Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 20. febrúar 2025 12:47 Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um kynskiptan vinnumarkað út frá gögnum Hagstofu Íslands. Vinnumarkaðurinn hér á landi er mjög kynskiptur líkt og á hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur áhrif á laun kynjanna, valdahlutföll, starfsvettvang, vinnuumhverfi og aðgengi að fjármagni. Í þessu sambandi er oft talað um kvennastörf og karlastörf. Ekki er til eiginleg skilgreining á því hvað þau fela í sér en oft er miðað við að annað kynið sé a.m.k. 60-65% af heildarfjölda starfsfólks. Svokölluð kvennastörf eru meðal annars þau störf sem konur unnu áður ólaunuð á heimilum. Kynskiptar atvinnugreinar Mynd: Hlutfall starfandi í atvinnugreinum eftir kyni 2023 Konur starfa í miklum meirihluta í fræðslustarfsemi (78%) og heilbrigðis- og félagsþjónustu (72%). Um 43% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum og langflest starfanna eru á opinberum vinnumarkaði. Stærstu atvinnugreinar kvenna á almenna vinnumarkaðnum eru ferðaþjónusta auk heild- og smásöluverslunar en um 22% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum. Karlastörf eru fjölmennust í atvinnugreinum sem tilheyra að mestu almenna vinnumarkaðnum. Þessi kynjaskipting hefur áhrif á laun, en þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægra launuð en störf þar sem karlar eru í meirihluta. Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um verðmætamat kvennastarfa kemur fram að störf kvenna fela oftar í sér náin samskipti við annað fólk og tilfinningalegt álag en störf karla. Þessi störf skapa óáþreifanleg verðmæti ólíkt hefðbundnum karlastörfum sem fela oft í sér sköpun áþreifanlegra verðmæta. Þessi munur ýtir undir vanmat á virði kvennastarfa. Þar að auki eiga konur í kvennastörfum oft minni möguleika á framþróun í starfi eða stöðuhækkun því kvennastörf eru flest í flötu stjórnskipulagi. Kynskiptar starfsstéttir Mynd: Fjöldi starfandi í starfsstéttum eftir kyni 2023 Tölfræðin skiptir vinnumarkaðnum upp í níu starfsstéttir. Þær eru kynskiptar rétt eins og atvinnugreinarnar. Konur eru hlutfallslega fleiri í stétt skrifstofufólks (70%), sérfræðinga (62%) og verslunarfólks og fólks í þjónustustörfum (56%). Árið 2023 störfuðu flestar konur sem sérfræðingar, tæplega 32.000 þar af mikill meirihluti í félagsþjónustu, heilbrigðis- og menntakerfinu, og rúmlega 25.000 í verslunar- og þjónustustörfum. Stærstu vinnustaðir kvenna eru á opinberum vinnumarkaði Mynd: Fjöldi 16-74 ára starfandi á opinberum og almennum vinnumarkaði eftir kyni 2024 Konur eru um 47% af starfandi á vinnumarkaði. Af þeim rúmlega 100 þúsund konum á vinnumarkaði vinna tæplega 39% á opinberum vinnumarkaði, en aðeins 14% karla. Það má því segja að opinberi vinnumarkaðurinn sé vinnumarkaður kvenna en þær eru um 71% þeirra sem þar starfa. Á almenna markaðnum eru karlar í meirihluta eða sem nemur tæplega 62%. Afleiðingar kynskipts vinnumarkaðar Rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2022 sýndi mikinn mun á vinnuaðstæðum kvenna og karla, en álag í starfi er að jafnaði meira á konur en karla og meira ef um kvennastörf er að ræða. Þær eru líklegri til að þurfa að kljást við erfiða viðskiptavini, þjónustunotendur og nemendur í starfi sínu og að vera í tilfinningalega erfiðum aðstæðum. Þetta á sérstaklega við um ófaglærða í umönnun, háskólamenntaða sérfræðinga í kennslu og uppeldisfræði og ýmsa sérfræðinga í heilbrigðisvísindum. Einnig eru konur líklegri en karlar til að hafa of mikið að gera í vinnunni og þurfa að vinna á miklum hraða. Afleiðingarnar eru m.a. þær að konur í kvennastéttum eru líklegri en karlar í karlastéttum til að vera fjarverandi frá vinnu vegna veikinda í tvo mánuði eða lengur. Í rannsókn á launamun karla og kvenna sem Hagstofan birti 2021 er niðurstaðan sú að þann kynbundna launamun sem til staðar er megi að miklu leyti rekja til kynskiptingar bæði atvinnugreina og starfsstétta vinnumarkaðarins. Laun séu að jafnaði lægri í þeim greinum þar sem konur eru í meirihluta. Kynskiptur vinnumarkaður hefur neikvæð áhrif á starfsaðstæður og laun kvenna. Til að bæta stöðu og kjör kvenna á vinnumarkaði er nauðsynlegt að endurmeta virði kvennastarfa svo að mikilvægi þeirra endurspeglist í launum. Einnig þarf sérstakt átak til að bæta starfsumhverfi kvennastétta til að draga úr álagi svo konur gjaldi ekki fyrir slæmar starfsaðstæður með heilsu sinni. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn er hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um kynskiptan vinnumarkað út frá gögnum Hagstofu Íslands. Vinnumarkaðurinn hér á landi er mjög kynskiptur líkt og á hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur áhrif á laun kynjanna, valdahlutföll, starfsvettvang, vinnuumhverfi og aðgengi að fjármagni. Í þessu sambandi er oft talað um kvennastörf og karlastörf. Ekki er til eiginleg skilgreining á því hvað þau fela í sér en oft er miðað við að annað kynið sé a.m.k. 60-65% af heildarfjölda starfsfólks. Svokölluð kvennastörf eru meðal annars þau störf sem konur unnu áður ólaunuð á heimilum. Kynskiptar atvinnugreinar Mynd: Hlutfall starfandi í atvinnugreinum eftir kyni 2023 Konur starfa í miklum meirihluta í fræðslustarfsemi (78%) og heilbrigðis- og félagsþjónustu (72%). Um 43% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum og langflest starfanna eru á opinberum vinnumarkaði. Stærstu atvinnugreinar kvenna á almenna vinnumarkaðnum eru ferðaþjónusta auk heild- og smásöluverslunar en um 22% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum. Karlastörf eru fjölmennust í atvinnugreinum sem tilheyra að mestu almenna vinnumarkaðnum. Þessi kynjaskipting hefur áhrif á laun, en þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægra launuð en störf þar sem karlar eru í meirihluta. Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um verðmætamat kvennastarfa kemur fram að störf kvenna fela oftar í sér náin samskipti við annað fólk og tilfinningalegt álag en störf karla. Þessi störf skapa óáþreifanleg verðmæti ólíkt hefðbundnum karlastörfum sem fela oft í sér sköpun áþreifanlegra verðmæta. Þessi munur ýtir undir vanmat á virði kvennastarfa. Þar að auki eiga konur í kvennastörfum oft minni möguleika á framþróun í starfi eða stöðuhækkun því kvennastörf eru flest í flötu stjórnskipulagi. Kynskiptar starfsstéttir Mynd: Fjöldi starfandi í starfsstéttum eftir kyni 2023 Tölfræðin skiptir vinnumarkaðnum upp í níu starfsstéttir. Þær eru kynskiptar rétt eins og atvinnugreinarnar. Konur eru hlutfallslega fleiri í stétt skrifstofufólks (70%), sérfræðinga (62%) og verslunarfólks og fólks í þjónustustörfum (56%). Árið 2023 störfuðu flestar konur sem sérfræðingar, tæplega 32.000 þar af mikill meirihluti í félagsþjónustu, heilbrigðis- og menntakerfinu, og rúmlega 25.000 í verslunar- og þjónustustörfum. Stærstu vinnustaðir kvenna eru á opinberum vinnumarkaði Mynd: Fjöldi 16-74 ára starfandi á opinberum og almennum vinnumarkaði eftir kyni 2024 Konur eru um 47% af starfandi á vinnumarkaði. Af þeim rúmlega 100 þúsund konum á vinnumarkaði vinna tæplega 39% á opinberum vinnumarkaði, en aðeins 14% karla. Það má því segja að opinberi vinnumarkaðurinn sé vinnumarkaður kvenna en þær eru um 71% þeirra sem þar starfa. Á almenna markaðnum eru karlar í meirihluta eða sem nemur tæplega 62%. Afleiðingar kynskipts vinnumarkaðar Rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2022 sýndi mikinn mun á vinnuaðstæðum kvenna og karla, en álag í starfi er að jafnaði meira á konur en karla og meira ef um kvennastörf er að ræða. Þær eru líklegri til að þurfa að kljást við erfiða viðskiptavini, þjónustunotendur og nemendur í starfi sínu og að vera í tilfinningalega erfiðum aðstæðum. Þetta á sérstaklega við um ófaglærða í umönnun, háskólamenntaða sérfræðinga í kennslu og uppeldisfræði og ýmsa sérfræðinga í heilbrigðisvísindum. Einnig eru konur líklegri en karlar til að hafa of mikið að gera í vinnunni og þurfa að vinna á miklum hraða. Afleiðingarnar eru m.a. þær að konur í kvennastéttum eru líklegri en karlar í karlastéttum til að vera fjarverandi frá vinnu vegna veikinda í tvo mánuði eða lengur. Í rannsókn á launamun karla og kvenna sem Hagstofan birti 2021 er niðurstaðan sú að þann kynbundna launamun sem til staðar er megi að miklu leyti rekja til kynskiptingar bæði atvinnugreina og starfsstétta vinnumarkaðarins. Laun séu að jafnaði lægri í þeim greinum þar sem konur eru í meirihluta. Kynskiptur vinnumarkaður hefur neikvæð áhrif á starfsaðstæður og laun kvenna. Til að bæta stöðu og kjör kvenna á vinnumarkaði er nauðsynlegt að endurmeta virði kvennastarfa svo að mikilvægi þeirra endurspeglist í launum. Einnig þarf sérstakt átak til að bæta starfsumhverfi kvennastétta til að draga úr álagi svo konur gjaldi ekki fyrir slæmar starfsaðstæður með heilsu sinni. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn er hagfræðingur hjá ASÍ.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun