Bandaríkjamenn setja pressu á Kínverja Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2023 20:00 John Kerry, sérstakur sendiherra Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, og Xie Zhenhua, sérstakur sendiherra Kína í loftslagsmálum. AP/Kamran Jebreili Það dró til stórra tíðinda í dag á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þegar Bandaríkin hétu því að loka öllum kolaorkuverum sínum. Ísland er stofnmeðlimur loftslagshamfarasjóðs sem settur var á laggirnar í dag. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, hélt áfram um helgina en yfir 70 þúsund manns eru mættir til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til þess að taka þátt í ráðstefnunni, þar á meðal 84 frá Íslandi. Á ráðstefnunni fluttu ræður meðal annarra varaforseti Bandaríkjanna, forseti Frakklands, forsætisráðherra Indlands, konungur Bretlands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Skiptir þátttaka Íslands máli? Í ræðu sinni lagði forsætisráðherra áherslu á nauðsyn þess að ná fram markmiðum Parísarsamningsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Þá væri nauðsynlegt fasa út notkun á jarðefnaeldsneyti og hætta öllum niðurgreiðslum á því. En skiptir þátttaka eyju með 400 þúsund íbúa máli á svona stórri ráðstefnu? „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Bandaríkin kveðja kolin Stærstu tíðindin af ráðstefnunni í dag eru þau að stofnaður var loftslagshamfarasjóður en Ísland er eitt af stofnríkjum hans. Við munum leggja áttatíu milljónir króna til sjóðsins til að byrja með en stefnt er á að framlög stofnríkjanna nemi samtals 55 milljörðum króna. Þá tilkynnti John Kerry, sérstakur sendiherra Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, að Bandaríkin hefðu gengið í Powering Past Coal-bandalagið. Bandaríkin skuldbinda sig þar með til þess að loka öllum kolaorkuverum sínum fyrir árið árið 2035. Þetta er sagt setja mikla pressu á Kínverja sem eru sú þjóð sem brennir hvað mest af kolum. Fundarhöld í Dubai halda áfram næstu daga og lýkur ráðstefnunni formlega eftir tíu daga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, hélt áfram um helgina en yfir 70 þúsund manns eru mættir til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til þess að taka þátt í ráðstefnunni, þar á meðal 84 frá Íslandi. Á ráðstefnunni fluttu ræður meðal annarra varaforseti Bandaríkjanna, forseti Frakklands, forsætisráðherra Indlands, konungur Bretlands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Skiptir þátttaka Íslands máli? Í ræðu sinni lagði forsætisráðherra áherslu á nauðsyn þess að ná fram markmiðum Parísarsamningsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Þá væri nauðsynlegt fasa út notkun á jarðefnaeldsneyti og hætta öllum niðurgreiðslum á því. En skiptir þátttaka eyju með 400 þúsund íbúa máli á svona stórri ráðstefnu? „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Bandaríkin kveðja kolin Stærstu tíðindin af ráðstefnunni í dag eru þau að stofnaður var loftslagshamfarasjóður en Ísland er eitt af stofnríkjum hans. Við munum leggja áttatíu milljónir króna til sjóðsins til að byrja með en stefnt er á að framlög stofnríkjanna nemi samtals 55 milljörðum króna. Þá tilkynnti John Kerry, sérstakur sendiherra Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, að Bandaríkin hefðu gengið í Powering Past Coal-bandalagið. Bandaríkin skuldbinda sig þar með til þess að loka öllum kolaorkuverum sínum fyrir árið árið 2035. Þetta er sagt setja mikla pressu á Kínverja sem eru sú þjóð sem brennir hvað mest af kolum. Fundarhöld í Dubai halda áfram næstu daga og lýkur ráðstefnunni formlega eftir tíu daga.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira