Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Lovísa Arnardóttir skrifar 12. desember 2024 09:01 Halla Tómasdóttir tók við sem forseti í sumar. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur. Þá segir að hún sé önnur konan til að vera forseti Íslands og að áður hafi hún verið framkvæmdastjóri B Team sem var stofnað af Richard Branson. Hún hafi einnig stofnað Auði Capital sem síðar sameinaðist Virðingu en er nú hluti af Kviku banka. Halla hafi einnig verið einn stofnenda Háskólans í Reykjavík og að hún hafi hafið feril sinn í Bandaríkjunum hjá Mars og Pepsi Cola þar sem hún vann í mannauðsdeild. Í fyrsta sæti á listanum er Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í öðru sæti Christine Lagarde forseti Evrópska seðlabankans og í því þriðja Georgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Í því fjórða er svo Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó og í því fimmta Maya Barra framkvæmdastjóri General Motors en hún er fyrsta konan til að stýra einu af þremur stærstu bílaframleiðslufyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Ursula von der Leyen hefur verið forseti framkvæmdastjórna Evrópusambandsins frá því 2019. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.Vísir/EPA Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur er einnig á listanum en hún er númer 78.Halla og Mette eru einu konurnar frá Norðurlöndum á listanum. Aðrar konur á listanum eru til dæmis Malina Ngai sem er framkvæmdastjóri AS Watson sem selur ýmsa heilsu- og snyrtivöru, Janet Truncale alþjóðlegur framkvæmdastjóri EY endurskoðunarfyrirtækis, Nirmala Sitharaman sem er fjármálaráðherra Indlands og Bela Bajaria sem er ein valdamesta kona heims í sjónvarpsheiminum en hún stýrir því hvaða efni fer inn á Netflix streymisveituna og hefur gert það frá því í fyrra. Þá eru ýmsar þekktar konur á listanum eins og tónlistarkonurnar Taylor Swift, Beyonce og Rihanna og aðrar eins og Melinda French Gates. Hægt er að skoða listann í heild sinni hér. Hverri konu fylgir útskýring og kynning. Íslendingar erlendis Evrópusambandið Bandaríkin Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Þá segir að hún sé önnur konan til að vera forseti Íslands og að áður hafi hún verið framkvæmdastjóri B Team sem var stofnað af Richard Branson. Hún hafi einnig stofnað Auði Capital sem síðar sameinaðist Virðingu en er nú hluti af Kviku banka. Halla hafi einnig verið einn stofnenda Háskólans í Reykjavík og að hún hafi hafið feril sinn í Bandaríkjunum hjá Mars og Pepsi Cola þar sem hún vann í mannauðsdeild. Í fyrsta sæti á listanum er Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í öðru sæti Christine Lagarde forseti Evrópska seðlabankans og í því þriðja Georgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Í því fjórða er svo Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó og í því fimmta Maya Barra framkvæmdastjóri General Motors en hún er fyrsta konan til að stýra einu af þremur stærstu bílaframleiðslufyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Ursula von der Leyen hefur verið forseti framkvæmdastjórna Evrópusambandsins frá því 2019. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.Vísir/EPA Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur er einnig á listanum en hún er númer 78.Halla og Mette eru einu konurnar frá Norðurlöndum á listanum. Aðrar konur á listanum eru til dæmis Malina Ngai sem er framkvæmdastjóri AS Watson sem selur ýmsa heilsu- og snyrtivöru, Janet Truncale alþjóðlegur framkvæmdastjóri EY endurskoðunarfyrirtækis, Nirmala Sitharaman sem er fjármálaráðherra Indlands og Bela Bajaria sem er ein valdamesta kona heims í sjónvarpsheiminum en hún stýrir því hvaða efni fer inn á Netflix streymisveituna og hefur gert það frá því í fyrra. Þá eru ýmsar þekktar konur á listanum eins og tónlistarkonurnar Taylor Swift, Beyonce og Rihanna og aðrar eins og Melinda French Gates. Hægt er að skoða listann í heild sinni hér. Hverri konu fylgir útskýring og kynning.
Íslendingar erlendis Evrópusambandið Bandaríkin Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03