Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 10. febrúar 2025 14:01 Það þarf ekki að koma nokkrum manni sem fylgist með umræðu um stjórnmál að meirahlutasamstarfi því sem komið var á árið 2022 var komið í ákveðið öngstræti þegar upp úr slitnaði sl. föstudag. Með þessum skrifum mínum vil ég minna kjörna fulltrúa í Reykjavík á þá staðreynd í fullri vinsemd að þeir eru kosnir til að þjóna hag íbúa höfuðborgarinnar en ekki til að berjast um eigið egó og hver getur unnið með hverjum. Undirritaður hefur verið viðriðin sveitarstjórnarmál í Dalabyggð frá vorinu 2014, fyrst sem varamaður og aðalmaður síðan 2018. Í okkar sveitarfélagi var síðasta starfandi formlegur meirihluti á kjörtímabilinu 2006-2010 – frá þeim tíma hefur ekki verið myndaður meirihluti heldur hefur verið unnið með hag íbúanna í fyrirrúmi. Vissulega hafa komið upp deilumál en þau eru þá rædd og leidd til lykta. Í sveitarstjórnarlögum segir: „Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.“ Með öðrum orðum það má enginn kjörinn fulltrúi taka sig svo hátíðlega að hann sé yfir aðra hafinn og hvað þá að flokkspólitískir hagsmunir eigi að stjórna öllu frá A til Ö líkt og raunin virðist vera í höfuðborginni okkar nú. Reykjavík er nefnilega líka höfuðborgin okkar og þangað þurfum við sem búum á landsbyggðinni að sækja ýmsa þjónustu. Þetta eiga kjörnir fulltrúar í Reykjavík að hafa í huga t.d. varðandi nýlegar fréttir um lokun flugbrautar og áhrif þess á sjúkraflug. Hver ber ábyrgðina ef slys verður núna og það er ekki möguleiki að veita bjargir með sjúkraflugi vegna egós einstakra kjörinna sveitarstjórnamanna í Reykjavík og flokkpólitískra „hagsmuna“ flokkanna þeirra. Eigum við sem búum á landsbyggðinni að sætta okkur við að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar vegna þess að kjörnir fulltrúar í Reykjavík setja eigin hagsmuni framar almannahagsmunum og þeim skyldum sem Reykjavík þarf að sinna sem höfuðborg landsins? Ég held að það sé þörf á því að skipta um kúrs í Reykjavík og þar mættu kjörnir fulltrúar jafnvel horfa til íbúakannanna landshlutasamtaka sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Í þeim könnunum voru Dalirnir oft að koma illa út og sumt snerist um atriði á vegum sveitarfélags og annað var á ábyrgð annarra aðila. Árið 2022 var má segja skipt um kúrs í sveitarstjórn Dalabyggðar og farið að vinna m.a. með niðurstöður þessara könnunar og í nýjustu íbúakönnum landshlutasamtakanna hefur Dalabyggð sótt mest á er varðar ánægju íbúa frá síðustu könnun. Ég minni á – hér er hvorki meirihluti eða minnihluti í sveitarstjórn heldur samheldinni hópur kjörinna fulltrúa og starfsmanna sem vinnur að hagsmunum samfélagins sem ein heild. Ég vil því skora á kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja eigið egó til hliðar allavega um stund og starfa sem ein heild næstu 14 mánuði – þetta snýst ekki um hver er borgarstjóri, kannski væri ráð að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri, óháð pólitík, hver er formaður skiplagsráðs o.þ.h. Starf í sveitastjórn snýst um að sinna starfi sínum af alúð og samviskusemi með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi og í tilviki Reykjavíkur að þjóna skyldum sínum gagnavart öðrum íbúum landsins sem höfuðborg – höfuðborg Íslands alls. Höfundur á sæti í sveitarstjórn Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ingvi Bjarnason Sveitarstjórnarmál Dalabyggð Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að koma nokkrum manni sem fylgist með umræðu um stjórnmál að meirahlutasamstarfi því sem komið var á árið 2022 var komið í ákveðið öngstræti þegar upp úr slitnaði sl. föstudag. Með þessum skrifum mínum vil ég minna kjörna fulltrúa í Reykjavík á þá staðreynd í fullri vinsemd að þeir eru kosnir til að þjóna hag íbúa höfuðborgarinnar en ekki til að berjast um eigið egó og hver getur unnið með hverjum. Undirritaður hefur verið viðriðin sveitarstjórnarmál í Dalabyggð frá vorinu 2014, fyrst sem varamaður og aðalmaður síðan 2018. Í okkar sveitarfélagi var síðasta starfandi formlegur meirihluti á kjörtímabilinu 2006-2010 – frá þeim tíma hefur ekki verið myndaður meirihluti heldur hefur verið unnið með hag íbúanna í fyrirrúmi. Vissulega hafa komið upp deilumál en þau eru þá rædd og leidd til lykta. Í sveitarstjórnarlögum segir: „Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.“ Með öðrum orðum það má enginn kjörinn fulltrúi taka sig svo hátíðlega að hann sé yfir aðra hafinn og hvað þá að flokkspólitískir hagsmunir eigi að stjórna öllu frá A til Ö líkt og raunin virðist vera í höfuðborginni okkar nú. Reykjavík er nefnilega líka höfuðborgin okkar og þangað þurfum við sem búum á landsbyggðinni að sækja ýmsa þjónustu. Þetta eiga kjörnir fulltrúar í Reykjavík að hafa í huga t.d. varðandi nýlegar fréttir um lokun flugbrautar og áhrif þess á sjúkraflug. Hver ber ábyrgðina ef slys verður núna og það er ekki möguleiki að veita bjargir með sjúkraflugi vegna egós einstakra kjörinna sveitarstjórnamanna í Reykjavík og flokkpólitískra „hagsmuna“ flokkanna þeirra. Eigum við sem búum á landsbyggðinni að sætta okkur við að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar vegna þess að kjörnir fulltrúar í Reykjavík setja eigin hagsmuni framar almannahagsmunum og þeim skyldum sem Reykjavík þarf að sinna sem höfuðborg landsins? Ég held að það sé þörf á því að skipta um kúrs í Reykjavík og þar mættu kjörnir fulltrúar jafnvel horfa til íbúakannanna landshlutasamtaka sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Í þeim könnunum voru Dalirnir oft að koma illa út og sumt snerist um atriði á vegum sveitarfélags og annað var á ábyrgð annarra aðila. Árið 2022 var má segja skipt um kúrs í sveitarstjórn Dalabyggðar og farið að vinna m.a. með niðurstöður þessara könnunar og í nýjustu íbúakönnum landshlutasamtakanna hefur Dalabyggð sótt mest á er varðar ánægju íbúa frá síðustu könnun. Ég minni á – hér er hvorki meirihluti eða minnihluti í sveitarstjórn heldur samheldinni hópur kjörinna fulltrúa og starfsmanna sem vinnur að hagsmunum samfélagins sem ein heild. Ég vil því skora á kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja eigið egó til hliðar allavega um stund og starfa sem ein heild næstu 14 mánuði – þetta snýst ekki um hver er borgarstjóri, kannski væri ráð að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri, óháð pólitík, hver er formaður skiplagsráðs o.þ.h. Starf í sveitastjórn snýst um að sinna starfi sínum af alúð og samviskusemi með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi og í tilviki Reykjavíkur að þjóna skyldum sínum gagnavart öðrum íbúum landsins sem höfuðborg – höfuðborg Íslands alls. Höfundur á sæti í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun