„Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2025 10:21 Hildur Sverrisdóttir var harðorð við lok þings og minnti á að þingsköp ættu að ramma inn störf þingmanna. Vísir/Anton Brink Umræðan um veiðigjaldamálið svokallaða hélt áfram í þingsal fram til klukkan eitt í nótt. Undir það síðasta tókust þingmenn helst á um fundarstjórn og vildi minnihlutinn fá að vita hversu lengi stæði til að ræða málið. Meirihlutinn og forseti Alþingis voru sakaðir um að hafa gengið á bak orða sinna varðandi fundartíma og áætlun. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, tilkynnti á meðan umræðum stóð að hún væri búin eftir að óska eftir fundi hjá forsætisnefnd í dag, föstudag, til að ræða þingsköp og dagskrá þingins. Löng umræða um veiðigjöld krefðist þess að nefndin kæmi saman til að ræða breytingar í starfsáætlun þingsins. Þingmönnum var nokkuð heitt í hamsi á meðan umræðunni stóð og hófu rétt fyrir miðnætti að ræða fundarstjórn og sögðu meirihlutann hafa gengið bak orða sinna með því að leyfa þingfundi, og umræðu, að halda áfram fram yfir miðnætti. Annað hefði verið samið um í forsætisnefnd á mánudegi. Það væru boðaðir nefndarfundir klukkan 9 á föstudegi og þeir óskuðu eftir því að vita meira um framhald mála. Þá minntu þeir Þórunni ítrekað á það að hún hafi fyrr um daginn hvatt þingmenn til að kynna sér þingsköp. Forseti væri að skapa uppnám Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði hana setja uppnám í gang með því að að halda fundi áfram fram yfir miðnætti. „Það er mjög óvanalegt að ekki sé hægt að treysta samningum sem forseti er búinn að gera við formenn þingflokka eða innan forsætisnefndar. Við hljótum að kalla eftir því ef einhverjir af þingmönnum eru jafnvel farnir að svæðinu. Það þarf þá að gera ráðstafanir til að kalla þá inn á þing aftur ef menn ætla að halda hér áfram eitthvað langt inn í nóttina. Þannig að ég held að það sé alveg lágmark að forseti greini okkur frá því hvað hann hyggst hafast fyrir í þeim efnum,“ sagði Jón. Þingmenn meirihlutans svöruðu og sögðu þessa umræðu koma á óvart. Að minnihlutinn vildi ekki halda áfram. Það hafi verið rætt á fundi þingflokksformanna að klára umræðuna í vikunni og þeir sögðust treysta forseta til að meta stöðuna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, sagði heimild fyrir lengri fundi.Vísir/Anton Brink Þórunn tók þá til máls og sagðist hafa fengið leyfi til að halda lengri fund. Það hefði aldrei verið talað um að honum yrði að ljúka á miðnætti heldur hefði verið um það talað að umræðunni lyki eða lyki ekki um kvöldið. Hún ætlaði að stefna að því að ljúka henni því það væru enn margir þingmenn á mælendaskrá. Eftir það hélt umræðan áfram um veiðigjöldin í nokkrar mínútur þar til Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ávarpaði aftur fundarstjórnina um hálftíma síðarn Hann sagði umræðuna vera að þróast með undarlegum hætti. Það væri gott ef forseti skýrði nákvæmlega hversu löng umræðan ætti að vera og að sömuleiðis hún útskýrði hvernig þingmenn megi hvetja aðra þingmenn í sal. Boðar til fundar í forsætisnefnd Þórunn tók sjálf til máls eftir það og sagðist vera að gera ráðstafanir til að mæta þeirri stöðu sem væri komin upp á þinginu. Eftir 22 mínútur myndi fyrsta umræða um þetta mál hafa staðið lengur en fyrsta umræða hefur staðið áratugum saman. „Það krefst þess að forseti taki mið af stöðunni,“ sagði Þórunn og að hún hefði boðað til fundar í forsætisnefnd til að ræða breytingar í starfsáætlun þingsins. Hún sagðist hafa fullan skilning á því að þingmenn vildu komast heim. „Hér hafa verið langar umræður, ekki bara í dag, heldur alla vikuna, fram á kvöld og forseti íhugar það vel hvenær sé best að fresta þessum fundi, eða fresta umræðunni, og slíta fundinum. En það er alveg ljóst í huga forseta að hér eru þingstörf í nokkru uppnámi ef litið er til þeirra daga sem eftir eru á starfsáætlun,“ sagði Þórunn en hægt væri að halda áfram í nokkrar mínútur til viðbótar. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagði ósanngjarnt að saka minnihlutann um að taka málið í gíslingu.Vísir/Anton Brink Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagði þá ósanngjarnt að saka minnihlutann um að „taka málið í gíslingu“. Stjórnarliðar hefðu tekið virkan þátt í umræðunni og þess vegna hefði umræðan verið svona löng. „En ég vísa því algjörlega frá að hér séu stjórnarandstæðingar að taka eitthvert mál í gíslingu þótt verið sé að ræða um eitt mikilvægasta mál stjórnarinnar þessu sinni, skattahækkun, tvöföldun veiðigjalds,“ sagði Bryndís um klukkan hálf eitt í nótt. Þórunn tók aftur til máls eftir það og sagði engan hafa talað um að nýta ekki allan þann tíma sem til er til fyrstu umræðu. „Aldrei,“ sagði Þórunn. Meirihlutanum sjálfum að kenna Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði þingmönnum velkomið að ræða málið en það yrði þá að kom fram einhver frumleg hugsun. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi þetta og sagði það meirihlutanum sjálfum að kenna að þessi umræða væri að dragast. Þau hefðu slitið hana í sundur með því að setja Íslandsbankasöluna á dagskrá. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Sigmari að gæta þess að búa ekki sjálfur í glerhúsi.Vísir/Anton Brink Fleiri þingmenn gagnrýndu þennan málflutning Sigmars eins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, og Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er gjörsamlega óþolandi að fá ekki að tala hér í friði án þess að ræður þingmanna séu dæmdar út og suður. Ég held að þingmaðurinn háttvirti ætti að líta sér nær og passa það að hann býr sjálfur í glerhúsi,“ sagði Jón Pétur. Þá kölluðu þingmenn Miðflokksins eftir því að forseti myndi skýra hvenær mæti kalla fram og hrópa í þingsal. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingkona Miðflokksins, sagðist engin svör hafa fengið um það hvað mætti hrópa en hafa verið beðin um að gæta velsæmis. Því vildi hún fá skýr svör við því hvað mætti og hvað mætti ekki. Spurðu forseta hvað má og hvað má ekki Þorgrímur Sigmundsson, þingmaður Miðflokksins, ávarpaði „ávirðingar forseta um að gæta velsæmis í salnum“. Hann kallaði sömuleiðis eftir því að hún útskýrði hvað væri í lagi og hvað ekki. Það væri gríðarleg stemning fyrir „Heyr, heyr" en „Bang, bang" væri bannað og barði á sama tíma í púltið. Hann sagði þörf leiðbeiningum og að þar yrði hreinlega dekkaðar allar þær upphrópanir sem koma til greina. Sigmar sagði þingmenn minnihlutans aðeins endurtaka sig í pontu og kallaði eftir frumlegri hugsun.Vísir/Anton Brink Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að minnihluti og meirihluti ynnu saman að því að ljúka umræðu. Hann sagðist telja umræðuna um veiðigjöldin hafa verið málaefnalega og sjaldan út fyrir efnið þótt að hún hefði verið löng. „Því er ótrúlegt, virðulegur forseti, hvernig við erum komin í þá stöðu að umræðunni ómálefnalegri hér um hvernig við ætlum að halda þingfundi áfram og hvernig störfum hér á Alþingi heldur en sú heita umræðu sem veiðigjöldin eru. Hvernig komum við okkur í þá stöðu, ég skil þetta ekki,“ sagði Vilhjálmur. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ræður stjórnarmeirihluta um ómálefnalega umræðu minna hann á ákveðinn bókartitil. „Virðulegur forseti. Að hlusta hér á ræður sumra stjórnarþingmannanna, þá kemur upp í hugann bókartitill, titillinn, Hroki og hleypidómar og ég ætla svo sem ekkert að hafa fleiri orð um það. Ég held að það segi sig sjálft.“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók þá til máls og sagði erfitt að átta sig á umræðunni. Þingmenn kvörtuðu yfir lengd umræðunnar og að þurfa að vera fram á nótt, en sögðust samt vilja vera fram á nótt. Hann hvatti forseta til að halda áfram umræðunni. Hörundsárasti minnihluti sem setið hafi í þingsal Sigmar fór þá aftur í pontu og sagðist telja stjórnarandstöðuna „einhverja þá hörundsárustu sem setið hafi í þessum þingsal“ og endurtók svo fullyrðingu sína um að umræðan væri „full af endurtekningum“ hjá stjórnarandstöðunni. Nanna Margrét tók þá aftur til máls og sagði það ekki vandamál að vera fram á nótt. Vandamálið væri falið í því að það væru settir nefndarfundir á dagskrá daginn eftir, í dag föstudag, klukkan níu. „Margur heldur mig sig,“ sagði Vilhjálmur Árnason og skaut þar á Sigmar Guðmundsson. Hann hefði sjálfur ítrekað í stjórnarandstöðu endurtekið sig í ræðu í pontu. Hann sagði að það ætti ekki að koma neinum á óvart að þingmaður í sjávarútvegskjördæmi vildi tala um málið „Það kemur mér ekkert á óvart, þessi málflutningur. En ef einhverjum finnst það óeðlilegt að þingmaður til tólf ára í sjávarútvegskjördæmi, sem á mikið undir, tali hér í heilar tuttugu mínútur, sem er sá réttur sem við höfum til að tala hér í 1. umræðu og fara í nokkur andsvör, til þess að tala um eins risastóra málaflokk eins og skattlagning á 900 útgerðir í landinu er. Ég er að pæla hverjir eru hörundsárir,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur Árnason kallaði eftir betri samvinnu. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir sagðist hafa lent í því reglulega á þingi að fundir drægjust fram yfir miðnætti. Hún hefði hins vegar aldrei lent í því að forseti tilkynni á mánudegi að fundir fari ekki fram yfir miðnætti en það sé svo breytt á fimmtudegi. „Ég kveinka mér ekki yfir vinnuálagi, hvorki núna ég seinna, en mér finnst mikilvægt að orð skulu standa og að það ríki traust á milli okkar sem hér störfum því að íslenska þjóðin á það skilið,“ sagði Bryndís. Gerði ekki athugasemdir við gól meirihlutans Þorgrímur Sigmundsson kom þá aftur í pontu til að ræða orð forseta um að þingmenn gættu velsæmis í pontu á sama tíma og meirihlutinn „gólað linnulaust“. „Og ekki þykir forseta neitt athugavert við það,“ sagði Þorgrímur við fögnuð minnihlutans. Guðmundur Ari sagði þá gott að forseti bregðist við breyttum aðstæðum frá mánudegi til fimmtudags og kallaði eftir því að umræðunni yrði haldið áfram. Bergþór Ólason tók að lokum aftur til máls og spurði aftur, beint út, hversu lengi ætti að halda þingfundi gangandi. Það væri ekki ósanngjörn spurning eða flókin. „Það eru áform um að hér verði nefndarfundir klukkan níu í fyrramálið. Ég hef lent í því að funda fram að hádegi daginn eftir. Það væri bara mjög fínt ef slíkar upplýsingar lægju fyrir strax séu slík áform uppi hjá virðulegum forseta? Þetta er spurningin sem liggur fyrir. Útúrsnúningar um annað eru ekkert annað en það,“ sagði Bergþór. Forseti barði í bjölluna á meðan Hildur talaði Hildur Sverrisdóttur tók svo síðustu til máls og byrjaði á því á því að kalla eftir því að Þórunn væri sjálf í sal í umræðu um fundarstjórn forseta. Hún áréttaði að þingsköpin væru niðurstaða margra ára vinnu þannig það sé rammað vel inn hversu langan tíma þingmenn hafa til að ræða mikilvæg mál. Hún sagði umræðuna sannarlega orðna langa en það sé líka út af því að stjórnarliðar hafi tekið virkan þátt í henni. Ekki sé sanngjarnt að nota það sem vopn gegn stjórnarandstöðunni. „En að það sé núna að notað sem vopn gegn stjórnarandstöðunni, og að brigsla þeim um að hafa á einhvern óeðlilegan hátt, þegar það er verið hér að ræða í einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar, þessa þings, jafnvel kjörtímabilsins, er með nokkrum ólíkindum. Svo vil ég segja örstutt að lokum, frú forseti, það er ekki rétt að hér hafi ekki verið samkomulag um hvernig þessi vika myndi vera framhaldið í þessum ágæta þingsal. Það er ekki rétt,“ sagði Hildur á sama tíma og starfandi forseti barði í bjöllu forseta til marks um að Hildur væri búin með sinn tíma. Hildur hélt þó áfram. „Hér varð risastórt mál afgreitt stjórnarandstöðunni, og við vorum mjög viljug til að láta það gerast í dag, og það væri ofboðslega vont ef við værum að byrja þetta kjörtímabil með þeim skilaboðum að það er ekkert traust á milli fólks. Það er ekki hægt að treysta á eitt einasta samkomulag hér eftir. Það eru gífurlega vond tíðindi og þetta samstarf, þetta mikilvæga samstarf í þessum sal fyrir land og þjóð. Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal,“ sagði Hildur við mikinn fögnuð þeirra þingmanna sem voru í sal. Eydís Ásbjörnsdóttir, starfandi forseti, tók til máls að því loknu og hvatti fólk til að virða ræðutíma. Að því loknu kynnti hún þingskjöl og þurfti á meðan því stóð að biðja um þögn í salnum. Hún frestaði svo umræðu og sleit þingi klukkan níu mínútur yfir eitt. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Tveir af hverjum þremur telja auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um „norsku leiðina“ svokölluðu slæmar. Enn meiri meirihluti er hlynntur frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjöldum. 8. maí 2025 09:15 Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Stjórn Vestfjarðastofu lýsir þungum áhyggjum af frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og væntanlegum áhrifum þess á atvinnulíf og samfélög á Vestfjörðum. Stjórnin skorar á stjórvöld að kanna áhrifin af hærra veiðigjaldi á samfélög á Vestfjörðum með ítarlegum hætti áður en frumvarpið er samþykkt. 7. maí 2025 16:08 Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, tilkynnti á meðan umræðum stóð að hún væri búin eftir að óska eftir fundi hjá forsætisnefnd í dag, föstudag, til að ræða þingsköp og dagskrá þingins. Löng umræða um veiðigjöld krefðist þess að nefndin kæmi saman til að ræða breytingar í starfsáætlun þingsins. Þingmönnum var nokkuð heitt í hamsi á meðan umræðunni stóð og hófu rétt fyrir miðnætti að ræða fundarstjórn og sögðu meirihlutann hafa gengið bak orða sinna með því að leyfa þingfundi, og umræðu, að halda áfram fram yfir miðnætti. Annað hefði verið samið um í forsætisnefnd á mánudegi. Það væru boðaðir nefndarfundir klukkan 9 á föstudegi og þeir óskuðu eftir því að vita meira um framhald mála. Þá minntu þeir Þórunni ítrekað á það að hún hafi fyrr um daginn hvatt þingmenn til að kynna sér þingsköp. Forseti væri að skapa uppnám Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði hana setja uppnám í gang með því að að halda fundi áfram fram yfir miðnætti. „Það er mjög óvanalegt að ekki sé hægt að treysta samningum sem forseti er búinn að gera við formenn þingflokka eða innan forsætisnefndar. Við hljótum að kalla eftir því ef einhverjir af þingmönnum eru jafnvel farnir að svæðinu. Það þarf þá að gera ráðstafanir til að kalla þá inn á þing aftur ef menn ætla að halda hér áfram eitthvað langt inn í nóttina. Þannig að ég held að það sé alveg lágmark að forseti greini okkur frá því hvað hann hyggst hafast fyrir í þeim efnum,“ sagði Jón. Þingmenn meirihlutans svöruðu og sögðu þessa umræðu koma á óvart. Að minnihlutinn vildi ekki halda áfram. Það hafi verið rætt á fundi þingflokksformanna að klára umræðuna í vikunni og þeir sögðust treysta forseta til að meta stöðuna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, sagði heimild fyrir lengri fundi.Vísir/Anton Brink Þórunn tók þá til máls og sagðist hafa fengið leyfi til að halda lengri fund. Það hefði aldrei verið talað um að honum yrði að ljúka á miðnætti heldur hefði verið um það talað að umræðunni lyki eða lyki ekki um kvöldið. Hún ætlaði að stefna að því að ljúka henni því það væru enn margir þingmenn á mælendaskrá. Eftir það hélt umræðan áfram um veiðigjöldin í nokkrar mínútur þar til Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ávarpaði aftur fundarstjórnina um hálftíma síðarn Hann sagði umræðuna vera að þróast með undarlegum hætti. Það væri gott ef forseti skýrði nákvæmlega hversu löng umræðan ætti að vera og að sömuleiðis hún útskýrði hvernig þingmenn megi hvetja aðra þingmenn í sal. Boðar til fundar í forsætisnefnd Þórunn tók sjálf til máls eftir það og sagðist vera að gera ráðstafanir til að mæta þeirri stöðu sem væri komin upp á þinginu. Eftir 22 mínútur myndi fyrsta umræða um þetta mál hafa staðið lengur en fyrsta umræða hefur staðið áratugum saman. „Það krefst þess að forseti taki mið af stöðunni,“ sagði Þórunn og að hún hefði boðað til fundar í forsætisnefnd til að ræða breytingar í starfsáætlun þingsins. Hún sagðist hafa fullan skilning á því að þingmenn vildu komast heim. „Hér hafa verið langar umræður, ekki bara í dag, heldur alla vikuna, fram á kvöld og forseti íhugar það vel hvenær sé best að fresta þessum fundi, eða fresta umræðunni, og slíta fundinum. En það er alveg ljóst í huga forseta að hér eru þingstörf í nokkru uppnámi ef litið er til þeirra daga sem eftir eru á starfsáætlun,“ sagði Þórunn en hægt væri að halda áfram í nokkrar mínútur til viðbótar. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagði ósanngjarnt að saka minnihlutann um að taka málið í gíslingu.Vísir/Anton Brink Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagði þá ósanngjarnt að saka minnihlutann um að „taka málið í gíslingu“. Stjórnarliðar hefðu tekið virkan þátt í umræðunni og þess vegna hefði umræðan verið svona löng. „En ég vísa því algjörlega frá að hér séu stjórnarandstæðingar að taka eitthvert mál í gíslingu þótt verið sé að ræða um eitt mikilvægasta mál stjórnarinnar þessu sinni, skattahækkun, tvöföldun veiðigjalds,“ sagði Bryndís um klukkan hálf eitt í nótt. Þórunn tók aftur til máls eftir það og sagði engan hafa talað um að nýta ekki allan þann tíma sem til er til fyrstu umræðu. „Aldrei,“ sagði Þórunn. Meirihlutanum sjálfum að kenna Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði þingmönnum velkomið að ræða málið en það yrði þá að kom fram einhver frumleg hugsun. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi þetta og sagði það meirihlutanum sjálfum að kenna að þessi umræða væri að dragast. Þau hefðu slitið hana í sundur með því að setja Íslandsbankasöluna á dagskrá. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Sigmari að gæta þess að búa ekki sjálfur í glerhúsi.Vísir/Anton Brink Fleiri þingmenn gagnrýndu þennan málflutning Sigmars eins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, og Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er gjörsamlega óþolandi að fá ekki að tala hér í friði án þess að ræður þingmanna séu dæmdar út og suður. Ég held að þingmaðurinn háttvirti ætti að líta sér nær og passa það að hann býr sjálfur í glerhúsi,“ sagði Jón Pétur. Þá kölluðu þingmenn Miðflokksins eftir því að forseti myndi skýra hvenær mæti kalla fram og hrópa í þingsal. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingkona Miðflokksins, sagðist engin svör hafa fengið um það hvað mætti hrópa en hafa verið beðin um að gæta velsæmis. Því vildi hún fá skýr svör við því hvað mætti og hvað mætti ekki. Spurðu forseta hvað má og hvað má ekki Þorgrímur Sigmundsson, þingmaður Miðflokksins, ávarpaði „ávirðingar forseta um að gæta velsæmis í salnum“. Hann kallaði sömuleiðis eftir því að hún útskýrði hvað væri í lagi og hvað ekki. Það væri gríðarleg stemning fyrir „Heyr, heyr" en „Bang, bang" væri bannað og barði á sama tíma í púltið. Hann sagði þörf leiðbeiningum og að þar yrði hreinlega dekkaðar allar þær upphrópanir sem koma til greina. Sigmar sagði þingmenn minnihlutans aðeins endurtaka sig í pontu og kallaði eftir frumlegri hugsun.Vísir/Anton Brink Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að minnihluti og meirihluti ynnu saman að því að ljúka umræðu. Hann sagðist telja umræðuna um veiðigjöldin hafa verið málaefnalega og sjaldan út fyrir efnið þótt að hún hefði verið löng. „Því er ótrúlegt, virðulegur forseti, hvernig við erum komin í þá stöðu að umræðunni ómálefnalegri hér um hvernig við ætlum að halda þingfundi áfram og hvernig störfum hér á Alþingi heldur en sú heita umræðu sem veiðigjöldin eru. Hvernig komum við okkur í þá stöðu, ég skil þetta ekki,“ sagði Vilhjálmur. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ræður stjórnarmeirihluta um ómálefnalega umræðu minna hann á ákveðinn bókartitil. „Virðulegur forseti. Að hlusta hér á ræður sumra stjórnarþingmannanna, þá kemur upp í hugann bókartitill, titillinn, Hroki og hleypidómar og ég ætla svo sem ekkert að hafa fleiri orð um það. Ég held að það segi sig sjálft.“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók þá til máls og sagði erfitt að átta sig á umræðunni. Þingmenn kvörtuðu yfir lengd umræðunnar og að þurfa að vera fram á nótt, en sögðust samt vilja vera fram á nótt. Hann hvatti forseta til að halda áfram umræðunni. Hörundsárasti minnihluti sem setið hafi í þingsal Sigmar fór þá aftur í pontu og sagðist telja stjórnarandstöðuna „einhverja þá hörundsárustu sem setið hafi í þessum þingsal“ og endurtók svo fullyrðingu sína um að umræðan væri „full af endurtekningum“ hjá stjórnarandstöðunni. Nanna Margrét tók þá aftur til máls og sagði það ekki vandamál að vera fram á nótt. Vandamálið væri falið í því að það væru settir nefndarfundir á dagskrá daginn eftir, í dag föstudag, klukkan níu. „Margur heldur mig sig,“ sagði Vilhjálmur Árnason og skaut þar á Sigmar Guðmundsson. Hann hefði sjálfur ítrekað í stjórnarandstöðu endurtekið sig í ræðu í pontu. Hann sagði að það ætti ekki að koma neinum á óvart að þingmaður í sjávarútvegskjördæmi vildi tala um málið „Það kemur mér ekkert á óvart, þessi málflutningur. En ef einhverjum finnst það óeðlilegt að þingmaður til tólf ára í sjávarútvegskjördæmi, sem á mikið undir, tali hér í heilar tuttugu mínútur, sem er sá réttur sem við höfum til að tala hér í 1. umræðu og fara í nokkur andsvör, til þess að tala um eins risastóra málaflokk eins og skattlagning á 900 útgerðir í landinu er. Ég er að pæla hverjir eru hörundsárir,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur Árnason kallaði eftir betri samvinnu. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir sagðist hafa lent í því reglulega á þingi að fundir drægjust fram yfir miðnætti. Hún hefði hins vegar aldrei lent í því að forseti tilkynni á mánudegi að fundir fari ekki fram yfir miðnætti en það sé svo breytt á fimmtudegi. „Ég kveinka mér ekki yfir vinnuálagi, hvorki núna ég seinna, en mér finnst mikilvægt að orð skulu standa og að það ríki traust á milli okkar sem hér störfum því að íslenska þjóðin á það skilið,“ sagði Bryndís. Gerði ekki athugasemdir við gól meirihlutans Þorgrímur Sigmundsson kom þá aftur í pontu til að ræða orð forseta um að þingmenn gættu velsæmis í pontu á sama tíma og meirihlutinn „gólað linnulaust“. „Og ekki þykir forseta neitt athugavert við það,“ sagði Þorgrímur við fögnuð minnihlutans. Guðmundur Ari sagði þá gott að forseti bregðist við breyttum aðstæðum frá mánudegi til fimmtudags og kallaði eftir því að umræðunni yrði haldið áfram. Bergþór Ólason tók að lokum aftur til máls og spurði aftur, beint út, hversu lengi ætti að halda þingfundi gangandi. Það væri ekki ósanngjörn spurning eða flókin. „Það eru áform um að hér verði nefndarfundir klukkan níu í fyrramálið. Ég hef lent í því að funda fram að hádegi daginn eftir. Það væri bara mjög fínt ef slíkar upplýsingar lægju fyrir strax séu slík áform uppi hjá virðulegum forseta? Þetta er spurningin sem liggur fyrir. Útúrsnúningar um annað eru ekkert annað en það,“ sagði Bergþór. Forseti barði í bjölluna á meðan Hildur talaði Hildur Sverrisdóttur tók svo síðustu til máls og byrjaði á því á því að kalla eftir því að Þórunn væri sjálf í sal í umræðu um fundarstjórn forseta. Hún áréttaði að þingsköpin væru niðurstaða margra ára vinnu þannig það sé rammað vel inn hversu langan tíma þingmenn hafa til að ræða mikilvæg mál. Hún sagði umræðuna sannarlega orðna langa en það sé líka út af því að stjórnarliðar hafi tekið virkan þátt í henni. Ekki sé sanngjarnt að nota það sem vopn gegn stjórnarandstöðunni. „En að það sé núna að notað sem vopn gegn stjórnarandstöðunni, og að brigsla þeim um að hafa á einhvern óeðlilegan hátt, þegar það er verið hér að ræða í einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar, þessa þings, jafnvel kjörtímabilsins, er með nokkrum ólíkindum. Svo vil ég segja örstutt að lokum, frú forseti, það er ekki rétt að hér hafi ekki verið samkomulag um hvernig þessi vika myndi vera framhaldið í þessum ágæta þingsal. Það er ekki rétt,“ sagði Hildur á sama tíma og starfandi forseti barði í bjöllu forseta til marks um að Hildur væri búin með sinn tíma. Hildur hélt þó áfram. „Hér varð risastórt mál afgreitt stjórnarandstöðunni, og við vorum mjög viljug til að láta það gerast í dag, og það væri ofboðslega vont ef við værum að byrja þetta kjörtímabil með þeim skilaboðum að það er ekkert traust á milli fólks. Það er ekki hægt að treysta á eitt einasta samkomulag hér eftir. Það eru gífurlega vond tíðindi og þetta samstarf, þetta mikilvæga samstarf í þessum sal fyrir land og þjóð. Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal,“ sagði Hildur við mikinn fögnuð þeirra þingmanna sem voru í sal. Eydís Ásbjörnsdóttir, starfandi forseti, tók til máls að því loknu og hvatti fólk til að virða ræðutíma. Að því loknu kynnti hún þingskjöl og þurfti á meðan því stóð að biðja um þögn í salnum. Hún frestaði svo umræðu og sleit þingi klukkan níu mínútur yfir eitt.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Tveir af hverjum þremur telja auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um „norsku leiðina“ svokölluðu slæmar. Enn meiri meirihluti er hlynntur frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjöldum. 8. maí 2025 09:15 Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Stjórn Vestfjarðastofu lýsir þungum áhyggjum af frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og væntanlegum áhrifum þess á atvinnulíf og samfélög á Vestfjörðum. Stjórnin skorar á stjórvöld að kanna áhrifin af hærra veiðigjaldi á samfélög á Vestfjörðum með ítarlegum hætti áður en frumvarpið er samþykkt. 7. maí 2025 16:08 Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Tveir af hverjum þremur telja auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um „norsku leiðina“ svokölluðu slæmar. Enn meiri meirihluti er hlynntur frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjöldum. 8. maí 2025 09:15
Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Stjórn Vestfjarðastofu lýsir þungum áhyggjum af frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og væntanlegum áhrifum þess á atvinnulíf og samfélög á Vestfjörðum. Stjórnin skorar á stjórvöld að kanna áhrifin af hærra veiðigjaldi á samfélög á Vestfjörðum með ítarlegum hætti áður en frumvarpið er samþykkt. 7. maí 2025 16:08
Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent