Unglingar eru ekki fullorðnir Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 13. apríl 2023 23:07 Unglingar eru hvorki fullorðið fólk né lítil börn en börn samt sem áður. Þau eru þarna einhvers staðar á milli. Á þessum dásamlega aldri þar sem þau eru að vaxa, að stálpast en hafa ekki tekið út fullan þroska. Í dag, sem og á árum áður, upplifa unglingar mikla togstreitu milli þess að vera barn og fullorðinn einstaklingur. Þetta er hins vegar ekki einungis innri togstreita. Það er líkt og samfélagið leyfi unglingum ekki að vera unglingar. En þau eru einmitt það. Unglingar. Við setjum á þau kröfur um það að vera fullorðin í ákveðnum aðstæðum en börn í öðrum. Þau eiga að kunna að haga sér en daginn eftir eiga þau líka að kunna að fara bara út og leika sér. Þau eiga að kunna hluti sem þeim hafa aldrei verið kenndir. En samt eru þau ekki nógu þroskuð til að framkvæma þá sjálf. Þau eiga að vita hvernig þau eiga að bregðast við í aðstæðum sem þau hafa aldrei áður lent í. En samt eiga þau ekki að takast á við hlutina ein. Þau eiga að hafa vit á hlutum sem þau hafa aldrei áður heyrt um. En samt eru þau of vitlaus til að taka þátt í samræðunum hvort sem er. Við segjum við 14 ára barn að það sé „komið í fullorðinna manna tölu“ þegar það stendur á altari, þiggur oblátu og sýpur af víni. En barnið er ekki fullorðið. Það er unglingur sem á eftir að taka út svo mikinn þroska, gera svo mörg mistök, læra svo mikið. Við spyrjum unglinga af hverju þau hagi sér ekki eins og fullorðið fólk þegar þeim verður á í samskiptum, umgengni, námi. Á sama tíma segjum við þeim að þau séu börn og megi ekki taka eigin ákvarðanir, fara með fjárráð, haga svefni sínum sjálf. Hættum að gera þá kröfu til unglinga að þau hagi sér eins og fullorðið fólk. Leyfum þeim að vera það sem þau eru. Unglingar. Höfundur er umsjónarkennari á elsta stigi í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Sjá meira
Unglingar eru hvorki fullorðið fólk né lítil börn en börn samt sem áður. Þau eru þarna einhvers staðar á milli. Á þessum dásamlega aldri þar sem þau eru að vaxa, að stálpast en hafa ekki tekið út fullan þroska. Í dag, sem og á árum áður, upplifa unglingar mikla togstreitu milli þess að vera barn og fullorðinn einstaklingur. Þetta er hins vegar ekki einungis innri togstreita. Það er líkt og samfélagið leyfi unglingum ekki að vera unglingar. En þau eru einmitt það. Unglingar. Við setjum á þau kröfur um það að vera fullorðin í ákveðnum aðstæðum en börn í öðrum. Þau eiga að kunna að haga sér en daginn eftir eiga þau líka að kunna að fara bara út og leika sér. Þau eiga að kunna hluti sem þeim hafa aldrei verið kenndir. En samt eru þau ekki nógu þroskuð til að framkvæma þá sjálf. Þau eiga að vita hvernig þau eiga að bregðast við í aðstæðum sem þau hafa aldrei áður lent í. En samt eiga þau ekki að takast á við hlutina ein. Þau eiga að hafa vit á hlutum sem þau hafa aldrei áður heyrt um. En samt eru þau of vitlaus til að taka þátt í samræðunum hvort sem er. Við segjum við 14 ára barn að það sé „komið í fullorðinna manna tölu“ þegar það stendur á altari, þiggur oblátu og sýpur af víni. En barnið er ekki fullorðið. Það er unglingur sem á eftir að taka út svo mikinn þroska, gera svo mörg mistök, læra svo mikið. Við spyrjum unglinga af hverju þau hagi sér ekki eins og fullorðið fólk þegar þeim verður á í samskiptum, umgengni, námi. Á sama tíma segjum við þeim að þau séu börn og megi ekki taka eigin ákvarðanir, fara með fjárráð, haga svefni sínum sjálf. Hættum að gera þá kröfu til unglinga að þau hagi sér eins og fullorðið fólk. Leyfum þeim að vera það sem þau eru. Unglingar. Höfundur er umsjónarkennari á elsta stigi í grunnskóla.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun