Loftslagsmál og bættar samgöngur í Kópavogi Erlendur Geirdal skrifar 13. maí 2022 18:01 Loftslagsvá steðjar að jörðinni okkar og til að takast á við þetta stærsta verkefni mannkynsins þurfum við öll að breyta lífsvenjum okkar. Sveitarstjórnir leika stórt hlutverk í umhverfismálum og ákvarðanir þeirra og skipulag getur haft afgerandi áhrif á loftslagsmál. Kópavogur sýni frumkvæði Kópavogsbær hefur ekki verið leiðandi á landsvísu í umhverfismálum en því viljum við í Samfylkingunni í Kópavogi breyta. Við viljum að bærinn sýni frumkvæði og verði öðrum fyrirmynd í því að minnka kolefnisspor, bæta loftgæði og auka hlut vistvænna ferðahátta með fjölgun stíga og stuðningi við almenningssamgöngur. Betri samgöngur Við styðjum Borgarlínu heilshugar enda er hún er lykilþáttur í framtíðarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Afar mikilvægt er að sáttmálinn um uppbyggingu hennar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað, verði haldinn og að áætlaðar framkvæmdir tefjist ekki, jafnvel þótt nýtt fólk komi í sveitarstjórnir að loknum kosningum.Með Borgarlínu tengist í fyrsta áfanga, miðbær Reykjavíkur við Kársnesið og Hamraborgina í Kópavogi og þar þarf að gera ráð fyrir að fólk geti greiðlega tekið almenningsvagna eða hjólað til annarra svæða í bænum. Því þarf að huga að góðum hjólageymslum og aðgangi að deilihjólum og deilibílum þar. Í Kópavogi þarf að uppfæra áragamla hjólreiðaáætlun og gera átak í gerð og lagfæringum á göngu- og hjólastígum svo auðvelt sé að komast hjólandi á milli hverfa í bænum. Moka þarf snjó af samgöngustígum eftir þörfum á vetrum til jafns við bílaleiðir og hafa samráð um snjómokstur stíga við nágrannasveitarfélögin. Hringrásarhagkerfi og fræðsla til bæjarbúa Samfylkingin vill að Kópavogsbær líti til loftslags- og umhverfisáhrifa við öll innkaup á vörum, bílum og tækjum til bæjarins. Einnig við innkaup á matföngum fyrir leik- og grunnskóla og önnur mötuneyti á vegum bæjarins. Við viljum að bærinn setji upp sérstaka loftslagssíðu á vef bæjarins. Þar verði mælaborð með kolefnisbókhaldi Kópavogs ásamt öðrum umhverfisupplýsingum og fræðslu um hringrásarhagkerfið og hvað fyrirtæki og einstaklingar geta gert til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með því að breyta lífsháttum sínum, neysluhegðun og endurnýtingu hluta. Allt skipulag taki mið af umhverfisáhrifum Áhrif á umhverfi og loftslag þurfa að verða sjálfsagður hluti alls skipulags og á framvegis að hafa til hliðsjónar við alla ákvarðanatöku hjá Kópavogsbæ því ólíklegustu mál geta haft áhrif á losun kolefnis. Sérstaklega þarf að huga að því að nýbyggingar fylgi vistvænum stöðlum og séu byggðar til að endast vel og lengi. Erlendur Geirdal skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Samfylkingin Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Loftslagsvá steðjar að jörðinni okkar og til að takast á við þetta stærsta verkefni mannkynsins þurfum við öll að breyta lífsvenjum okkar. Sveitarstjórnir leika stórt hlutverk í umhverfismálum og ákvarðanir þeirra og skipulag getur haft afgerandi áhrif á loftslagsmál. Kópavogur sýni frumkvæði Kópavogsbær hefur ekki verið leiðandi á landsvísu í umhverfismálum en því viljum við í Samfylkingunni í Kópavogi breyta. Við viljum að bærinn sýni frumkvæði og verði öðrum fyrirmynd í því að minnka kolefnisspor, bæta loftgæði og auka hlut vistvænna ferðahátta með fjölgun stíga og stuðningi við almenningssamgöngur. Betri samgöngur Við styðjum Borgarlínu heilshugar enda er hún er lykilþáttur í framtíðarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Afar mikilvægt er að sáttmálinn um uppbyggingu hennar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað, verði haldinn og að áætlaðar framkvæmdir tefjist ekki, jafnvel þótt nýtt fólk komi í sveitarstjórnir að loknum kosningum.Með Borgarlínu tengist í fyrsta áfanga, miðbær Reykjavíkur við Kársnesið og Hamraborgina í Kópavogi og þar þarf að gera ráð fyrir að fólk geti greiðlega tekið almenningsvagna eða hjólað til annarra svæða í bænum. Því þarf að huga að góðum hjólageymslum og aðgangi að deilihjólum og deilibílum þar. Í Kópavogi þarf að uppfæra áragamla hjólreiðaáætlun og gera átak í gerð og lagfæringum á göngu- og hjólastígum svo auðvelt sé að komast hjólandi á milli hverfa í bænum. Moka þarf snjó af samgöngustígum eftir þörfum á vetrum til jafns við bílaleiðir og hafa samráð um snjómokstur stíga við nágrannasveitarfélögin. Hringrásarhagkerfi og fræðsla til bæjarbúa Samfylkingin vill að Kópavogsbær líti til loftslags- og umhverfisáhrifa við öll innkaup á vörum, bílum og tækjum til bæjarins. Einnig við innkaup á matföngum fyrir leik- og grunnskóla og önnur mötuneyti á vegum bæjarins. Við viljum að bærinn setji upp sérstaka loftslagssíðu á vef bæjarins. Þar verði mælaborð með kolefnisbókhaldi Kópavogs ásamt öðrum umhverfisupplýsingum og fræðslu um hringrásarhagkerfið og hvað fyrirtæki og einstaklingar geta gert til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með því að breyta lífsháttum sínum, neysluhegðun og endurnýtingu hluta. Allt skipulag taki mið af umhverfisáhrifum Áhrif á umhverfi og loftslag þurfa að verða sjálfsagður hluti alls skipulags og á framvegis að hafa til hliðsjónar við alla ákvarðanatöku hjá Kópavogsbæ því ólíklegustu mál geta haft áhrif á losun kolefnis. Sérstaklega þarf að huga að því að nýbyggingar fylgi vistvænum stöðlum og séu byggðar til að endast vel og lengi. Erlendur Geirdal skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun