Foreldrar – treystum ekki skilyrðislaust Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 27. apríl 2023 11:01 Ágætu foreldrar og forsjáraðilar. Sumarið er framundan og getur það verið spennandi tími fyrir börnin ykkar. Tími þar sem tækifæri gefast til að verja tíma að heiman, hitta nýja vini og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Margt áhugavert er í boði fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann; vinnuskólinn, sumarbúðir, leikja-, reið- og sundnámskeið, myndlistar- og siglinganámskeið og svo mætti lengi telja. Það getur verið flókið að velja hvaða sumarnámskeið hentar fyrir barnið þitt. Margt ólíkt er í boði, tímarammi sem hentar, kostnaður og síðast en ekki síst áhugasvið barnsins. Allt þetta spilar inn í ákvörðun hvers foreldris. Það þarf líka að huga að því hvort þau sem bjóða upp á þjónustuna hafi stefnur og verkferla varðandi eineltismál sem gætu komið upp, grun um kynferðisofbeldi og allt annað ofbeldi sem getur því miður átt sér stað. Fyrir utan viðbragðsáætlanir ef slys verða. Flest þau sem bjóða upp á hin ýmsu námskeið, verkefni og leiki eru með metnaðarfullt starf og vel þjálfað starfsfólk og við verðum að treysta því að allir séu alltaf að gera sitt besta. En traust þarf ekki að vera skilyrðislaust. Því viljum við hjá Barnaheillum hvetja ykkur til að spyrja spurninga áður en þið skráið börnin ykkar í hvers kyns sumarævintýri. Með því að vita hvaða spurninga á að spyrja, hvernig gott getur verið að tala við barn eða ungling um öryggi þeirra og hvað ber að varast, geta foreldrar og forsjáraðilar fundið meira sjálfstraust í ákvörðunum sínum um hvað þau velja fyrir börnin sín að gera í sumar. Hér koma tillögur að spurningum sem þú sem foreldri, getur velt fyrir þér og spyrja að áður en þú leyfir viðkomandi félagi, fyrirtæki eða stofnun að annast barnið þitt. Hver er stefnan hjá ykkur varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? Hvernig er ráðningarferli háttað? Er almennt sakavottorð nóg? Eru meðmæli athuguð? Hver er stefna eða siðareglur varðandi samskipti milli starfsmanna og ungmenna? Hvernig er fylgst með samskiptum milli fullorðinna og barna? En milli barna? Er hugað að öruggu umhverfi? Hvernig er tekið á óviðeigandi hegðun (bæði barna og fullorðinna) eða ásökunum um kynferðislegt ofbeldi eða áreiti? Hvaða þjálfun og fræðslu stendur starfsfólki til boða? Það er mikilvægt að öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum, ef þeir eru fyrir hendi, sé gerð grein fyrir stefnu viðkomandi stofnunar/félags og hvernig fyrirkomulagi sé háttað varðandi tilkynningar um allt er veldur áhyggjum eða jafnvel ásökunum. Sum félög/samtök bjóða foreldrum og öðrum umönnunaraðilum upp á fræðslu af þessu tagi, því vitað er að upplýstir foreldrar og forsjáraðilar eru mikilvægir hlekkir í að veita börnum öryggi. Barnaheill bjóða upp á öfluga fræðslu í forvörnum gegn ofbeldi. Kynntu þér málið á barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ágætu foreldrar og forsjáraðilar. Sumarið er framundan og getur það verið spennandi tími fyrir börnin ykkar. Tími þar sem tækifæri gefast til að verja tíma að heiman, hitta nýja vini og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Margt áhugavert er í boði fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann; vinnuskólinn, sumarbúðir, leikja-, reið- og sundnámskeið, myndlistar- og siglinganámskeið og svo mætti lengi telja. Það getur verið flókið að velja hvaða sumarnámskeið hentar fyrir barnið þitt. Margt ólíkt er í boði, tímarammi sem hentar, kostnaður og síðast en ekki síst áhugasvið barnsins. Allt þetta spilar inn í ákvörðun hvers foreldris. Það þarf líka að huga að því hvort þau sem bjóða upp á þjónustuna hafi stefnur og verkferla varðandi eineltismál sem gætu komið upp, grun um kynferðisofbeldi og allt annað ofbeldi sem getur því miður átt sér stað. Fyrir utan viðbragðsáætlanir ef slys verða. Flest þau sem bjóða upp á hin ýmsu námskeið, verkefni og leiki eru með metnaðarfullt starf og vel þjálfað starfsfólk og við verðum að treysta því að allir séu alltaf að gera sitt besta. En traust þarf ekki að vera skilyrðislaust. Því viljum við hjá Barnaheillum hvetja ykkur til að spyrja spurninga áður en þið skráið börnin ykkar í hvers kyns sumarævintýri. Með því að vita hvaða spurninga á að spyrja, hvernig gott getur verið að tala við barn eða ungling um öryggi þeirra og hvað ber að varast, geta foreldrar og forsjáraðilar fundið meira sjálfstraust í ákvörðunum sínum um hvað þau velja fyrir börnin sín að gera í sumar. Hér koma tillögur að spurningum sem þú sem foreldri, getur velt fyrir þér og spyrja að áður en þú leyfir viðkomandi félagi, fyrirtæki eða stofnun að annast barnið þitt. Hver er stefnan hjá ykkur varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? Hvernig er ráðningarferli háttað? Er almennt sakavottorð nóg? Eru meðmæli athuguð? Hver er stefna eða siðareglur varðandi samskipti milli starfsmanna og ungmenna? Hvernig er fylgst með samskiptum milli fullorðinna og barna? En milli barna? Er hugað að öruggu umhverfi? Hvernig er tekið á óviðeigandi hegðun (bæði barna og fullorðinna) eða ásökunum um kynferðislegt ofbeldi eða áreiti? Hvaða þjálfun og fræðslu stendur starfsfólki til boða? Það er mikilvægt að öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum, ef þeir eru fyrir hendi, sé gerð grein fyrir stefnu viðkomandi stofnunar/félags og hvernig fyrirkomulagi sé háttað varðandi tilkynningar um allt er veldur áhyggjum eða jafnvel ásökunum. Sum félög/samtök bjóða foreldrum og öðrum umönnunaraðilum upp á fræðslu af þessu tagi, því vitað er að upplýstir foreldrar og forsjáraðilar eru mikilvægir hlekkir í að veita börnum öryggi. Barnaheill bjóða upp á öfluga fræðslu í forvörnum gegn ofbeldi. Kynntu þér málið á barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun