná 1,5 gráðu markmiði. Engin nettó losun getur skipt sköpum Skýrslan sem kemur út í tólfta sinn er gefin út í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26). „Komist er að þeirri niðurstöðu að fyrirheit um enga nettó losun geti skipt miklu máli. Ef þau fyrirheit sem liggja fyrir ná fram að ganga gæti hlýnunin minnkað um hálfa gráðu og numið 2.2°C fram að aldamótum. Hins vegur eru slík fyrirheit oft og tíðum loðin, ófullkomin og engar raunhæfar aðgerðir fylgja þeim í landsmarkmiðum ríkja fyrir 2030,“ segir á vef Sameinuðu þjóðanna. Ekki vandamál framtíðarinnar, heldur samtíðarinnar Haft er eftir Inger Andersen, forstjóra Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, að loftslagsbreytingar séu ekki vandamál framtíðarinnar heldur samtíðarinnar. „Við höfum átta ár til þess að helminga losun gróðurhúsalofttegunda til þess að eiga raunhæfa möguleika á að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C. Átta ár til að taka saman áætlanir, setja saman stefnumótun, hrinda þeim í framkvæmd og sjá til þess að skorið sé niður. Tif klukkunnar verður sífellt háværara,“ er haft eftir Inger. Í lok síðasta mánaðar höfðu 120 ríki afhent ný eða endurskoðuð landsmarkmið, en ríkin bera ábyrgð á rúmlega helming losunar gróðurhúsalofttegunda. Að auki hafa þrjú ríki sem eiga aðild að G20 hóp ríkustu landa heims tilkynnt um nýjar mildunaraðgerðir fyrir 2030. Guðmundur Ingi ræddi um loftslagsmarkmið Íslands á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Þá sagði hann að besta virkjunin væri orkusparnaður. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar COP26 Tengdar fréttir Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma. 1. október 2021 08:01 Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið. 2. september 2021 08:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Í skýrslunni segir að þegar nýjar skuldbindingar ríkja hafi verið teknar með í reikninginn sé útlit fyrir að hitastig á jörðinni muni hækka um 2,7 gráður, að því er segir í skýrslunni, Emissions Gap Report 2021: The Heat Is On. Skýrslan er kynnt í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 sem hefst í Glasgow í næstu viku. Niðurstöður skýrslunnar eru að viðbætur við fyrri fyrirheit aðildarríkja feli aðeins í sér 7,5 prósenta aukalegan niðurskurð losunar gastegunda sem valdi gróðurhúsaáhrifum miðað við fyrri skuldbindingar. Hins vegar sé þörf á 30 prósenta niðurskurði til þess að markmið Parísarsamningsins um tveggja gráðu hlýnun jarðar og 55 prósenta niðurskurð losunar til að ná 1,5 gráðu markmiði. Engin nettó losun getur skipt sköpum Skýrslan sem kemur út í tólfta sinn er gefin út í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26). „Komist er að þeirri niðurstöðu að fyrirheit um enga nettó losun geti skipt miklu máli. Ef þau fyrirheit sem liggja fyrir ná fram að ganga gæti hlýnunin minnkað um hálfa gráðu og numið 2.2°C fram að aldamótum. Hins vegur eru slík fyrirheit oft og tíðum loðin, ófullkomin og engar raunhæfar aðgerðir fylgja þeim í landsmarkmiðum ríkja fyrir 2030,“ segir á vef Sameinuðu þjóðanna. Ekki vandamál framtíðarinnar, heldur samtíðarinnar Haft er eftir Inger Andersen, forstjóra Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, að loftslagsbreytingar séu ekki vandamál framtíðarinnar heldur samtíðarinnar. „Við höfum átta ár til þess að helminga losun gróðurhúsalofttegunda til þess að eiga raunhæfa möguleika á að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C. Átta ár til að taka saman áætlanir, setja saman stefnumótun, hrinda þeim í framkvæmd og sjá til þess að skorið sé niður. Tif klukkunnar verður sífellt háværara,“ er haft eftir Inger. Í lok síðasta mánaðar höfðu 120 ríki afhent ný eða endurskoðuð landsmarkmið, en ríkin bera ábyrgð á rúmlega helming losunar gróðurhúsalofttegunda. Að auki hafa þrjú ríki sem eiga aðild að G20 hóp ríkustu landa heims tilkynnt um nýjar mildunaraðgerðir fyrir 2030. Guðmundur Ingi ræddi um loftslagsmarkmið Íslands á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Þá sagði hann að besta virkjunin væri orkusparnaður.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar COP26 Tengdar fréttir Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma. 1. október 2021 08:01 Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið. 2. september 2021 08:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma. 1. október 2021 08:01
Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið. 2. september 2021 08:00