Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 16:32 Mark Warner er leiðtogi leyniþjónustumálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og fyrrverandi forsetjóri fjarskiptafyrirtækis. Getty/Kent Nishimura Njósnaherferð og tölvuárásir yfirvalda í Kína er versta árás á samskiptakerfi Bandaríkjanna í sögu ríkisins, samkvæmt bandarískum öldungadeildarþingmanni. Hann segir kínverska hakkara hafa komist inn í tölvukerfi á annan tug fjarskiptafyrirtækja í Bandaríkjunum. Í viðtali við Washington Post segir Mark Warner að kínverskir hakkarar, sem tengist hópi sem kallaður er „Salt Typhoon“ hafi getað hlustað á símtöl í Bandaríkjunum í rauntíma og notað sér velvild starfsmanna fjarskiptafyrirtækja til að komast úr kerfi einu samskiptafyrirtækis í annað. Fregnir hafa borist af því að hakkararnir hafi í það minnsta reynt að hlusta á símtöl Donalds Trump og JD Vance, verðandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna, auk annarra stjórnmálamanna. Warner, sem er Demókrati og formaður leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, segir að hakkararnir hafi hreiðrað um sig í umræddum kerfum og enn hafi ekki tekist að loka á þá, þrátt fyrir að starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi orðið varir við hakkarana í september. „Dyrnar að hlöðunni eru enn galopnar, eða í það minnsta vel opnar.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Sjá einnig: Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Yfirvöld í Peking hafna öllum ásökunum sem þessum um tölvuárásir. Enn ein „versta“ árásin Warner segir að umfang árása kínversku hakkaranna hafa komið sér í opna skjöldu. Enn er verið að reyna að varpa ljósi á það hvernig þeir komust inn í kerfi fjarskiptafyrirtækjanna og hvaða gögnum þeir hafa náð þaðan. Eftir að upp komst um þá, hættu hakkaranir að gægjast í kerfin og sækja þaðan gögn og er það sagt hafa gert sérfræðingum erfitt með að ná utan um umfang aðgerða hakkaranna. Warner segir ljóst að ekki sé enn ljóst að fullu hvaða kerfi hakkararnir komust inn í og hve djúpt þeir komust, ef svo má segja. Hins vegar sé ljóst að árásin sé gífurlega alvarleg og segir Warner að hún sé mun alvarlegri en bæði Colonial Pipeline árásin og Solarwind árásin. Vitað er til þess að fyrirtæki eins og AT&T, Verizon og T-Mobile hafi orðið fyrir barðinu á hökkurunum. Warner segir öll stærstu fjarskiptafyrirtækin hafa verið skotmörk þeirra og að þau séu á annan tug. Þá segir þingmaðurinn að það hve gamlir sumir hluta fjarskiptakerfis Bandaríkjanna séu, sé kerfið sérstaklega viðkvæmt fyrir árásum sem þessum. Bandaríkin Tölvuárásir Kína Donald Trump Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Í viðtali við Washington Post segir Mark Warner að kínverskir hakkarar, sem tengist hópi sem kallaður er „Salt Typhoon“ hafi getað hlustað á símtöl í Bandaríkjunum í rauntíma og notað sér velvild starfsmanna fjarskiptafyrirtækja til að komast úr kerfi einu samskiptafyrirtækis í annað. Fregnir hafa borist af því að hakkararnir hafi í það minnsta reynt að hlusta á símtöl Donalds Trump og JD Vance, verðandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna, auk annarra stjórnmálamanna. Warner, sem er Demókrati og formaður leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, segir að hakkararnir hafi hreiðrað um sig í umræddum kerfum og enn hafi ekki tekist að loka á þá, þrátt fyrir að starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi orðið varir við hakkarana í september. „Dyrnar að hlöðunni eru enn galopnar, eða í það minnsta vel opnar.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Sjá einnig: Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Yfirvöld í Peking hafna öllum ásökunum sem þessum um tölvuárásir. Enn ein „versta“ árásin Warner segir að umfang árása kínversku hakkaranna hafa komið sér í opna skjöldu. Enn er verið að reyna að varpa ljósi á það hvernig þeir komust inn í kerfi fjarskiptafyrirtækjanna og hvaða gögnum þeir hafa náð þaðan. Eftir að upp komst um þá, hættu hakkaranir að gægjast í kerfin og sækja þaðan gögn og er það sagt hafa gert sérfræðingum erfitt með að ná utan um umfang aðgerða hakkaranna. Warner segir ljóst að ekki sé enn ljóst að fullu hvaða kerfi hakkararnir komust inn í og hve djúpt þeir komust, ef svo má segja. Hins vegar sé ljóst að árásin sé gífurlega alvarleg og segir Warner að hún sé mun alvarlegri en bæði Colonial Pipeline árásin og Solarwind árásin. Vitað er til þess að fyrirtæki eins og AT&T, Verizon og T-Mobile hafi orðið fyrir barðinu á hökkurunum. Warner segir öll stærstu fjarskiptafyrirtækin hafa verið skotmörk þeirra og að þau séu á annan tug. Þá segir þingmaðurinn að það hve gamlir sumir hluta fjarskiptakerfis Bandaríkjanna séu, sé kerfið sérstaklega viðkvæmt fyrir árásum sem þessum.
Bandaríkin Tölvuárásir Kína Donald Trump Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira