Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna, þér er boðið Þóra Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 07:00 Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja. Það þarf þó ekki að segja neinum það nú til dags að því fylgja ekki aðeins jákvæðar hliðar að vera nettengd og að eiga snjalltæki, þó það feli í sér endalaus tækifæri til að rækta vináttu, fjölskyldutengsl, að fræðast og leika sér. Því fylgja líka margar ólíkar áskoranir sem fullorðið fólk, sér í lagi foreldrar, þarf að vera vakandi fyrir og flestir foreldrar gera sér grein fyrir því. Helst af öllu þarf samfélagið að koma í veg fyrir að börn verði fyrir áföllum, ofbeldi, slysum, áreitni eða hatursfullum samskiptum, því eins og með réttinn til þátttöku þá eiga börn rétt á vernd gegn ofbeldi og okkur ber öllum að skapa eins heilbrigt umhverfi fyrir börn og mögulegt er. En enginn einn getur séð um það verkefni heldur er það samfélagsverkefni sem öll geta tekið þátt í og ættu að gera eftir bestu getu. Tilkynningum til Ábendingalínu Barnaheilla, þangað sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn, hefur fjölgað margfalt á þessu ári. Því fögnum við, því það merkir að fleiri og fleiri eru meðvitaðri um mikilvægi þess að tilkynna um slíkt efni og jafnframt eru meiri líkur á að börnum sé komið til hjálpar. Efnið er oft hægt að fjarlægja af netinu og líklegra er að þau börn sem málin varða fái stuðning til að vinna úr þeirra neikvæðu reynslu. Fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi er afar mikilvæg fyrir alla foreldra. Með fræðslu aukum við sjálfsöryggi okkar og öðlumst skilning, verðum færari í að vera til staðar fyrir börnin okkar og hjálpum þeim að segja frá því ef þau eiga í erfiðleikum. Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember í hádeginu, kl. 12:00. Foreldrar eru hvattir til að mæta á fundinn og bjóða samstarfsfélögum með sér. Verið öll velkomin á foreldrafundinn og slóðin er: https://fb.me/e/3NspsPBRN Greinin er skrifuð í tilefni samvinnu Barnaheilla, Heimilis og skóla, SAFT, 112 og Ríkislögreglustjóra um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja. Það þarf þó ekki að segja neinum það nú til dags að því fylgja ekki aðeins jákvæðar hliðar að vera nettengd og að eiga snjalltæki, þó það feli í sér endalaus tækifæri til að rækta vináttu, fjölskyldutengsl, að fræðast og leika sér. Því fylgja líka margar ólíkar áskoranir sem fullorðið fólk, sér í lagi foreldrar, þarf að vera vakandi fyrir og flestir foreldrar gera sér grein fyrir því. Helst af öllu þarf samfélagið að koma í veg fyrir að börn verði fyrir áföllum, ofbeldi, slysum, áreitni eða hatursfullum samskiptum, því eins og með réttinn til þátttöku þá eiga börn rétt á vernd gegn ofbeldi og okkur ber öllum að skapa eins heilbrigt umhverfi fyrir börn og mögulegt er. En enginn einn getur séð um það verkefni heldur er það samfélagsverkefni sem öll geta tekið þátt í og ættu að gera eftir bestu getu. Tilkynningum til Ábendingalínu Barnaheilla, þangað sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn, hefur fjölgað margfalt á þessu ári. Því fögnum við, því það merkir að fleiri og fleiri eru meðvitaðri um mikilvægi þess að tilkynna um slíkt efni og jafnframt eru meiri líkur á að börnum sé komið til hjálpar. Efnið er oft hægt að fjarlægja af netinu og líklegra er að þau börn sem málin varða fái stuðning til að vinna úr þeirra neikvæðu reynslu. Fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi er afar mikilvæg fyrir alla foreldra. Með fræðslu aukum við sjálfsöryggi okkar og öðlumst skilning, verðum færari í að vera til staðar fyrir börnin okkar og hjálpum þeim að segja frá því ef þau eiga í erfiðleikum. Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember í hádeginu, kl. 12:00. Foreldrar eru hvattir til að mæta á fundinn og bjóða samstarfsfélögum með sér. Verið öll velkomin á foreldrafundinn og slóðin er: https://fb.me/e/3NspsPBRN Greinin er skrifuð í tilefni samvinnu Barnaheilla, Heimilis og skóla, SAFT, 112 og Ríkislögreglustjóra um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun