Siðferði og mannúð í garð hælisleitenda Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 20:30 Víða sjást þess merki í íslensku samfélagi að aðventan er skammt undan. Jólageitin kunnuglega prýðir Ikea, á ljósastaurum eru komin upp jólaljós til minna landsmenn á boðskap jólanna og flest erum við farin að huga að jólamatnum í ljósi frétta af humarskorti við Íslandsstrendur. Þvert á þessa tilhlökkun berast okkur fréttir af brottvísunum flóttamanna á Íslandi sem ganga lengra en við höfum áður séð í okkar samfélagi. Systur eru teknar höndum á leið sinni úr skólanum, ungum manni í hjólastól er troðið inn í bíl og fjölskylda sett í þá stöðu að vera allslaus og bjargarlaus í Grikklandi, fjölskylda sem lagði sig fram um að leggja til okkar samfélags. Aðgerðir þessar þola vart dagsins ljós og fréttamönnum var gert erfitt fyrir að færa þjóðinni fréttir af aðgerðunum. Áföllin sem þessi fjölskylda, og þau fjölmörgu önnur sem sæta sömu meðferð, upplifa, bætast við áfallasögu þeirra á flótta frá heimalandi sínu og í leit að betra lífi.En áfallið er ekki einkamál þolenda, heldur varðar samvisku, siðferði og heilindi okkar sem samfélag. Á slíkri stundu er það ábyrgðarhluti að þegja og skylda allra sem raust hafa að tala einum rómi, gegn kerfislægu óréttlæti og með mannhelgi – mannúð. Spámenn Gamla testamentisins áttu það sameiginlegt að standa vörð um samvisku þjóðar sinnar og héldu því fram að þjóðin öll væri undir dómi, þegar brotið er á þeim sem eiga undir högg að sækja, útlendingum þar á meðal. Jesús orðaði siðferðiskyldu lærisveina sinna með orðunum „gestur var ég en þér hýstuð mig ekki ... sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Á liðnum áratugum hefur samfélagsvitund okkar þróast frá því að geta skýlt sig á bakvið óréttlæti annarra í átt að sameiginlegri ábyrgð samfélagsins, þegar brotið er á einstaklingum og hópum. Í uppgjöri við hildarleik seinni heimstyrjaldar báru þýskir hermenn fyrir sig að hafa einungis hlýtt fyrirmælum og reglum í framgöngu sinni og Vesturlönd voru sammála um að það væri ekki málsvörn, skipanir réttlættu ekki óréttlæti. Í mannréttindabaráttu sjötta áratugarins báru menn fyrir sig reglur og lög sem brutu á mannhelgi og mannréttindum einstaklinga og hópa. Martin Luther King boðaði þá borgaralega óhlýðni í baráttu sinni og sagði að „mælikvarði mennskunnar er ekki hvar menn standa á stundu þæginda, heldur hvar menn standa á tímum ögrunar.“ Í því ljósi er það siðferðislega rangt að þegja, það er siðferðislega rangt að framfylgja óréttlátum reglum og það fæst ekkert siðferðilegt skjól í að bera fyrir sig reglur og fyrirmæli. Jólin eru kristnum mönnum helgar tíðir og jólaguðspjallið segir að Guð hafi komið inn í þennan heim sem fátækt barn valdlausra hjóna. Hjóna á hrakhólum frá heimabyggð og loks gerð að hælisleitendum, pólitískum flóttamönnum í Egyptalandi vegna ofsókna í heimalandi sínu. Aðventan er tími undirbúnings en sá undirbúningur á sér fyrst og fremst stað hið innra. Jólaskraut, gjafir og veitingar eru umgjörð um þann fögnuð að hafa horfst í augu við sjálfan sig á föstu aðventunnar. Guð gefi okkur sem samfélag gæfu til þess að nýta þessa aðventu til að endurskoða hug okkar og hjörtu í garð þeirra sem leita náða í okkar samfélagi og leggja af það óréttlæti að færa fjölskyldur úr landi í járnum. https://youtu.be/xrU7DMbOvP0 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Trúmál Hælisleitendur Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Víða sjást þess merki í íslensku samfélagi að aðventan er skammt undan. Jólageitin kunnuglega prýðir Ikea, á ljósastaurum eru komin upp jólaljós til minna landsmenn á boðskap jólanna og flest erum við farin að huga að jólamatnum í ljósi frétta af humarskorti við Íslandsstrendur. Þvert á þessa tilhlökkun berast okkur fréttir af brottvísunum flóttamanna á Íslandi sem ganga lengra en við höfum áður séð í okkar samfélagi. Systur eru teknar höndum á leið sinni úr skólanum, ungum manni í hjólastól er troðið inn í bíl og fjölskylda sett í þá stöðu að vera allslaus og bjargarlaus í Grikklandi, fjölskylda sem lagði sig fram um að leggja til okkar samfélags. Aðgerðir þessar þola vart dagsins ljós og fréttamönnum var gert erfitt fyrir að færa þjóðinni fréttir af aðgerðunum. Áföllin sem þessi fjölskylda, og þau fjölmörgu önnur sem sæta sömu meðferð, upplifa, bætast við áfallasögu þeirra á flótta frá heimalandi sínu og í leit að betra lífi.En áfallið er ekki einkamál þolenda, heldur varðar samvisku, siðferði og heilindi okkar sem samfélag. Á slíkri stundu er það ábyrgðarhluti að þegja og skylda allra sem raust hafa að tala einum rómi, gegn kerfislægu óréttlæti og með mannhelgi – mannúð. Spámenn Gamla testamentisins áttu það sameiginlegt að standa vörð um samvisku þjóðar sinnar og héldu því fram að þjóðin öll væri undir dómi, þegar brotið er á þeim sem eiga undir högg að sækja, útlendingum þar á meðal. Jesús orðaði siðferðiskyldu lærisveina sinna með orðunum „gestur var ég en þér hýstuð mig ekki ... sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Á liðnum áratugum hefur samfélagsvitund okkar þróast frá því að geta skýlt sig á bakvið óréttlæti annarra í átt að sameiginlegri ábyrgð samfélagsins, þegar brotið er á einstaklingum og hópum. Í uppgjöri við hildarleik seinni heimstyrjaldar báru þýskir hermenn fyrir sig að hafa einungis hlýtt fyrirmælum og reglum í framgöngu sinni og Vesturlönd voru sammála um að það væri ekki málsvörn, skipanir réttlættu ekki óréttlæti. Í mannréttindabaráttu sjötta áratugarins báru menn fyrir sig reglur og lög sem brutu á mannhelgi og mannréttindum einstaklinga og hópa. Martin Luther King boðaði þá borgaralega óhlýðni í baráttu sinni og sagði að „mælikvarði mennskunnar er ekki hvar menn standa á stundu þæginda, heldur hvar menn standa á tímum ögrunar.“ Í því ljósi er það siðferðislega rangt að þegja, það er siðferðislega rangt að framfylgja óréttlátum reglum og það fæst ekkert siðferðilegt skjól í að bera fyrir sig reglur og fyrirmæli. Jólin eru kristnum mönnum helgar tíðir og jólaguðspjallið segir að Guð hafi komið inn í þennan heim sem fátækt barn valdlausra hjóna. Hjóna á hrakhólum frá heimabyggð og loks gerð að hælisleitendum, pólitískum flóttamönnum í Egyptalandi vegna ofsókna í heimalandi sínu. Aðventan er tími undirbúnings en sá undirbúningur á sér fyrst og fremst stað hið innra. Jólaskraut, gjafir og veitingar eru umgjörð um þann fögnuð að hafa horfst í augu við sjálfan sig á föstu aðventunnar. Guð gefi okkur sem samfélag gæfu til þess að nýta þessa aðventu til að endurskoða hug okkar og hjörtu í garð þeirra sem leita náða í okkar samfélagi og leggja af það óréttlæti að færa fjölskyldur úr landi í járnum. https://youtu.be/xrU7DMbOvP0
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun