Herinn hefur tapað tugum bæja í hendur uppreisnarmanna Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2024 23:57 Min Aung Hlaing, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, þykir sérstaklega óvinsæll um þessar mundir. Hernum hefur gengið mjög illa í bardögum við uppreisnarmenn í landinu. EPA/NARONG SANGNAK Hersveitir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar hafa þurft að þola hvern ósigurinn á fætur öðrum í átökum við uppreisnarmenn á undanförnum mánuðum. Þremur árum eftir að herforingjastjórnin rændi völdum af ríkisstjórn nóbelsverðlaunahafans Aung San Suu Kyi, hefur herforingjastjórnin aldrei verið í verri stöðu en nú. Aðilar sem hafa hingað til verið hliðhollir herforingjastjórninni, eins og blaðamenn og munkar, hafa kallað opinberlega eftir því að Min Aung Hlaing, æðsti maður stjórnarinnar, stígi til hliðar. Ummæli um að hann ætti að segja af sér þóttu óhugsanleg fyrir nokkrum mánuðum, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórn Búrma tók völdin árið 2021, þegar þeir héldu því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningunum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Undanfarna mánuði hafa uppreisnarhópar víðsvegar um landið tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís Frá því í október er talið að herforingjastjórnin hafi misst í það minnsta 35 bæi í hendur uppreisnarmanna en barist er víða um landið. Min Aung Hlaing hefur ekki viðurkennt þessa ósigra að öðru leyti en að segja að landsvæði hafi tapast. Í dag framlengdi hann neyðarástand í landinu um hálft ár svo herinn gæti „tryggt frið og stöðugleika“. Hagkerfi Mjanmar hefur einnig beðið mikla hnekki frá því herinn tók völd. Bæði vegna refsiaðgerða og slæmrar efnahagsstjórnar. Rafmagnsleysi eru tíð í landinu og það sama má segja um eldsneytisskort. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur landsframleiðsla dregist saman um tíu prósent frá 2019. Erindreki frá svæðinu, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði mikla reiði innan hersins í garð Min Aung Hlaing. Margir vilji hann burt. Í frétt Reuters segir að fylking sem inniheldur meðlimi úr flokkinn Aung Suu Kyi og meðlimi þriggja uppreisnarhópa hafi gefið út yfirlýsingu í dag um að þau væru tilbúin til viðræðna við herforingjastjórnina, ef hún færi eftir sex skilyrðum. Þau fela meðal annars í sér að færa stjórn hersins undir hendur borgaralegar ríkisstjórnar og að herinn hætti að skipta sér af stjórnmálum landsins. Herforingjastjórnin hefur ekki brugðist við þessari yfirlýsingu. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Aðilar sem hafa hingað til verið hliðhollir herforingjastjórninni, eins og blaðamenn og munkar, hafa kallað opinberlega eftir því að Min Aung Hlaing, æðsti maður stjórnarinnar, stígi til hliðar. Ummæli um að hann ætti að segja af sér þóttu óhugsanleg fyrir nokkrum mánuðum, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórn Búrma tók völdin árið 2021, þegar þeir héldu því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningunum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Undanfarna mánuði hafa uppreisnarhópar víðsvegar um landið tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís Frá því í október er talið að herforingjastjórnin hafi misst í það minnsta 35 bæi í hendur uppreisnarmanna en barist er víða um landið. Min Aung Hlaing hefur ekki viðurkennt þessa ósigra að öðru leyti en að segja að landsvæði hafi tapast. Í dag framlengdi hann neyðarástand í landinu um hálft ár svo herinn gæti „tryggt frið og stöðugleika“. Hagkerfi Mjanmar hefur einnig beðið mikla hnekki frá því herinn tók völd. Bæði vegna refsiaðgerða og slæmrar efnahagsstjórnar. Rafmagnsleysi eru tíð í landinu og það sama má segja um eldsneytisskort. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur landsframleiðsla dregist saman um tíu prósent frá 2019. Erindreki frá svæðinu, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði mikla reiði innan hersins í garð Min Aung Hlaing. Margir vilji hann burt. Í frétt Reuters segir að fylking sem inniheldur meðlimi úr flokkinn Aung Suu Kyi og meðlimi þriggja uppreisnarhópa hafi gefið út yfirlýsingu í dag um að þau væru tilbúin til viðræðna við herforingjastjórnina, ef hún færi eftir sex skilyrðum. Þau fela meðal annars í sér að færa stjórn hersins undir hendur borgaralegar ríkisstjórnar og að herinn hætti að skipta sér af stjórnmálum landsins. Herforingjastjórnin hefur ekki brugðist við þessari yfirlýsingu. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira