Stjórnleysi 20. febrúar 2024 07:30 Málefni hælisleitenda og flóttafólks er hitamál í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt að tala um málaflokkinn og skautun er staðreynd. Það er a.m.k. ljóst að ekki verður gert allt fyrir alla og ljóst að við munum aldrei neita að taka á móti fólki í neyð. Niðurstaðan er einhvers staðar þarna á milli. Ég hef hlustað á umræðuna og hún er erfið og flókin. Hún er erfið vegna þess að vandi flóttafólks og hælisleitenda snertir okkur öll, við finnum öll til samkenndar með fólki sem flýr heimkynni sín vegna stríðs. Við finnum öll til vanmáttar að geta ekki gert meira og myndir af hörmungum rífur úr manni hjartað. Umræðan er flókin vegna þess að pólitíkin hefur ekki náð að ramma inn málaflokkinn þannig að hægt sé að ræða hana á hinum pólitíska vettvangi. Þeir sem vilja ganga lengra en gert er í dag hafa ekki náð að sýna fram á hversu mörgum flóttamönnum sé æskilegt að taka á móti á hverju ári og hvernig móttakan eigi að vera. Einnig hefur umræðan ekki náð að komast á það stig þar sem kostnaðarhliðin er rædd. Þeir sem vilja loka á móttöku flóttafólks gera það ekki vegna ills innrætis, miklu frekar vegna þess stjórnleysis sem ríkir í málaflokknum hjá ríkisstjórninni, stjórnleysið skapar ótta. Ákvarðanir virðast handahófskenndar og undirbúningur hefur ekki verið góður. Í Hafnarfirði þar sem ég þekki vel til hefur pólitíkin búið til óþarfa vandamál í þessum málaflokki. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar var á sínum tíma einhuga í því að standa sig vel í málefnum hælisleitenda og flóttafólks og kostaði miklu til. Sérhæft starfsfólk var ráðið og vandað var mjög til undirbúnings og verka. Samið var við ráðuneytið um samræmda móttöku 450 flóttamanna og 100 hælisleitenda. Allar áætlanir sem gerðar voru tóku mið af þessum fjölda. Hafnarfjarðarbær sýndi mikinn vilja og metnað í þessu máli. Það skiptir miklu máli að hafa yfirsýn yfir þann hóp sem hingað leitar, sér í lagi þegar kemur að börnum. Reyndin varð sú að ráðherra og stofnanir ríkisins fóru á bak við stjórnvöld í Hafnarfirði og leigðu húsnæði fyrir ríflega 350 flóttamenn án samtal og samráðs. Þess vinnubrögð hafa sett gríðarlegan þrýsting á innviði bæjarins. Sem ábyrgt stjórnvald tókum við á móti fólkinu og komum börnum í skóla og veittum öllum félagslega þjónustu. Skárra væri það nú. En það er þessi flumbrugangur óstarfhæfrar ríkisstjórnar sem býr til vandann og ósættið. Vandinn er heimatilbúinn, ekki innfluttur. Hér í Hafnarfirði birtist vandinn í hnotskurn. Stefnulaus stjórnvöld þar sem vandanum og ábyrgðinni er velt yfir á þá sem ekki taka ákvarðanir í þessum málaflokki. Hér er ekkert samráð, samtal eða samvinna. Eitt veit ég þó með vissu að hjá starfsfólki bæjarins býr gríðarleg þekking og reynsla í þessum málaflokki sem nauðsynlegt er að virkja og nýta. Fjöldi hælisleitenda og flóttafólks hefur aukist það mikið á skömmum tíma að álagið á starfsfólk skóla og félagsþjónustunnar er komið að þolmörkum. Stór hluti vandans er veik samningsstaða sveitarfélaga gagnvart ríkinu. Því miður hefur ríkið lagt allt of mikið álag á innviði þeirra sveitarfélaga sem viljug hafa verið að taka þátt í þessu verkefni. Skólar, félagsþjónustan og heilsugæslan eru þanin til hins ýtrasta í Hafnarfirði. Ég kalla eftir því að Alþingi rammi málaflokkinn inn, móti stefnu og láti fjármagn fylgja með ákvörðunum sínum. Auðvitað verða aldrei allir sáttir, en tungumál stjórnmálanna á að vera í formi stefnu og fjárveitingar. Á meðan málaflokkurinn er ekki rammaður inn er erfitt að takast á um það hvort við séum að gera of lítið eða of mikið, hvort við séum að gera hlutina vel eða illa. Við getum alltaf gert meira og við getum alltaf gert minna. Það er í sjálfu sér pólitísk ákvörðun sem þarf að byggja á nothæfri stefnu. Þangað til það gerist mun umræðan eiga sér stað á sitthvorum jaðri hins pólitíska litrófs, engum til heilla. Flóttafólkið er ekki vandamálið, stefnu- og úrræðalaus ríkisstjórn á flótta er vandamálið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Hafnarfjörður Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Málefni hælisleitenda og flóttafólks er hitamál í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt að tala um málaflokkinn og skautun er staðreynd. Það er a.m.k. ljóst að ekki verður gert allt fyrir alla og ljóst að við munum aldrei neita að taka á móti fólki í neyð. Niðurstaðan er einhvers staðar þarna á milli. Ég hef hlustað á umræðuna og hún er erfið og flókin. Hún er erfið vegna þess að vandi flóttafólks og hælisleitenda snertir okkur öll, við finnum öll til samkenndar með fólki sem flýr heimkynni sín vegna stríðs. Við finnum öll til vanmáttar að geta ekki gert meira og myndir af hörmungum rífur úr manni hjartað. Umræðan er flókin vegna þess að pólitíkin hefur ekki náð að ramma inn málaflokkinn þannig að hægt sé að ræða hana á hinum pólitíska vettvangi. Þeir sem vilja ganga lengra en gert er í dag hafa ekki náð að sýna fram á hversu mörgum flóttamönnum sé æskilegt að taka á móti á hverju ári og hvernig móttakan eigi að vera. Einnig hefur umræðan ekki náð að komast á það stig þar sem kostnaðarhliðin er rædd. Þeir sem vilja loka á móttöku flóttafólks gera það ekki vegna ills innrætis, miklu frekar vegna þess stjórnleysis sem ríkir í málaflokknum hjá ríkisstjórninni, stjórnleysið skapar ótta. Ákvarðanir virðast handahófskenndar og undirbúningur hefur ekki verið góður. Í Hafnarfirði þar sem ég þekki vel til hefur pólitíkin búið til óþarfa vandamál í þessum málaflokki. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar var á sínum tíma einhuga í því að standa sig vel í málefnum hælisleitenda og flóttafólks og kostaði miklu til. Sérhæft starfsfólk var ráðið og vandað var mjög til undirbúnings og verka. Samið var við ráðuneytið um samræmda móttöku 450 flóttamanna og 100 hælisleitenda. Allar áætlanir sem gerðar voru tóku mið af þessum fjölda. Hafnarfjarðarbær sýndi mikinn vilja og metnað í þessu máli. Það skiptir miklu máli að hafa yfirsýn yfir þann hóp sem hingað leitar, sér í lagi þegar kemur að börnum. Reyndin varð sú að ráðherra og stofnanir ríkisins fóru á bak við stjórnvöld í Hafnarfirði og leigðu húsnæði fyrir ríflega 350 flóttamenn án samtal og samráðs. Þess vinnubrögð hafa sett gríðarlegan þrýsting á innviði bæjarins. Sem ábyrgt stjórnvald tókum við á móti fólkinu og komum börnum í skóla og veittum öllum félagslega þjónustu. Skárra væri það nú. En það er þessi flumbrugangur óstarfhæfrar ríkisstjórnar sem býr til vandann og ósættið. Vandinn er heimatilbúinn, ekki innfluttur. Hér í Hafnarfirði birtist vandinn í hnotskurn. Stefnulaus stjórnvöld þar sem vandanum og ábyrgðinni er velt yfir á þá sem ekki taka ákvarðanir í þessum málaflokki. Hér er ekkert samráð, samtal eða samvinna. Eitt veit ég þó með vissu að hjá starfsfólki bæjarins býr gríðarleg þekking og reynsla í þessum málaflokki sem nauðsynlegt er að virkja og nýta. Fjöldi hælisleitenda og flóttafólks hefur aukist það mikið á skömmum tíma að álagið á starfsfólk skóla og félagsþjónustunnar er komið að þolmörkum. Stór hluti vandans er veik samningsstaða sveitarfélaga gagnvart ríkinu. Því miður hefur ríkið lagt allt of mikið álag á innviði þeirra sveitarfélaga sem viljug hafa verið að taka þátt í þessu verkefni. Skólar, félagsþjónustan og heilsugæslan eru þanin til hins ýtrasta í Hafnarfirði. Ég kalla eftir því að Alþingi rammi málaflokkinn inn, móti stefnu og láti fjármagn fylgja með ákvörðunum sínum. Auðvitað verða aldrei allir sáttir, en tungumál stjórnmálanna á að vera í formi stefnu og fjárveitingar. Á meðan málaflokkurinn er ekki rammaður inn er erfitt að takast á um það hvort við séum að gera of lítið eða of mikið, hvort við séum að gera hlutina vel eða illa. Við getum alltaf gert meira og við getum alltaf gert minna. Það er í sjálfu sér pólitísk ákvörðun sem þarf að byggja á nothæfri stefnu. Þangað til það gerist mun umræðan eiga sér stað á sitthvorum jaðri hins pólitíska litrófs, engum til heilla. Flóttafólkið er ekki vandamálið, stefnu- og úrræðalaus ríkisstjórn á flótta er vandamálið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun