Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar 11. apríl 2025 10:33 Í mínum störfum með fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og einstaklingum birtist skýrt hvað fagmennska í tengslum við forystu (e. leadership) er gríðarlega mikilvæg og skilar ávinningi á öllum sviðum. Skiptir þá ekki máli hvort það er til dæmis á sviði mannauðsmála, samskipta við viðskiptavini eða reksturs og fjármála. Þetta er í samræmi við fjölda rannsókna. Í stuttu máli má segja að þjónandi forysta (e. servant leadership) rammi inn faglega forystu, eða árangursríka forystu, enda nýta mörg framsækin fyrirtæki og stofnanir sem ná afburða árangri, sérstaklega erlendis, sér hana til að ná markmiðum sínum. Þjónandi forysta sem snýst um að blanda saman að þjóna og leiða, byggir meðal annars á auðmýkt, þjónustu við aðra, skýrri framtíðarsýn og ábyrgðarskyldu. Það hefur verið sýnt fram á að þjónandi forysta hefur meðal annars jákvæð áhrif á starfsánægju auk þess að skapa og viðhalda vinnustaðamenningu þar sem ríkir traust, gagnsæi, samvinna, metnaður og fókus á sameiginlegan árangur allra hagsmunaaðila. Heartstyles, sem gengur út á að „lifa og leiða með hjartanu“ er alþjóðlegt forystumódel og aðferðafræði sem rammar forystu inn með sambærilegum hætti. Þar er lögð er áhersla á tvær lykilvíddir árangursríkrar hegðunar: (1) Auðmýkt sem snýst meðal annars um að þora að vera maður sjálfur og (2) umhyggja sem stendur meðal annars fyrir að vilja byggja upp sambönd og hjálpa öðrum að vaxa.Á sama tíma er áhersla á að draga úr hegðun sem tengist tveimur öðrum víddum: (1) Sjálfmiðað og neikvætt stolt og (2) hegðun drifin af ótta, sem dregur úr eða kemur í veg fyrir hugrekki og að við getum verið við sjálf. Lykilatriðið í þessu öllu er að fagleg forysta skilar aukinni velferð starfsfólks á sama tíma og það hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná markmiðum sínum. Í rauninni græða allir, þar á meðal samfélagið. Vá, þetta hljómar næstum því eins og töfrablanda! En spurningin er; af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og forystufólk að nýta sér þetta? Svar óskast sent til sigurdragn@unak.is Höfundur er forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri, Heartstyles forystuþjálfari og umsjónarmaður hlaðvarpsins „Forysta & samskipti.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í mínum störfum með fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og einstaklingum birtist skýrt hvað fagmennska í tengslum við forystu (e. leadership) er gríðarlega mikilvæg og skilar ávinningi á öllum sviðum. Skiptir þá ekki máli hvort það er til dæmis á sviði mannauðsmála, samskipta við viðskiptavini eða reksturs og fjármála. Þetta er í samræmi við fjölda rannsókna. Í stuttu máli má segja að þjónandi forysta (e. servant leadership) rammi inn faglega forystu, eða árangursríka forystu, enda nýta mörg framsækin fyrirtæki og stofnanir sem ná afburða árangri, sérstaklega erlendis, sér hana til að ná markmiðum sínum. Þjónandi forysta sem snýst um að blanda saman að þjóna og leiða, byggir meðal annars á auðmýkt, þjónustu við aðra, skýrri framtíðarsýn og ábyrgðarskyldu. Það hefur verið sýnt fram á að þjónandi forysta hefur meðal annars jákvæð áhrif á starfsánægju auk þess að skapa og viðhalda vinnustaðamenningu þar sem ríkir traust, gagnsæi, samvinna, metnaður og fókus á sameiginlegan árangur allra hagsmunaaðila. Heartstyles, sem gengur út á að „lifa og leiða með hjartanu“ er alþjóðlegt forystumódel og aðferðafræði sem rammar forystu inn með sambærilegum hætti. Þar er lögð er áhersla á tvær lykilvíddir árangursríkrar hegðunar: (1) Auðmýkt sem snýst meðal annars um að þora að vera maður sjálfur og (2) umhyggja sem stendur meðal annars fyrir að vilja byggja upp sambönd og hjálpa öðrum að vaxa.Á sama tíma er áhersla á að draga úr hegðun sem tengist tveimur öðrum víddum: (1) Sjálfmiðað og neikvætt stolt og (2) hegðun drifin af ótta, sem dregur úr eða kemur í veg fyrir hugrekki og að við getum verið við sjálf. Lykilatriðið í þessu öllu er að fagleg forysta skilar aukinni velferð starfsfólks á sama tíma og það hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná markmiðum sínum. Í rauninni græða allir, þar á meðal samfélagið. Vá, þetta hljómar næstum því eins og töfrablanda! En spurningin er; af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og forystufólk að nýta sér þetta? Svar óskast sent til sigurdragn@unak.is Höfundur er forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri, Heartstyles forystuþjálfari og umsjónarmaður hlaðvarpsins „Forysta & samskipti.“
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar