Áramótaheit og framtíðarmarkmið Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 1. janúar 2023 20:00 Margir strengja áramótaheit, en þeir eru líka margir sem gera það ekki vegna þess að reynslan hefur kennt þeim að lítið verður um efndir þegar á hólminn er komið. Áramótaheit eða framtíðarmarkmið geta verið stór eða smá í sniðum og tilheyrt ýmsum sviðum lífsins. Tökum sem dæmi markmið um að fara í nám, skipta um vinnu, markmið um breytt eða bætt fjölskyldumynstur og svo þessi allra algengustu um að bæta heilsuna í ýmsum útgáfum, til dæmis að borða hollara, fara oftar í ræktina, missa nokkur kíló og svo framvegis. Rifjum aðeins upp hvað varð um áramótaheit liðinna ára? Hvað kom í veg fyrir að þau yrðu að veruleika? Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli þær hugsanir og tilfinningar sem kvikna hjá okkur um það erfiði sem bíður okkar. Í huga okkar allra býr úrtöluvél sem dælir út hugsunum á borð við „þetta er of erfitt, ég get þetta aldrei, ég þori ekki að fara úr öryggi núverandi vinnu“. Hugsanir um framtíðina byrja yfirleitt á „hvað ef“ „hvað ef ég ræð ekki við námið, ég er orðin of gömul/gamall til að skipta um starfsvettvang eða skrá mig í nám. Ég hef nú aldrei verið góður í“…..og svona heldur hugurinn áfram að telja úr okkur kjarkinn. Í kjölfar hugsana kvikna svo tilfinningar á borð við áhyggjur, kvíða, ótta, vonleysi og svo mætti lengi telja. Það er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og hugsa um hvaða afleiðingar ákvarðanir hafi fyrir okkur. En það er líka gott að minna sig á að hugsanir okkar eru ekki alltaf sannar. Hugsun getur verið sönn eða ósönn en það er mikilvægara að minna sig á hvort hugsunin er hjálpleg eða óhjálpleg? Mun þessi hugsun færa mig nær því lífi sem ég vil lifa? Ef ég hlýði hugsun minni sem gæti verið: „þú ræður ekki við þetta“ mun það þá færa mig nær eða fjær því lífi sem ég vil lifa og þeim markmiðum sem ég hef sett mér? Gott er að minna sig á gildi sín í lífinu og nota þau sem vörður í átt að markmiðum. Ef ég lifi eftir því gildi að lifa heilbrigðu lífi er líklegra að ég styrki mig líkamlega eða missi nokkur kíló. Ef gildi mín í lífinu eru að reyna eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann er líklegra að ég skrái mig í námið sem ég hef svo lengi ætlað mér eða skipti um starfsvettvang. Það þarf vart að taka fram að markmið okkar þurfa að vera raunsæ og taka mið af aðstæðum okkar. Einnig að minna sig á „hvað ég væri að gera“ öðruvísi ef ég hefði náð markmiði mínu. Margir setja sér huglæg markmið, „mig langar að verða hamingjusöm/hamingjusamur, ná betri líði o.s.frv. Allt eru þetta eðlileg og skiljanleg markmið en það getur verið gott að hafa í huga hvað þú værir að gera öðruvísi ef þú hefðir náð markmiðinu. Hvað myndi ég gera ef ég væri hamingjusamur, hvað gerir mig hamingjusaman? Kannski er svarið við því að þá væri ég félagslega virkari, hitti oftar fjölskyldumeðlimi, hreyfði mig meira o.s.frv. Síðast en ekki síst er mikilvægt að minna sig á að leiðin að markmiðum er sjaldnast línuleg. Þeir sem vilja minnka magaummál sitt munu falla í freistni á einhverjum tímapunkti. Sá sem hyggur á breytingar á vinnumarkaði mun að líkindum ekki fá fyrsta starfið sem hann sækir um og sá sem byrjar í námi gæti lent í því að falla eða átta sig á að þetta var ekki rétt ákvörðun. Þeir sem náð hafa markmiðum sínum hafa flestir lent í einhverjum kollsteypum en haldið áfram þrátt fyrir það. Sumir kalla þetta seiglu eða þrautseigju sem er nauðsynlegt veganesti. Ég vona að þetta sé gott veganesti inn í nýtt og gæfuríkara ár. Höfundur er sálfræðingur á Sálfræðistofunni Líf og Sál og á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áramót Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir strengja áramótaheit, en þeir eru líka margir sem gera það ekki vegna þess að reynslan hefur kennt þeim að lítið verður um efndir þegar á hólminn er komið. Áramótaheit eða framtíðarmarkmið geta verið stór eða smá í sniðum og tilheyrt ýmsum sviðum lífsins. Tökum sem dæmi markmið um að fara í nám, skipta um vinnu, markmið um breytt eða bætt fjölskyldumynstur og svo þessi allra algengustu um að bæta heilsuna í ýmsum útgáfum, til dæmis að borða hollara, fara oftar í ræktina, missa nokkur kíló og svo framvegis. Rifjum aðeins upp hvað varð um áramótaheit liðinna ára? Hvað kom í veg fyrir að þau yrðu að veruleika? Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli þær hugsanir og tilfinningar sem kvikna hjá okkur um það erfiði sem bíður okkar. Í huga okkar allra býr úrtöluvél sem dælir út hugsunum á borð við „þetta er of erfitt, ég get þetta aldrei, ég þori ekki að fara úr öryggi núverandi vinnu“. Hugsanir um framtíðina byrja yfirleitt á „hvað ef“ „hvað ef ég ræð ekki við námið, ég er orðin of gömul/gamall til að skipta um starfsvettvang eða skrá mig í nám. Ég hef nú aldrei verið góður í“…..og svona heldur hugurinn áfram að telja úr okkur kjarkinn. Í kjölfar hugsana kvikna svo tilfinningar á borð við áhyggjur, kvíða, ótta, vonleysi og svo mætti lengi telja. Það er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og hugsa um hvaða afleiðingar ákvarðanir hafi fyrir okkur. En það er líka gott að minna sig á að hugsanir okkar eru ekki alltaf sannar. Hugsun getur verið sönn eða ósönn en það er mikilvægara að minna sig á hvort hugsunin er hjálpleg eða óhjálpleg? Mun þessi hugsun færa mig nær því lífi sem ég vil lifa? Ef ég hlýði hugsun minni sem gæti verið: „þú ræður ekki við þetta“ mun það þá færa mig nær eða fjær því lífi sem ég vil lifa og þeim markmiðum sem ég hef sett mér? Gott er að minna sig á gildi sín í lífinu og nota þau sem vörður í átt að markmiðum. Ef ég lifi eftir því gildi að lifa heilbrigðu lífi er líklegra að ég styrki mig líkamlega eða missi nokkur kíló. Ef gildi mín í lífinu eru að reyna eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann er líklegra að ég skrái mig í námið sem ég hef svo lengi ætlað mér eða skipti um starfsvettvang. Það þarf vart að taka fram að markmið okkar þurfa að vera raunsæ og taka mið af aðstæðum okkar. Einnig að minna sig á „hvað ég væri að gera“ öðruvísi ef ég hefði náð markmiði mínu. Margir setja sér huglæg markmið, „mig langar að verða hamingjusöm/hamingjusamur, ná betri líði o.s.frv. Allt eru þetta eðlileg og skiljanleg markmið en það getur verið gott að hafa í huga hvað þú værir að gera öðruvísi ef þú hefðir náð markmiðinu. Hvað myndi ég gera ef ég væri hamingjusamur, hvað gerir mig hamingjusaman? Kannski er svarið við því að þá væri ég félagslega virkari, hitti oftar fjölskyldumeðlimi, hreyfði mig meira o.s.frv. Síðast en ekki síst er mikilvægt að minna sig á að leiðin að markmiðum er sjaldnast línuleg. Þeir sem vilja minnka magaummál sitt munu falla í freistni á einhverjum tímapunkti. Sá sem hyggur á breytingar á vinnumarkaði mun að líkindum ekki fá fyrsta starfið sem hann sækir um og sá sem byrjar í námi gæti lent í því að falla eða átta sig á að þetta var ekki rétt ákvörðun. Þeir sem náð hafa markmiðum sínum hafa flestir lent í einhverjum kollsteypum en haldið áfram þrátt fyrir það. Sumir kalla þetta seiglu eða þrautseigju sem er nauðsynlegt veganesti. Ég vona að þetta sé gott veganesti inn í nýtt og gæfuríkara ár. Höfundur er sálfræðingur á Sálfræðistofunni Líf og Sál og á Reykjalundi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun