Viðskipti innlent

For­stjóri Kaldvíkur látinn af störfum í sam­ráði við stjórn

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Vidar Aspehaug tekur við stöðu forstjóra eftir að Roy-Tore Rikardsen lét af störfum.
Vidar Aspehaug tekur við stöðu forstjóra eftir að Roy-Tore Rikardsen lét af störfum. Aðsend

Roy-Tore Rikardsen hefur sagt af sér sem forstjóri fiskeldisfyrirtækisins Kaldvíkur. Ákvörðunin var tekin í samráði við stjórn fyrirtækisins er segir í tilkynningu frá félaginu.

Roy-Tore tók við stöðunni 1. september 2024 en verður hjá fyrirtækinu út febrúar 2026 til að vera innan handar á meðan breytingarnar standa yfir.

Vidar Aspehaug tekur að sér stöðu forstjóra á meðan stjórnin leitar að nýjum forstjóra. Vidar hefur starfað hjá Kaldvík frá árinu 2022 og verið hluti af framkvæmdastjórn fyrirtækisins síðustu þrjú árin. Hann er með doktorsgráðu í fiskheilsu frá Háskólanum í Bergen og er stofnandi og fyrrverandi forstjóri hjá PatoGen AS, þekktustu rannsóknarstofu í fiskheilsu í Noregi.

„Við erum þakklát fyrir framlag Roy-Tore til fyrirtækisins á umbrotatíma eftir starfslok fyrrverandi forstjóra og stofnandi fyrirtækisins,“ er haft eftir Asle Rønning, stjórnarformanni Kaldvíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×