Málefnaleg mjólkurumræða Margrét Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 09:30 Undanfarna daga hefur verðlagning á mjólk og mjólkurvörum verið nokkuð til umræðu. Því miður hefur skort að málin séu skoðuð út frá raungögnum og hefur umræðan fremur einkennst af vanþekkingu, röngum tölum og jafnvel popúlisma, þar sem íslensk mjólkurframleiðsla virðist gerð að hinum sameiginlega óvini, þrátt fyrir þá miklu hagræðingu sem núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér og skilað bættum ávinningi til bæði neytenda með lægra vöruverði og bænda með hærra afurðaverði. Rangfærslur á rangfærslur ofan Grein sem formaður Viðreisnar birti á Vísi 15. maí sl. er gott dæmi um slíkt óvandað innlegg í umræðuna. Rangfærslurnar þar eru margar. Þar segir m.a. að „Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafi skilað methagnaði í fyrra”. Það er einfaldlega rangt. Auðhumla skilaði hagnaði upp á 461 m.kr. í fyrra sem var samdráttur um 50% frá árinu áður. Þessu er auðveldlega hægt að fletta upp í samstæðuársreikningi samvinnufélagsins. Því er einnig haldið fram að Auðhumla hafi „í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi.“ Þetta er líka rangt. Öllum er frjálst að safna mjólk á Íslandi og ekkert kemur í veg fyrir að aðrar afurðastöðvar eigi bein viðskipti við bændur í stað þess að versla hrámjólk frá Auðhumlu. Auðhumla ber hins vegar þá skyldu að safna allri mjólk sem óskað er eftir. Þá segir í greininni að verðlagsnefnd búvara sé „ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið.“ Þetta er einnig rangt. Verðlagsnefnd ákveður vissulega heildsöluverð á ákveðnum mjólkurvörum, byggt á verðhækkunum til bænda og rekstrarkostnaði í mjólkuriðnaði, en svo er það smásalans að ákveða álagningu og þar með endanlegt útsöluverð vörunnar. Enn er haldið áfram og heldur formaðurinn því fram að hún treysti bændum “til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér”. Það er reyndar nákvæmlega það sem bændur eru að gera með því að reka sameiginlega félag sitt Auðhumlu, sem á svo 80% í Mjólkursamsölunni á móti Kaupfélagi Skagfirðinga, sem m.a. skagfirskir kúabændur eru aðilar að. Þannig er seint hægt að tala um Auðhumlu og Mjólkursamsöluna sem milliliði því þessi fyrirtæki eru í eigu bændanna sjálfra og þeirra tæki til að gera einmitt nákvæmlega það sem Viðreisn vill treysta bændum fyrir að gera. Það er synd að fyrrum landbúnaðarráðherra þekki málin ekki betur en umrædd grein ber með sér. Mikilvægi verðlagsnefndar Inntak og eðli starfsumhverfis mjólkurframleiðslu á Íslandi miðar -líkt og í öðrum löndum- að því að innanlandseftirspurn eftir mjólkurvörum sé fyrst og fremst haldið uppi af íslenskum framleiðendum, um 500 fyrirtækjum um land allt. Mjólkurframleiðslan er burðarás í íslenskum landbúnaði og byggðafestu víða um land og leikur verðlagsnefndin stórt hlutverk í þeirri stöðu. Ákvarðanir nefndarinnar tryggja að allir kúabændur, hvar sem þeir eru staddir á landinu, fá greitt sama verð fyrir sína mjólkurframleiðslu og á sama hátt að kaupendur mjólkurvara greiði sama heildsöluverð hvar sem þeir eru á landinu. Verð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst á Íslandi Það er vissulega rétt að smásöluverð í flokknum mjólk, ostur og egg hefur hækkað um 12,1% sl. 12 mánuði, á sama tíma og verðbólga á Íslandi stendur í 9,9%. En það má halda því fram að verðlagsnefndin hafi einmitt haldið aftur af verðhækkunum á mjólk hérlendis. Sé litið til tímabilsins frá ársbyrjun 2020 og til dagsins í dag hefur verð til mjólkurframleiðenda hér á landi hækkað um 34,7% á meðan verð til danskra mjólkurframleiðenda hefur hækkað um 80% á sama tíma, þrátt fyrir að bændur beggja landa glími við kostnaðarhækkanir sama eðlis. Þá er það líka staðreynd að hvergi innan ESB hafa mjólkurvörur hækkað minna en á Íslandi sl. 12 mánuði. En hvers vegna er verð á mjólk að hækka og hvers vegna umfram almennt verðlag á Íslandi? Jú, vegna þess að verð á helstu aðföngum sem þarf til mjólkurframleiðslu hafa hækkað langt umfram verðbólgu á Íslandi. Og það eru þær kostnaðarverðshækkanir sem verðlagsnefnd tekur mið af við ákvörðun á verði til bænda og hafa þar af leiðandi áhrif á heildsöluverð mjólkurvara. Samkvæmt verðlagsgrundvelli er sem dæmi metin hækkun á kjarnfóðri sl. 12 mánuði 17,1% og dísilolíu 37,4%. Sé litið til verðþróunar frá desember 2021 hefur áburður hækkað um 86%, kjarnfóður um 21%, olía um 40% og rekstrarkostnaður um 22,5%. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir miklar hækkanir á lágmarksverði til bænda sl. ár hafa þær ekki haldið í við þessar kostnaðarhækkanir. Rétt skal vera rétt Sé ætlunin að eiga í málefnalegri og sanngjarnri umræðu um starfsumhverfi mjólkurframleiðslu á Íslandi, þar sem verðlagsnefnd hefur mikilvægu hlutverki að gegna, er grundvallaratriði að skoða málið heildstætt, bera saman sambærilega þætti og byggja gagnrýni á fyrirliggjandi gögnum og réttum upplýsingum. Það gerir engum greiða að fara með rangt mál eða líta fram hjá lykilþáttum í verðmyndun mjólkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Margrét Gísladóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verðlagning á mjólk og mjólkurvörum verið nokkuð til umræðu. Því miður hefur skort að málin séu skoðuð út frá raungögnum og hefur umræðan fremur einkennst af vanþekkingu, röngum tölum og jafnvel popúlisma, þar sem íslensk mjólkurframleiðsla virðist gerð að hinum sameiginlega óvini, þrátt fyrir þá miklu hagræðingu sem núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér og skilað bættum ávinningi til bæði neytenda með lægra vöruverði og bænda með hærra afurðaverði. Rangfærslur á rangfærslur ofan Grein sem formaður Viðreisnar birti á Vísi 15. maí sl. er gott dæmi um slíkt óvandað innlegg í umræðuna. Rangfærslurnar þar eru margar. Þar segir m.a. að „Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafi skilað methagnaði í fyrra”. Það er einfaldlega rangt. Auðhumla skilaði hagnaði upp á 461 m.kr. í fyrra sem var samdráttur um 50% frá árinu áður. Þessu er auðveldlega hægt að fletta upp í samstæðuársreikningi samvinnufélagsins. Því er einnig haldið fram að Auðhumla hafi „í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi.“ Þetta er líka rangt. Öllum er frjálst að safna mjólk á Íslandi og ekkert kemur í veg fyrir að aðrar afurðastöðvar eigi bein viðskipti við bændur í stað þess að versla hrámjólk frá Auðhumlu. Auðhumla ber hins vegar þá skyldu að safna allri mjólk sem óskað er eftir. Þá segir í greininni að verðlagsnefnd búvara sé „ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið.“ Þetta er einnig rangt. Verðlagsnefnd ákveður vissulega heildsöluverð á ákveðnum mjólkurvörum, byggt á verðhækkunum til bænda og rekstrarkostnaði í mjólkuriðnaði, en svo er það smásalans að ákveða álagningu og þar með endanlegt útsöluverð vörunnar. Enn er haldið áfram og heldur formaðurinn því fram að hún treysti bændum “til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér”. Það er reyndar nákvæmlega það sem bændur eru að gera með því að reka sameiginlega félag sitt Auðhumlu, sem á svo 80% í Mjólkursamsölunni á móti Kaupfélagi Skagfirðinga, sem m.a. skagfirskir kúabændur eru aðilar að. Þannig er seint hægt að tala um Auðhumlu og Mjólkursamsöluna sem milliliði því þessi fyrirtæki eru í eigu bændanna sjálfra og þeirra tæki til að gera einmitt nákvæmlega það sem Viðreisn vill treysta bændum fyrir að gera. Það er synd að fyrrum landbúnaðarráðherra þekki málin ekki betur en umrædd grein ber með sér. Mikilvægi verðlagsnefndar Inntak og eðli starfsumhverfis mjólkurframleiðslu á Íslandi miðar -líkt og í öðrum löndum- að því að innanlandseftirspurn eftir mjólkurvörum sé fyrst og fremst haldið uppi af íslenskum framleiðendum, um 500 fyrirtækjum um land allt. Mjólkurframleiðslan er burðarás í íslenskum landbúnaði og byggðafestu víða um land og leikur verðlagsnefndin stórt hlutverk í þeirri stöðu. Ákvarðanir nefndarinnar tryggja að allir kúabændur, hvar sem þeir eru staddir á landinu, fá greitt sama verð fyrir sína mjólkurframleiðslu og á sama hátt að kaupendur mjólkurvara greiði sama heildsöluverð hvar sem þeir eru á landinu. Verð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst á Íslandi Það er vissulega rétt að smásöluverð í flokknum mjólk, ostur og egg hefur hækkað um 12,1% sl. 12 mánuði, á sama tíma og verðbólga á Íslandi stendur í 9,9%. En það má halda því fram að verðlagsnefndin hafi einmitt haldið aftur af verðhækkunum á mjólk hérlendis. Sé litið til tímabilsins frá ársbyrjun 2020 og til dagsins í dag hefur verð til mjólkurframleiðenda hér á landi hækkað um 34,7% á meðan verð til danskra mjólkurframleiðenda hefur hækkað um 80% á sama tíma, þrátt fyrir að bændur beggja landa glími við kostnaðarhækkanir sama eðlis. Þá er það líka staðreynd að hvergi innan ESB hafa mjólkurvörur hækkað minna en á Íslandi sl. 12 mánuði. En hvers vegna er verð á mjólk að hækka og hvers vegna umfram almennt verðlag á Íslandi? Jú, vegna þess að verð á helstu aðföngum sem þarf til mjólkurframleiðslu hafa hækkað langt umfram verðbólgu á Íslandi. Og það eru þær kostnaðarverðshækkanir sem verðlagsnefnd tekur mið af við ákvörðun á verði til bænda og hafa þar af leiðandi áhrif á heildsöluverð mjólkurvara. Samkvæmt verðlagsgrundvelli er sem dæmi metin hækkun á kjarnfóðri sl. 12 mánuði 17,1% og dísilolíu 37,4%. Sé litið til verðþróunar frá desember 2021 hefur áburður hækkað um 86%, kjarnfóður um 21%, olía um 40% og rekstrarkostnaður um 22,5%. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir miklar hækkanir á lágmarksverði til bænda sl. ár hafa þær ekki haldið í við þessar kostnaðarhækkanir. Rétt skal vera rétt Sé ætlunin að eiga í málefnalegri og sanngjarnri umræðu um starfsumhverfi mjólkurframleiðslu á Íslandi, þar sem verðlagsnefnd hefur mikilvægu hlutverki að gegna, er grundvallaratriði að skoða málið heildstætt, bera saman sambærilega þætti og byggja gagnrýni á fyrirliggjandi gögnum og réttum upplýsingum. Það gerir engum greiða að fara með rangt mál eða líta fram hjá lykilþáttum í verðmyndun mjólkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun