Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius og Ingibjörg Áskelsdóttir skrifa 12. maí 2025 11:30 Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti. Þetta eru sérfræðingar sem sumir hverjir hafa starfað fyrir safnið í meira en áratug. Þau hafa sinnt mikilvægu starfi innan veggja safnsins í þágu allrar þjóðarinnar, enda fornminjar þjóðareign. Þetta er áfall fyrir það góða starf sem fornleifafræðingar og forverðir hafa unnið innan safnsins allt frá stofnun þess og finnst okkur hart vegið að stéttunum með þessum uppsögnum. Gefnar ástæður fyrir uppsögnunum eru hagræðingar og áherslubreytingar innan safnsins. Félögin gera sér grein fyrir að hagræðingar þurfi að eiga sér stað en að fórna þurfi störfum fornleifafræðinga og forvarða innan Þjóðminjasafnsins til þess að skapa nýjar stöður í staðinn er ósanngjarnt, og þá sérstaklega innan höfuðvígis okkar, Þjóðminjasafnsins. Þetta er mikil blóðtaka fyrir fögin, enda ekki margar fastar stöður innan þeirra í boði á Íslandi. Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, “sérfræðingur fornminja”, og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum. Bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands, töluvert fámennari þjóðir, hafa fleiri fornleifafræðinga innanhúss en Þjóðminjasafn Íslands. Enn fremur er einungis einn “forvörður í munasafni” eftir á safninu sem á að sinna forvörslu á öllum fornmunum, bæði þeim sem koma inn úr fornleifarannsóknum og Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga þarfnast í mörgum tilfellum björgunar samstundis, en ekki síður að viðhalda ástandi þeirra gripa sem nú þegar eru í vörslu safnsins og koma í veg fyrir að þeir skemmist. Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs. Þjóðminjasafnið þarf að sinna skyldum sínum eins og kveður á í lögum um menningarminjar (80/2012) um móttöku og varðveislu fornminja, og telja félögin að óraunhæft sé að leggja þá ábyrgð á einungis tvo starfsmenn. Þar að auki er Þjóðminjasafnið eitt af höfuðsöfnum Íslands og á að heita háskólastofnun en því fylgja ákveðnar skyldur. Safnið á að vera miðstöð varðveislu og rannsókna menningarminja og hafa forystu í málefnum á sínu sviði. Þessar uppsagnir eru til marks um algjört áhugaleysi á fræðilegri uppbyggingu og draga þær úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings. Ljóst er að atburðir undanfarinna daga hafa dregið úr trausti okkar gagnvart Þjóðminjasafni Íslands og þeim skyldum sem það á að gegna. Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni. Snædís Sunna Thorlacius fyrir hönd Félags fornleifafræðinga.Ingibjörg Áskelsdóttir fyrir hönd NKF-Ísland, Félag norrænna forvarða á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Söfn Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti. Þetta eru sérfræðingar sem sumir hverjir hafa starfað fyrir safnið í meira en áratug. Þau hafa sinnt mikilvægu starfi innan veggja safnsins í þágu allrar þjóðarinnar, enda fornminjar þjóðareign. Þetta er áfall fyrir það góða starf sem fornleifafræðingar og forverðir hafa unnið innan safnsins allt frá stofnun þess og finnst okkur hart vegið að stéttunum með þessum uppsögnum. Gefnar ástæður fyrir uppsögnunum eru hagræðingar og áherslubreytingar innan safnsins. Félögin gera sér grein fyrir að hagræðingar þurfi að eiga sér stað en að fórna þurfi störfum fornleifafræðinga og forvarða innan Þjóðminjasafnsins til þess að skapa nýjar stöður í staðinn er ósanngjarnt, og þá sérstaklega innan höfuðvígis okkar, Þjóðminjasafnsins. Þetta er mikil blóðtaka fyrir fögin, enda ekki margar fastar stöður innan þeirra í boði á Íslandi. Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, “sérfræðingur fornminja”, og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum. Bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands, töluvert fámennari þjóðir, hafa fleiri fornleifafræðinga innanhúss en Þjóðminjasafn Íslands. Enn fremur er einungis einn “forvörður í munasafni” eftir á safninu sem á að sinna forvörslu á öllum fornmunum, bæði þeim sem koma inn úr fornleifarannsóknum og Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga þarfnast í mörgum tilfellum björgunar samstundis, en ekki síður að viðhalda ástandi þeirra gripa sem nú þegar eru í vörslu safnsins og koma í veg fyrir að þeir skemmist. Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs. Þjóðminjasafnið þarf að sinna skyldum sínum eins og kveður á í lögum um menningarminjar (80/2012) um móttöku og varðveislu fornminja, og telja félögin að óraunhæft sé að leggja þá ábyrgð á einungis tvo starfsmenn. Þar að auki er Þjóðminjasafnið eitt af höfuðsöfnum Íslands og á að heita háskólastofnun en því fylgja ákveðnar skyldur. Safnið á að vera miðstöð varðveislu og rannsókna menningarminja og hafa forystu í málefnum á sínu sviði. Þessar uppsagnir eru til marks um algjört áhugaleysi á fræðilegri uppbyggingu og draga þær úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings. Ljóst er að atburðir undanfarinna daga hafa dregið úr trausti okkar gagnvart Þjóðminjasafni Íslands og þeim skyldum sem það á að gegna. Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni. Snædís Sunna Thorlacius fyrir hönd Félags fornleifafræðinga.Ingibjörg Áskelsdóttir fyrir hönd NKF-Ísland, Félag norrænna forvarða á Íslandi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar