Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar 2. nóvember 2024 12:30 Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók skilgreinist orðið „inngilding“ sem „stefna eða aðgerð sem stuðlar að því að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, fötlun og fleiri þáttum“. Það er að segja, við eigum öll, ég og þú og þau hin, að búa yfir borgararéttindum óháð stöðu í samfélaginu. Því miður búum við ekki í landi þar sem þetta er raunveruleiki allra, að hluta til vegna þess að bág íslenskukunnátta getur leitt til þess að einstaklingur á miklu erfiðara með að taka þátt í samfélaginu hér á Fróni. Sumum finnst innflytjendur bera mikla ábyrgð á þessu og að kerfið ætti að grípa þá í þeim tilgangi að skola úr þeim móðurmálið og þeirra útlensku siði og að þau séu vandamálið ef þau ná ekki alveg að spreyta sig innan slíks ramma. Vitaskuld á okkar þjóðtungu að vera gert hátt undir höfði, en við eigum að nota íslenskuna til að færa vald þeim sem standa höllum fæti heldur en að beita henni sem vegtálma gegn þeim sem nú þegar eru í erfiðri stöðu. Fjárveitingar til íslenskukennslu og annarra inngildingarverkefna verða að aukast svo að hægt sé að reka íslenskunám yfir höfuð. Hágæða íslenskunám á að vera aðgengilegt á öllum skólastigum, allt frá leikskólum til háskólastigs, sem og í fullorðinsfræðslu. Íslenskunám á vinnutíma þarf einnig að innleiða sem víðast, sem er fullkomlega eðlileg krafa enda er hlutfall atvinnuþátttöku erlendra ríkisborgara hærri en innfæddra Íslendinga. Lokakröfu mína er ekki hægt að formfesta á blaði. Hún er sú að við sýnum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru að læra tungumálið. Sýnum skilning og vilja til að skilja, jafnvel þegar við skiljum ekki alveg. Höfum í huga að við komum ekki öll úr sömu aðstæðum. Sem íslenskukennari sjálfur hef ég rekist á allan skalann þar sem sumir nemendur voru með doktorspróf og aðrir alveg óskólagengnir og jafnvel ólæsir á sínu móðurmáli. Það þýðir að við þurfum stundum að þola bjagaða íslensku, en bjöguð íslenska er betri en engin íslenska. Langflestir innflytjendur vilja læra íslensku. Vandinn er ekki áhugaleysi, heldur koma fjárveitingar og skortur á skilningi kerfisins á rót vandans í veg fyrir því að þeir nái góðum tökum á málinu. Lausnin er ekki að halda þeim niðri með neins konar harðneskju, en heldur að stuðla að inngildingu, sem krefst ákveðinnar fyrirhafnar á báða bóga. Leyfum fólki að vera fullgildir meðlimir íslenska samfélagsins og hættum að hamra á “aðlögun”, enda þarf ekkert að laga neinn. Innflytjendur eru mennskir, jafnvel þegar þeir eru aðeins öðruvísi. Kjósum öðruvísi. Höfundur kennir íslensku fyrir útlendinga og skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Íslensk tunga Innflytjendamál Derek T. Allen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók skilgreinist orðið „inngilding“ sem „stefna eða aðgerð sem stuðlar að því að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, fötlun og fleiri þáttum“. Það er að segja, við eigum öll, ég og þú og þau hin, að búa yfir borgararéttindum óháð stöðu í samfélaginu. Því miður búum við ekki í landi þar sem þetta er raunveruleiki allra, að hluta til vegna þess að bág íslenskukunnátta getur leitt til þess að einstaklingur á miklu erfiðara með að taka þátt í samfélaginu hér á Fróni. Sumum finnst innflytjendur bera mikla ábyrgð á þessu og að kerfið ætti að grípa þá í þeim tilgangi að skola úr þeim móðurmálið og þeirra útlensku siði og að þau séu vandamálið ef þau ná ekki alveg að spreyta sig innan slíks ramma. Vitaskuld á okkar þjóðtungu að vera gert hátt undir höfði, en við eigum að nota íslenskuna til að færa vald þeim sem standa höllum fæti heldur en að beita henni sem vegtálma gegn þeim sem nú þegar eru í erfiðri stöðu. Fjárveitingar til íslenskukennslu og annarra inngildingarverkefna verða að aukast svo að hægt sé að reka íslenskunám yfir höfuð. Hágæða íslenskunám á að vera aðgengilegt á öllum skólastigum, allt frá leikskólum til háskólastigs, sem og í fullorðinsfræðslu. Íslenskunám á vinnutíma þarf einnig að innleiða sem víðast, sem er fullkomlega eðlileg krafa enda er hlutfall atvinnuþátttöku erlendra ríkisborgara hærri en innfæddra Íslendinga. Lokakröfu mína er ekki hægt að formfesta á blaði. Hún er sú að við sýnum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru að læra tungumálið. Sýnum skilning og vilja til að skilja, jafnvel þegar við skiljum ekki alveg. Höfum í huga að við komum ekki öll úr sömu aðstæðum. Sem íslenskukennari sjálfur hef ég rekist á allan skalann þar sem sumir nemendur voru með doktorspróf og aðrir alveg óskólagengnir og jafnvel ólæsir á sínu móðurmáli. Það þýðir að við þurfum stundum að þola bjagaða íslensku, en bjöguð íslenska er betri en engin íslenska. Langflestir innflytjendur vilja læra íslensku. Vandinn er ekki áhugaleysi, heldur koma fjárveitingar og skortur á skilningi kerfisins á rót vandans í veg fyrir því að þeir nái góðum tökum á málinu. Lausnin er ekki að halda þeim niðri með neins konar harðneskju, en heldur að stuðla að inngildingu, sem krefst ákveðinnar fyrirhafnar á báða bóga. Leyfum fólki að vera fullgildir meðlimir íslenska samfélagsins og hættum að hamra á “aðlögun”, enda þarf ekkert að laga neinn. Innflytjendur eru mennskir, jafnvel þegar þeir eru aðeins öðruvísi. Kjósum öðruvísi. Höfundur kennir íslensku fyrir útlendinga og skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavík Suður.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun