Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2025 09:01 Í nýlegri grein heldur Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda því fram að: innflutningur á pítsuosti með íblandaðri jurtaolíu muni hafa lítil áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu og að innlendir grænmetisbændur hafi staðið sig vel í samkeppni við innfluttar vörur. Þessar fullyrðingar standast ekki nánari skoðun og gefa ranga mynd af stöðu íslenskrar matvælaframleiðslu. Innflutningur og áhrif á íslenska bændur Samkvæmt skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2021 jókst innflutningur á grænmeti um 57% á tímabilinu 2009-2019, úr 12.000 tonnum í 19.000 tonn. Á sama tíma hefur hlutfall innlendrar framleiðslu af markaðnum dregist saman, úr 56% í 43%. Þetta sýnir að innfluttar vörur taka sífellt meira pláss á markaðnum, sem hefur neikvæð áhrif á íslenska bændur og framleiðslu þeirra (stjornarradid.is). Þrátt fyrir að íslenskir grænmetisbændur hafi unnið hörðum höndum að vöruþróun og markaðssetningu, er staðreyndin sú að innflutningur hefur aukist verulega og innlend framleiðsla nær aðeins að mæta um 46% af eftirspurn (stjornarradid.is). Þetta er langt frá því að vera fullnægjandi og sýnir að innfluttar vörur hafa áhrif á markaðinn og stöðu innlendra bænda. Fæðuöryggi, byggðafesta og smáskrefakenningin Aukin áhersla á innflutning matvæla getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fæðuöryggi landsins. Við erum háð innflutningi á mörgum sviðum, þar á meðal áburði, grænmeti, fóðri og eldsneyti, sem gerir okkur viðkvæm fyrir alþjóðlegum sveiflum og áföllum. Ef innlend framleiðsla minnkar enn frekar, eykst þessi viðkvæmni og sjálfbærni okkar minnkar. Þróunin sem við sjáum í dag minnir á smáskrefakenningu fræðimannsins Charles E. Lindblom, þar sem stefnumótunarferli breytist ekki með róttækum aðgerðum heldur með hægfara, stigvaxandi skrefum sem safnast saman yfir tíma. Smávægilegar breytingar í reglugerðum, aukin undanþága á innflutningstollum og markaðsöfl sem þrýsta á frekari innflutning leiða til þess að íslensk matvælaframleiðsla verður smátt og smátt veikari, án þess að stór ákvörðun sé tekin um að veikja hana til muna. Þetta skapar þá hættu að þegar fólk áttar sig á áhrifunum, þá er staðan orðin óafturkræf. Eru verndartollar bara á Íslandi? Það er algengt að þjóðir viðurkenni mikilvægi þess að verja sína innlendu matvælaframleiðslu gegn erlendri samkeppni, líkt og sést í mörgum ríkjum sem beita verndartollum og innflutningshömlum á landbúnaðarvörur til að tryggja fæðuöryggi og stöðugleika í greininni. Evrópusambandið leggur verndartolla á innfluttar mjólkurvörur til að vernda eigin framleiðslu (bbl.is) og Kanada rekur „supply management“ kerfi sem tryggir að innlend framleiðsla mæti eftirspurn og að bændur fái sanngjarnt verð fyrir vörur sínar (canada.ca). Þetta er ekkert nýtt né sérstakt fyrir Ísland – margar þjóðir verja sína matvælaframleiðslu vegna þess að þær skilja mikilvægi fæðuöryggis og þess að viðhalda innlendri framleiðslu. Sérhagsmunagæsla á kostnað almennings Þegar kemur að umræðu um íslenskan landbúnað er vert að spyrja: Hverjir hafa hag af því að veikja innlenda framleiðslu? Svarið er augljóst: Innflutningsaðilar sækjast eftir aukinni markaðshlutdeild og hagnaði, en það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að fæðuöryggi og byggðafesta verði ekki sett til hliðar í þeirri vegferð. Þeirra markmið er ekki að styðja við neytendur, heldur að hámarka hagnað fyrirtækja sinna, óháð langtímaáhrifum á íslenska matvælaframleiðslu. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að ganga erinda þeirra sem hagnast á veikingu innlendrar framleiðslu. Þvert á móti eiga þau að gæta hagsmuna þjóðarinnar í heild sinni, þar sem byggðafesta og fæðuöryggi skipta sköpum. Að fórna þessum grunnstoðum samfélagsins fyrir skammtímagróða örfárra innflutningsaðila og stórmarkaða er ekki stefna sem ætti að líðast. Þeir sem vilja afnema stuðning við íslenska framleiðslu ættu að hafa hugrekki til að viðurkenna að þeir eru ekki að tala fyrir hagsmunum neytenda – heldur hagsmunum þeirra sem vilja fylla markaðinn af innfluttum vörum án tillits til gæða, uppruna eða langtímaafleiðinga fyrir fæðuöryggi og sjálfstæði Íslands í matvælaframleiðslu. Sjálfbær framtíð Sem ungur einstaklingur sem styður við landsbyggðina, byggðafestu og fæðuöryggi, tel ég nauðsynlegt að standa vörð um íslenska matvælaframleiðslu. Við verðum að tryggja að innlendir bændur hafi sanngjörn samkeppnisskilyrði og að neytendur hafi aðgang að heilnæmum, innlendum vörum. Aukin áhersla á innflutning og rangfærslur um stöðu innlendrar framleiðslu þjóna ekki þessum markmiðum og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélag okkar í heild. Hagsmunagæsla stórfyrirtækja og innflutningsaðila á ekki að stýra stefnu stjórnvalda – það er hagur þjóðarinnar sem á að ráða för. Höfundur er ungur Framsóknarmaður með áhuga á fæðuöryggi, byggðafestu og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein heldur Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda því fram að: innflutningur á pítsuosti með íblandaðri jurtaolíu muni hafa lítil áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu og að innlendir grænmetisbændur hafi staðið sig vel í samkeppni við innfluttar vörur. Þessar fullyrðingar standast ekki nánari skoðun og gefa ranga mynd af stöðu íslenskrar matvælaframleiðslu. Innflutningur og áhrif á íslenska bændur Samkvæmt skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2021 jókst innflutningur á grænmeti um 57% á tímabilinu 2009-2019, úr 12.000 tonnum í 19.000 tonn. Á sama tíma hefur hlutfall innlendrar framleiðslu af markaðnum dregist saman, úr 56% í 43%. Þetta sýnir að innfluttar vörur taka sífellt meira pláss á markaðnum, sem hefur neikvæð áhrif á íslenska bændur og framleiðslu þeirra (stjornarradid.is). Þrátt fyrir að íslenskir grænmetisbændur hafi unnið hörðum höndum að vöruþróun og markaðssetningu, er staðreyndin sú að innflutningur hefur aukist verulega og innlend framleiðsla nær aðeins að mæta um 46% af eftirspurn (stjornarradid.is). Þetta er langt frá því að vera fullnægjandi og sýnir að innfluttar vörur hafa áhrif á markaðinn og stöðu innlendra bænda. Fæðuöryggi, byggðafesta og smáskrefakenningin Aukin áhersla á innflutning matvæla getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fæðuöryggi landsins. Við erum háð innflutningi á mörgum sviðum, þar á meðal áburði, grænmeti, fóðri og eldsneyti, sem gerir okkur viðkvæm fyrir alþjóðlegum sveiflum og áföllum. Ef innlend framleiðsla minnkar enn frekar, eykst þessi viðkvæmni og sjálfbærni okkar minnkar. Þróunin sem við sjáum í dag minnir á smáskrefakenningu fræðimannsins Charles E. Lindblom, þar sem stefnumótunarferli breytist ekki með róttækum aðgerðum heldur með hægfara, stigvaxandi skrefum sem safnast saman yfir tíma. Smávægilegar breytingar í reglugerðum, aukin undanþága á innflutningstollum og markaðsöfl sem þrýsta á frekari innflutning leiða til þess að íslensk matvælaframleiðsla verður smátt og smátt veikari, án þess að stór ákvörðun sé tekin um að veikja hana til muna. Þetta skapar þá hættu að þegar fólk áttar sig á áhrifunum, þá er staðan orðin óafturkræf. Eru verndartollar bara á Íslandi? Það er algengt að þjóðir viðurkenni mikilvægi þess að verja sína innlendu matvælaframleiðslu gegn erlendri samkeppni, líkt og sést í mörgum ríkjum sem beita verndartollum og innflutningshömlum á landbúnaðarvörur til að tryggja fæðuöryggi og stöðugleika í greininni. Evrópusambandið leggur verndartolla á innfluttar mjólkurvörur til að vernda eigin framleiðslu (bbl.is) og Kanada rekur „supply management“ kerfi sem tryggir að innlend framleiðsla mæti eftirspurn og að bændur fái sanngjarnt verð fyrir vörur sínar (canada.ca). Þetta er ekkert nýtt né sérstakt fyrir Ísland – margar þjóðir verja sína matvælaframleiðslu vegna þess að þær skilja mikilvægi fæðuöryggis og þess að viðhalda innlendri framleiðslu. Sérhagsmunagæsla á kostnað almennings Þegar kemur að umræðu um íslenskan landbúnað er vert að spyrja: Hverjir hafa hag af því að veikja innlenda framleiðslu? Svarið er augljóst: Innflutningsaðilar sækjast eftir aukinni markaðshlutdeild og hagnaði, en það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að fæðuöryggi og byggðafesta verði ekki sett til hliðar í þeirri vegferð. Þeirra markmið er ekki að styðja við neytendur, heldur að hámarka hagnað fyrirtækja sinna, óháð langtímaáhrifum á íslenska matvælaframleiðslu. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að ganga erinda þeirra sem hagnast á veikingu innlendrar framleiðslu. Þvert á móti eiga þau að gæta hagsmuna þjóðarinnar í heild sinni, þar sem byggðafesta og fæðuöryggi skipta sköpum. Að fórna þessum grunnstoðum samfélagsins fyrir skammtímagróða örfárra innflutningsaðila og stórmarkaða er ekki stefna sem ætti að líðast. Þeir sem vilja afnema stuðning við íslenska framleiðslu ættu að hafa hugrekki til að viðurkenna að þeir eru ekki að tala fyrir hagsmunum neytenda – heldur hagsmunum þeirra sem vilja fylla markaðinn af innfluttum vörum án tillits til gæða, uppruna eða langtímaafleiðinga fyrir fæðuöryggi og sjálfstæði Íslands í matvælaframleiðslu. Sjálfbær framtíð Sem ungur einstaklingur sem styður við landsbyggðina, byggðafestu og fæðuöryggi, tel ég nauðsynlegt að standa vörð um íslenska matvælaframleiðslu. Við verðum að tryggja að innlendir bændur hafi sanngjörn samkeppnisskilyrði og að neytendur hafi aðgang að heilnæmum, innlendum vörum. Aukin áhersla á innflutning og rangfærslur um stöðu innlendrar framleiðslu þjóna ekki þessum markmiðum og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélag okkar í heild. Hagsmunagæsla stórfyrirtækja og innflutningsaðila á ekki að stýra stefnu stjórnvalda – það er hagur þjóðarinnar sem á að ráða för. Höfundur er ungur Framsóknarmaður með áhuga á fæðuöryggi, byggðafestu og sjálfbærni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar