Þegar öllu er á botninn hvolft: Sjúkraþjálfun og grindarbotninn Fanney Magnúsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 13:31 Enn lifa alltof margar konur við skert lífsgæði vegna vandamála frá grindarbotni. Algengt er að konur trúi því að hluti af því að vera kona og eignast börn feli í sér að þurfa að glíma við þvagleka það sem eftir er. Af þessum ástæðum getur verið erfitt að segja til um algengi vandamála tengdum kvenheilsu, eins og t.d. þvagleka, blöðru- eða legsigs, vegna þess hve margar konur sækja sér ekki aðstoðar. Grindarbotninn er frekar flókið fyrirbæri því ólíkt öðrum beinagrindarvöðvum þá er hann inni í mjaðmagrindinni og við sjáum ekki hvernig hann spennist og slakast þegar við stöndum fyrir framan spegilinn eins og með flesta aðra vöðva. Því er ekki óalgengt að fólk átti sig ekki á staðsetningu, stærð og umfangi grindarbotnsvöðvanna. Niðurstöður lokaverkefnis míns til meistaragráðu í Líf- og læknavísindum sýndu að konur sem leituðu á Landspítala vegna aðgerðar á sigi grindarholslíffæra voru með 30% minni virkni í grindarbotnsvöðvum en konur í samanburðarhópi. Því má álykta að grindarbotnsþjálfun geti haft verndandi áhrif. Sjúkraþjálfarar með sérþekkingu í kvenheilsu geta lagt mat á virkni grindarbotnsvöðva og leiðbeint með hvaða leið er viðeigandi í þjálfun. Undanfarið hefur verið vitundarvakning um kvenheilsu og með opnara samfélagi og samfélagsmiðlum hafa konur fengið trú á að þær geti bætt lífsgæði sín. Sífellt fleiri fagmenn hafa sýnt málefninu áhuga, leitað sér þekkingar og sérhæft sig. Þar eru sjúkraþjálfarar engin undantekning. Fleiri og fleiri sjúkraþjálfarar sækja sér námskeið til að geta betur mætt þessum hópi skjólstæðinga, en konur eru jú um helmingur mannkyns. Spurðu sjúkraþjálfara út í hvernig þú getur tryggt heilbrigða starfsemi grindarbotns og notið þeirra sjálfsögðu lífsgæða sem því fylgir. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Sjá meira
Enn lifa alltof margar konur við skert lífsgæði vegna vandamála frá grindarbotni. Algengt er að konur trúi því að hluti af því að vera kona og eignast börn feli í sér að þurfa að glíma við þvagleka það sem eftir er. Af þessum ástæðum getur verið erfitt að segja til um algengi vandamála tengdum kvenheilsu, eins og t.d. þvagleka, blöðru- eða legsigs, vegna þess hve margar konur sækja sér ekki aðstoðar. Grindarbotninn er frekar flókið fyrirbæri því ólíkt öðrum beinagrindarvöðvum þá er hann inni í mjaðmagrindinni og við sjáum ekki hvernig hann spennist og slakast þegar við stöndum fyrir framan spegilinn eins og með flesta aðra vöðva. Því er ekki óalgengt að fólk átti sig ekki á staðsetningu, stærð og umfangi grindarbotnsvöðvanna. Niðurstöður lokaverkefnis míns til meistaragráðu í Líf- og læknavísindum sýndu að konur sem leituðu á Landspítala vegna aðgerðar á sigi grindarholslíffæra voru með 30% minni virkni í grindarbotnsvöðvum en konur í samanburðarhópi. Því má álykta að grindarbotnsþjálfun geti haft verndandi áhrif. Sjúkraþjálfarar með sérþekkingu í kvenheilsu geta lagt mat á virkni grindarbotnsvöðva og leiðbeint með hvaða leið er viðeigandi í þjálfun. Undanfarið hefur verið vitundarvakning um kvenheilsu og með opnara samfélagi og samfélagsmiðlum hafa konur fengið trú á að þær geti bætt lífsgæði sín. Sífellt fleiri fagmenn hafa sýnt málefninu áhuga, leitað sér þekkingar og sérhæft sig. Þar eru sjúkraþjálfarar engin undantekning. Fleiri og fleiri sjúkraþjálfarar sækja sér námskeið til að geta betur mætt þessum hópi skjólstæðinga, en konur eru jú um helmingur mannkyns. Spurðu sjúkraþjálfara út í hvernig þú getur tryggt heilbrigða starfsemi grindarbotns og notið þeirra sjálfsögðu lífsgæða sem því fylgir. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun