Kópavogsmódelið: Kvenréttindafélagið og BSRB á villigötum Sigrún Hulda Jónsdóttir skrifar 5. september 2024 20:02 Kvenréttindafélag Íslands og BSRB hafa stigið fram og gagnrýnt Kópavogsmódelið undir þeim formerkjum að breytingarnar séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Slíkar yfirlýsingar standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið er skref í þá átt að gera leikskólana að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem börnum, kennurum og foreldrum líði vel. Þá talar árangur sínu máli en aldrei hefur þurft að loka á leikskólum sökum manneklu, flestir leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir og fleiri börn geta því fengið leikskólapláss. Miður er að hagsmunasamtök og séttarfélög sem standa fyrir hagsmunum kvenna og réttindum félagsmanna sinna skuli ráðast á breytingar á leikskólaumhverfi sem var ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt. Þá vill svo til að yfir 90% starfsfólks á leikskólum eru konur. Hlutverk leikskóla er að tryggja barni gæða menntun og umönnun eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum um leikskóla kemur hvergi fram að leikskóli hafi það að markmiði að tryggja kynjajafnrétti á atvinnumarkaði né að dagvistunarúrræði eigi að vera eins ódýrt og hægt er. Lög um leikskóla snúa að því að veita börnum gæða menntun og nám í gegnum sjálfssprottinn leik og þar með að tryggja börnum jöfn tækifæri til náms. Á árum áður var leikskólinn jöfnunartæki til að jafna rétt barna og var partur af velferðarkerfinu en árið 1994 var leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og varð partur af menntakerfinu. Rétt er að atvinnuþátttaka kvenna á íslandi er há og er það að þakka jafnréttisbaráttu okkar Íslendinga og jöfnum tækifærum kynja til náms. Þar gegna leikskólar lykilhlutverki í þeirri baráttu. Við eigum hámenntað fólk af öllum kynjum sem stunda atvinnu utan heimilis. Reynsla okkar í Kópavogi hefur sýnt að þátttaka beggja foreldra er nokkuð jöfn og hefur ekki orðið breyting á því hvort faðir eða móðir komi með eða sækja barnið eftir breytingar. Leikskólastjórar í Kópavogi hafa frekar upplifað að meira samtal foreldra og fjölskyldunnar í að auka samveru með börnum sínum með því að annað foreldrið byrjar fyrr að vinna og hitt seinna til að geta verið meira með barni sínu. Leikskólinn er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga þó öll sveitarfélög leggi sitt að mörkum að veita sem bestu menntun og umönnun fyrir ung börn. Mörg sveitarfélög hafa spennt bogann með fögrum loforðum um að veita öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólarými án þess að tryggja mannskap og tilskylda fagmenntun til kennslu og umönnunar á þessu viðkvæmasta þroskastigi. Það er staðreynd að á Íslandi er of lítið rými, börn dvöldu langa daga í of miklu álagi þar sem vantaði fagfólk og mannskap til starfa. Leikskólakerfið var komið í þrot. Án starfsfólks er ekki hægt að veita þá þjónustu sem foreldrar treysta á. Aðstæður voru ekki boðlegar lengur án aðgerða og eftir víðtækt samráð við starfsfólk, stjórnendur, foreldra og stéttarfélög varð Kópavogsmódelið til. Aðstæður skipta höfuð máli fyrir líðan og þroska barns og geta þær hreinlega verið skaðlegar ef ekki er tryggður stöðuleiki og fagmenntun starfsmanna í leikskólastarfi. Kópavogsmódelið stendur vörð um það kerfi sem gegnir lykilhlutverki í jafnrétti kynja. Rétt eins og bæjarstjóri Kópavogs heimsótti alla leikskóla Kópavogs til að kynna sér aðstæður á leikskólum væri óskandi ef Kvenréttindafélagið og BSRB myndu gera slíkt hið sama. Höfundur er leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Jafnréttismál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands og BSRB hafa stigið fram og gagnrýnt Kópavogsmódelið undir þeim formerkjum að breytingarnar séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Slíkar yfirlýsingar standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið er skref í þá átt að gera leikskólana að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem börnum, kennurum og foreldrum líði vel. Þá talar árangur sínu máli en aldrei hefur þurft að loka á leikskólum sökum manneklu, flestir leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir og fleiri börn geta því fengið leikskólapláss. Miður er að hagsmunasamtök og séttarfélög sem standa fyrir hagsmunum kvenna og réttindum félagsmanna sinna skuli ráðast á breytingar á leikskólaumhverfi sem var ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt. Þá vill svo til að yfir 90% starfsfólks á leikskólum eru konur. Hlutverk leikskóla er að tryggja barni gæða menntun og umönnun eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum um leikskóla kemur hvergi fram að leikskóli hafi það að markmiði að tryggja kynjajafnrétti á atvinnumarkaði né að dagvistunarúrræði eigi að vera eins ódýrt og hægt er. Lög um leikskóla snúa að því að veita börnum gæða menntun og nám í gegnum sjálfssprottinn leik og þar með að tryggja börnum jöfn tækifæri til náms. Á árum áður var leikskólinn jöfnunartæki til að jafna rétt barna og var partur af velferðarkerfinu en árið 1994 var leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og varð partur af menntakerfinu. Rétt er að atvinnuþátttaka kvenna á íslandi er há og er það að þakka jafnréttisbaráttu okkar Íslendinga og jöfnum tækifærum kynja til náms. Þar gegna leikskólar lykilhlutverki í þeirri baráttu. Við eigum hámenntað fólk af öllum kynjum sem stunda atvinnu utan heimilis. Reynsla okkar í Kópavogi hefur sýnt að þátttaka beggja foreldra er nokkuð jöfn og hefur ekki orðið breyting á því hvort faðir eða móðir komi með eða sækja barnið eftir breytingar. Leikskólastjórar í Kópavogi hafa frekar upplifað að meira samtal foreldra og fjölskyldunnar í að auka samveru með börnum sínum með því að annað foreldrið byrjar fyrr að vinna og hitt seinna til að geta verið meira með barni sínu. Leikskólinn er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga þó öll sveitarfélög leggi sitt að mörkum að veita sem bestu menntun og umönnun fyrir ung börn. Mörg sveitarfélög hafa spennt bogann með fögrum loforðum um að veita öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólarými án þess að tryggja mannskap og tilskylda fagmenntun til kennslu og umönnunar á þessu viðkvæmasta þroskastigi. Það er staðreynd að á Íslandi er of lítið rými, börn dvöldu langa daga í of miklu álagi þar sem vantaði fagfólk og mannskap til starfa. Leikskólakerfið var komið í þrot. Án starfsfólks er ekki hægt að veita þá þjónustu sem foreldrar treysta á. Aðstæður voru ekki boðlegar lengur án aðgerða og eftir víðtækt samráð við starfsfólk, stjórnendur, foreldra og stéttarfélög varð Kópavogsmódelið til. Aðstæður skipta höfuð máli fyrir líðan og þroska barns og geta þær hreinlega verið skaðlegar ef ekki er tryggður stöðuleiki og fagmenntun starfsmanna í leikskólastarfi. Kópavogsmódelið stendur vörð um það kerfi sem gegnir lykilhlutverki í jafnrétti kynja. Rétt eins og bæjarstjóri Kópavogs heimsótti alla leikskóla Kópavogs til að kynna sér aðstæður á leikskólum væri óskandi ef Kvenréttindafélagið og BSRB myndu gera slíkt hið sama. Höfundur er leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun